Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 27

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 27
Grettir Gunnlaugsson „Fiskur undir steini“ Ekki veit ég hversu heitt er, en klukkan níu í morgun var hér 18 stiga hiti í forsælu, - og nú er hádegi og ég er sko aldeilis ekki í neinni forsælu, - það er heitt. Sem ég nú flatmaga hér í sólinni, á verönd sumarhúss í Húsafellsskógi, rifjast upp fyrir mér annar sólardagur, sem ég átti hérna í héraðinu. Þá var líka heitt, svo heitt, að skepnur jarðarinnar skriðu í skjól, að minnsta kosti sumar. Það eru rétt tæp sjö ár síðan. Hér kemur sagan af því: Það er sólbjartur miðsumardagur í Borgarfirði súmarið 1977. Ég er, ásamt konu og börnum, við veiðar í Tunguá, en hún er þverá Grímsár. Þetta er einn af þessum alltof fáséðu, björtu góðviðrisdögum, sem við ætíð þráum, en sjaldan fáum. Ekki mun þetta talið ákjósanlegasta veiðiveður, en þó fékk ég einn smálax í morgun neðst í Snasa- pollum. Nú erum við á rölti frá veginum niður í Smyrlahvamm, sem er nokkru innan við Brennu. Áhugi yngri kynslóðarinnar er að mestu bundinn við blóm og berjalyng, fé og fugla, og satt að segja liggur mér ekki mikið á heldur. Þetta er fjölskyldu-veiðiferð, þótt yngsta dóttirin, sem er á fyrsta ári, hafi Grettir Gunnlaugsson verið skilin eftir í gæslu í höfuðstaðnum, og veðrið er einmitt eins og það á að vera í slíkum ferðum. Uppi við Englandsfoss er veiðifélagi minn um margra ára skeið, Karl Björnsson, og fjölskyldá hans. Vart verður Tunguá til stórfljóta talin, og í dag er hún óvenjulítil. Það má segja, að hún geri varla betur en að laumast á milli steina, þó eru í henni fallegir hyljir og strengir, sem lítils missa, þótt vatn sé ekki mikið. í Smyrlahvammi fer ég að bera mig að því að veiða, en Þura og krakkarnir sleikja sólskinið. Ég byrja á að renna í smástreng og fram á litla breiðu, og til að standa að þessu, stíg ég út á flatan stein. Sá er um það bil tvö sinnum þrjú fet að stærð, og alveg fram við strauminn. VEIÐIMAÐURINN 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.