Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 32

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 32
manna. Ég lenti í stjórn félagsins á þessum tíma og tók að mér að skipuleggja og veita forstöðu þjónustu við útlenda laxveiði- menn. Ég var við þetta í Grímsá í nokkur sumur og réði með mér margt góðra manna til starfa, og ber þar hæst Sigurð Fjeldsted frá Ferjukoti, sem tók við af mér, þegar ég hætti. Það má segja, að þetta segi lítið um uppáhaldsfluguna mína, en það er nú þannig, að þegar ég er að hugsa um hana, vakna minningar frá ánum, um fólkið, sem maður hefur kynnst, og allar flug- urnar, sem voru reyndar við alls kyns aðstæður. Líklega hef ég kynnst laxveiði nánar á þessum árum en margir veiðimenn fá tækifæri til allt lífið. Sannreyndi ég nokkrar kenningar reyndra veiðimanna á þessum árum. Ég man sérstaklega eftir einum morgni við Svartastokk. Þannig var, að vinur minn, sem hafði komið nokkrum sinnum til veiða í Grímsá, sagði við mig: „Halli, eigum við ekki að veiða saman í dag?“ Það varð úr, og fengum við Svartastokk fyrir okkur. Það var stutt að fara fyrir vin minn, sem átti við erfíðan sjúkdóm að stríða. Við lölluðum saman upp með Svarta- stokki að sunnanverðu og komum okkur fyrir þannig, að þægilegt var að kasta niður í Stokkinn. Ég minntist þess, sem ég hafði lesið eftir Björn Blöndal um Svartastokk, straumana tvo og Silver Scott. Nú, Silver Scott var hnýtt á og kastað í taglið á straumunum, og ekki var flugan nema rétt komin í vatnið, þegar hún var tekin, og það heldur betur, ein roka niður allan Stokkinn, og svo sýndi hann sig með fallegu stökki, boltafiskur. Þegar við loksins lönduðum, sáum við fyrst stærðina, þetta var 19 punda fallega sköpuð hrygna. Haraldur (t.h.) og veiðifélagi með laxana þrjá úr Svartastokki. Þarna fengum við tvo gullfallega fiska í viðbót, 8 og 10 punda. Við getum sagt, að þarna hefði Silver Scott getað orðið uppáhaldsfluga, en ekki virðist hún vera það samt, því ekki er hún oft bókuð. Þessi stund við Svartastokk með Silver Scott á sér margar hliðstæður á öðrum stöðum, með öðrum flugum og öðrum veiðimönnum, stundir, þegar ég kynntist mörgum. En uppáhaldsflugan mín varð ekki til fyrr en 18. júlí 1977, að ég hnýtti fyrsta eintakið að kvöldi dags í Norðurárhúsinu, og 19. júlí kl. 08.22 tók hana lax í Kýr- grófarhyl milli fossa í Norðurá hjá veiði- félaga mínum Joseph P. Hubert. Flugan heitir Black sheep, eða Svartur sauður. Nafnið varð þannig til, að þegar ég var búinn að hnýta fluguna, rétti ég Hubert 30 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.