Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 34
undir öllum kringumstæðum. Aðeins er
nauðsynlegt að láta hana synda eftir hita-
stigi vatnsins.
Hér er uppskriftin að Black sheep:
Ongull: T víkrœkja
Stcerð: Oftast 4-6-8
Broddur: Sex vafningar af ávölum silfurþrceði
Búkur: Svart silkiflos
Vcengir: Gult og svart „bucktail"-hár
Oxl: ,Jungle cock“-fjöður, auga
Skegg: V atnsblátt
Haus: Rauður
Black sheep varð til eftir margar til-
raunir, grundvallaðar á kenningunni um
að vekja upp tilhneigingu laxins til að taka
ætið Leptocephalus, og það hefur tekist.
Mín reynsla af henni er sú, að ef ekki veið-
ist á BJack sheep, þá er lítið að hafa.
Það er óskaplega gaman, að við skulum
hafa eignast enn eina afburða alíslenska
veiðiflugu, stangveiðimenn á Islandi,
flugu, sem er orðin aðalagnið í Noregi og
vel þekkt meðal veiðimanna víða.
Fyrir nokkrum árum vorum við Hubert
staddir við Kjarrá í Borgarfírði. Veiðin
gekk vel hjá okkur, en ekki hinum veiði-
mönnunum, og eins og gengur var farið að
athuga, hvað væri að. Kom þá í ljós, að
aðeins ég og Hubert höfðum Black sheep.
Auðvitað varð eitthvað að gera í mál-
inu, og varð það úr, að ég hnýtti Black
sheep handa mannskapnum. Og það var
eins og við manninn mælt, allir fóru að
veiða um leið og þeir fengu Black sheep.
Þetta var dásamlegt, að geta gefið öllum fé-
lögunum Black sheep og sjá öll brosin og
kætina yfír fallegum fiskum.
Seinna sá ég blaðaúrklippur frá Noregi,
þar sem allt að 46 punda laxar voru veiddir
á Black sheep flugur, sem hnýttar voru við
Kjarrá.
Já, Black sheep er svo sannarlega
uppáhald, því hún fiskar vel og hefur veitt
svo mikla gleði vinum og félögum.
Frú Coe með 46 punda lax, sem hún veiddi á Black
sheep nr. 4 íAlta íNoregi. Fluguna hnýtti Haraldur
við Kjarrá árið áður.
32
VEIÐIMAÐURINN