Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Síða 42

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Síða 42
inn, en slíkt gerir ekkert til og er jafnvel betra. íshröngl og jakar gætu skaðað inntak röranna, og er hugsanlegt að varna því með stórgrýti. Lokaorð Hér hefur verið gefin gróf lýsing á stöð byggðri á „staðareldi“, eldi á staðnum, þar sem kappkostað er að ná fram hæfni fisksins, ratvísi, styrk, ótta, án þess að nokkuð sé tekið frá lífríki móðurárinnar. Staðareldi gerir góðar ár betri og jafnari, og laxlausar ár að veiðiám, auk þess að ala upp matfisk. Og seinast en ekki síst stuðlar þetta eldi að rannsóknum á öllum þáttum í lífshringrás laxins, sé staðarvalið rétt. Veiðipósturinn Reykjavík, 9. apríl 1984. Ritstjóri Veiðimannsins, Reykjavík. Málefni: Leiðrétting og veiðisaga. I grein minni „Minningar úr Mývatns- sveit“ í 100. tbl. Veiðimannsins var rangt farið með vísu um eignir Reykjahlíðar í Mývatni. Rétt er vísan svona: Vöttur, Klettur, Kálfshólmi, Kiðey, Geitey, Sýreyjar, Hlíðarvarpið allt það er, Olfushólmi og Birgissker. í greininni heitir einn kaflinn „Land- helgisgæsla við Merkivog.“ Það er rangt. Vogurinn heitir Hraunvogur, þar sem eru landamerki milli Vogaog Geiteyjarstrand- ar í miðjum voginum. Greinin átti því að heita „Landhelgisgæsla við Hraunvog.“ í 114. tbl., bls. 40, er rangt farið með nafn. Þar nefndi ég Bögeskov í stað Bouskov. Ný veiðisaga: Þungur dráttur Þau hjónin Friðný Angantýsdóttir og Auðólfur Líkafrónsson eru mikil laxveiði- hjón. Þau voru eitt sinn við laxveiðar í Grímsá, þar sem heitir Svartistokkur. Þar er veitt ofan af háum hamri, og er veiðimanni illmögulegt að landa laxi, nema með aðstoð félaga, þar sem landa þarf lax- inum á eyri inni í hellinum undir bjarginu. Friðný var við veiðarnar og setur í lax, en Auðólfur klifrar niður í hellinn, þegar laxinn hafði verið þreyttur nægilega. Auðólfur sér nú, að inni í hellinum er hræ af belju, sem drukknað hafði í ánni. Þegar hann hafði losað úr laxinum, festir hann öngulinn í fót beljunnar og kallar svo upp til Friðnýjar: „Þú verður að draga hann upp sjálf. “ Með lax- og bekkjarkveðjum. Leifur Sveinsson. * * * Kópavogi, 2.5. ’84. Kæru ritstjórar. Eftir lestur Veiðimannsins nr. 114 langar mig til að segja nokkur orð. 40 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.