Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Page 43

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Page 43
Víglundur vitnar í Steingrím Thor- steinsson, og er það vel. Boðskapur Stein- gríms var góður, og er það enn. Þó lýsir grein Víglundar mest honum sjálfum, og gott er að fá að njóta hans. Eg þakka fjölbreytnina í blaðinu og alúðina, sem lögð er við það. Mér líkar vel, að þið skylduð birta sögurnar hans Leifs Sveinssonar. Ykkur Leifi þakka ég skemmtunina. Eg styð ykkur í því að hafa eina eða tvær opnur í blaðinu okkar fyrir gamansögur. Þær þurfa ekki endilega að vera um veiðiskap. Eg vil hvetja félaga í SVFR til að senda Veiði- manninum góðar gamansögur. Þær krydda tilveruna. Stangaveiðimenn eru einhvern veginn þannig gerðir, að þegar þeir eru beðnir um veiðisögu, vefst það fyrir þeim. En í fyll- ingu tímans kemur svo góð veiðisaga. Fræðsluefni og frábærar myndir þakka ég og vona, að þetta verði áfram aðalefni blaðsins. Að endingu þetta: Það hafa orðið tíma- mót í blaðinu okkar. Með veiðikveðjú. Eyjólfur Ágústsson. 4 ♦ 4 Reykjavík, 16.06. 1984. Ágætu ritstjórar. Ég vil byrja á því að þakka vandað og skemmtilegt blað og allar þær ánægju- stundir, sem það hefur veitt mér og mörg- um öðrum þeim, er á svipuðu andlegu svæði eru staddir. Síðan ætla ég að snúa mér að efninu, sem er að biðja ykkur að koma á framfæri einni leiðréttingu. í 113. tbl. Veiðimannsins, jólablaði 1983, birtist frásagnarkorn frá Svartá í Húnavatnssýslu og með því mynd af veiði- stað þeim, er þar er nefndur Gjáarendi. Hið rétta er, að þessi fallegi hylur heitir Skeggsstaðahorn. Reyndar er það svo, að Gjáarendanafnið hefur verið notað af veiðimönnum síðustu árin, sem líklega hafa líka gefið staðnum þetta nafn, en eðlilegra verður að teljast að nota gömul nöfn, ef tekst að hafa upp á þeim. Við gerð nýs veiðikorts af Svartá í vetur nutum við leiðsagnar Árna Björnssonar, félaga í SVFR, sem uppalinn er á Skeggs- stöðum og var reyndar eina tíð leigutaki Svartár, varðandi nöfn á neðri hluta efsta svæðis árinnar. Nú í vor hafa þeir Pétur Sigurðsson frá Skeggsstöðum og Friðrik Björnsson bóndi á Gili bætt við upplýsing- um um þetta svæði, og reyndar alla ána. Við þetta hafa nokkrir staðir, sem áður voru taldir nafnlausir, eða undir samheit- inu „í Gjánni“, fengið sín réttu nöfn, sem öll eiga sínar eðlilegu skýringar og falla vel að landi og sögu Svartárdals. Ef einhver, eftir að hafa séð kortið, sem notað er í sumar, telur sig hafa meiri eða betri upplýsingar, vil ég eindregið hvetja viðkomandi til að koma þeim á framfæri við mig eða Karl Björnsson, og vinna þannig að því, að gömul örnefni glatist ekki. Einhvers staðar í framtíðinni bíður svo fullkomnara veiðikort af Svartá. Með þökk fyrir birtinguna. Grettir Gunnlaugsson. VEIÐIMAÐURINN 41

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.