Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 50

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 50
Oft var ísabroddurinn notaður til við- miðunar til þess að áætla þykkt íshell- unnar. Var til dæmis sagt að ísinn næði efst á broddjárn, einnig að hann næði upp á digrustöng og líka allt upp að mjóustöng. Þá mun ísinn hafa verið um 80 sm þykkur. Skjótt á ís ég skunda fer með skrínu og dorg við höndu guð er vís að gefa mér gáluriðabröndu.1 Baldvin Stefánsson. SKRÍNAN. Skrínan var gerð úr þunnum tréfjölum. Hún var um það bil 50-60 sm að lengd, 15-20 sm að breidd og 40-45 sm að hæð. Lítið op var ofan á skrín- unni miðri sem silungnum var stungið niður um. Göt voru boruð í gegnum miðjar gaflfjalir skrínunnar, ofan til. I gegnum götin var smeygt endum hæfilega langrar fléttaðrar hrosshárslykkju. Bundnir voru hnútar á endana innanvert í skrínunni og var þá komin festing. Nú var hægt að smeygja lykkjunni upp á aðra öxlina og bera skrínuna á bakinu. A þennan hátt var skrínan borin til og frá veiðistað. Skrínan gegndi tvenns konar hlutverki. Annars vegar var hún ílát undir veiðina og hins vegar sæti fyrir dorgveiðimanninn við vökina. MAÐKHORNIÐ. Maðkhornið þótti ómissandi við dorgargönguna. I því var hafður maðkurinn sem notaður var til beitu. Það var ýmist búið til úr hornum hrúta, nauta eða geita. Fyrst var slóin tekin úr horninu, síðan var það sagað í sundur og efri hluti þess notaður. Lok var fellt í víðari endann en sagað af hinum svo hæfilegt op myndaðist fyrir lítinn tappa. Gegnum þetta op var svo maðkur- inn að sjálfsögðu settur. 1 Gáluriðabranda = meðalstór branda. Lýsing á aðferð við dorgveiði Byrja varð á því að vaka vökina, og var til þess notaður ísabroddurinn eins og áður hefur verið getið um. Var hún höfð um 15-20 sm í þvermál. Settust menn nú á skrínuna við vakarbarminn og var dorgin tekin fram. Taumurinn var undinn ofan af henni og færinu rennt niður um vökina þar til sakkan nam við botn. Síðan var færið dregið upp aftur þar til sakkan var 15-20 sm frá boíni. Þá var taumurinn festur með bragði á fremri enda dorgar- innar og var þetta kallað að taka grunnmál. Nú var færið dregið upp á ný til þess að beita á öngulinn. Var nú tappinn tekinn úr maðkhorninu og losuðu menn yfirleitt nokkra hvítmaðka úr horninu upp í sig. Þótti auðveldara að beita maðkinum hlýj- um heldur en til dæmis frosnum, og einnig var það álit manna að betur veiddist á hann. En aðrir settu hann í sokkfitina rétt fyrir notkun og geymdu hann þar. Venja var að beita þrem möðkum á öngulinn í upphafi. Önglinum var stungið í miðjan maðkinn og út um annan enda hans, síðan í miðjan maðkinn aftur og út um hinn endann. Er allir þrír maðkarnir voru komnir upp fyrir agnúann var þeim þrýst vel fram á odd öngulsins svo að oddurinn hyrfi sem mest í beituna. Var nú færinu rennt niður og farið að día eins og það var kallað, en það var smáhreyfing sem menn gerðu upp og niður með dorgarhorninu. Við það hristist öng- ullinn með beitunni til svo að hvítan eða ylgjan eins og það var kallað, sem er innan í maðkinum, iðaði í allar áttir og lokkaði silunginn að. Mjög var það misjafnt hvernig menn hreyfðu færið og má segja að hver maður hafi haft sitt dúningslag, eins og það nefnd- ist á dorgarmáli. Ef nú silungurinn kom að beitunni 48 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.