Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 54

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 54
nota fiskiöngla af venjulegri stærð og þóttu þeir mun veiðnari. Um aldamótin 1900 komu svo litlir og miklu grennri önglar til sögunnar, og eru þeir notaðir enn þann dag í dag. Hafa þeir reynst mjög vel. Lengi vel var seglgarn notað í dorgar- tauminn en nú á síðustu árum nota menn eingöngu girni. En dorgarhornið hefur ekkert breyst í gegnum tíðina. Enn er ísabroddurinn í fullu gildi, þó er það til að menn noti þar til gerðan bor til þess að bora niður í gegnum ísinn. Skrínan hefur lítið breyst að öðru leyti en því að nú eru festar á hana burðarólar til þess að bera hana á báðum öxlum. Einnig hefur verið sett lok á hjörum yfir opið og er því mun þægilegra að sitja á henni. Maðkhornið er ekki notað lengur. Þess í stað nota menn litlar krukkur eða önnur tóm ílát sem til falla. Klæðnaður dorgveiðimanna Skjólfatnaður dorgveiðimanna fyrr á árum var með nokkuð öðrum hætti en nú gerist. Þá klæddust menn ullarfötum yst sem innst. En í miklum stormi voru þau varla nógu vindheld og kom þá herta sauðagæran, undanfari gæruúlpunnar, að góðu gagni. Festu menn gæruna á bak sér þannig að ullin sneri inn og náði hún upp fyrir höfuð og niður að hnjám. Ævinlega sneru menn sér undan vindáttinni við veiðarnar og því ákaflega mikið gagn af þessum útbúnaði. A fótunum höfðu menn svokallaða skinnleista, og náðu þeir upp undir hné. Þeir voru heimasaumaðir og svo vel gerðir að þeir voru algjörlega vatns- heldir. Kom það sér mjög vel því oft var mikið vatn og krapaelgur á ísnum. Á höfði höfðu menn að sjálfsögðu Mývatnshettuna svokölluðu, hlýjasta höfuðfat sem þá þekktist. Hún var prjónahetta sem náði niður á herðar, og aðeins op fyrir andlitið. Á höndunum höfðu menn svellþæfða ullar- vettlinga. Auðvitað var það misjafnt hve skjóllega menn voru klæddir. Oft var mönnum líka kalt. Þá var þrautaráðið að berja sér enn og aftur til að fá í sig yl. Stundum fóru menn líka í land og glímdu sér til hita, en ef tekja var mikil yfirgáfu menn ógjarnan vökina. Hættur samfara dorgargöngunni Ekki var dorgargangan hættulaus með öllu, sérstaklega er líða tók á vorið. Var það meðal annars vegna þess að bestu veiðisvæðin voru þar sem ísinn var ótraust- astur og fóru menn þar meira með kappi en forsjá. Kom þá líka alloft fyrir að ísinn brast og menn lentu í vatninu. Til eru dæmi þess að menn hafi verið mjög hætt komnir og munu í þeim tilfellum hafa verið einir sér. Eftirfarandi frásögn er dæmi um slíkt atvik: Hinn 14. apríl 1919 var Stefán Stefáns- son bóndi á Ytri-Neslöndum að fylgja stúlku yfir ísilagt vatnið, upp í Geiteyjar- strönd. Er hann hafði skilað stúlkunni til bæjar, sneri hann við, hélt i suðvestur, stefnu á Hrútey. Þar sat fjöldi manna á dorg og ætlaði hann að slást í hópinn. Þegar hann var kominn um það bil hálfa leið, mætti hann Þorsteini bónda á Geit- eyjarströnd sem var á heimleið frá dorg- veiðinni. Segir nú Stefán frá: „Við tölumst við þarna litla stund og segi ég honum að landtakan sé óðum að versna, svo hann skuli vara sig og ganga nógu djúpt fyrir eyðuna, botninn var kominn út á móts við garðsendann, en mátti enn komast þar í land, ef maður kom að utan og vestan. Svo skiljum við og hann hverfur mér sjónum fyrir Landhólmann. 52 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.