Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 57

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 57
um að fagna. Ber eftirfarandi saga því glöggt vitni. Yngvi Kristjánsson, Skútu- stöðum, Mývatnssveit talaði sögu þessa inn á segulband í nóvember 1978. Sögu- maður er jafnframt var áhorfandi að at- burði þessum var átta ára er þetta gerðist: „Árið 1924 var eitt mesta dorgveiðár, sem við munum eftir sem nú lifum. Þá var algengt að maður sá svona á milli 50-60 manns svo til í einum hóp sitja að dorginni. Mér er minnisstæður sérstaklega einn dagur. Það var glaða sólskin og komið fram um hádegi. Setið var á tveim stöðum, sunnan við Syðri-Hamarinn og norð- austan við Ytri-Hamarinn. Við vorum einir 10-12 sem vorum að sunnanverðu. Þá komu menn upp á Hamarinn og kalla til okkar og segja að norðanmenn skori á sunnanmenn í glímu. Að sunnanverðu voru ekki nema 12 menn sem komu til greina að gætu glímt, en í nyrðri hópnum voru um eða yfir 30 manns. Sunnanmenn héldu nú að þeir mundu reyna það þó að þeir væru færri. Síðan voru dorgirnar dregnar upp og allir gengu á Hamarinn. En það hagar oft þannig til að dorgveiði er mest fyrst á morgnana. En þegar kemur fram um hádegi þá fer að draga úr henni og ef gott er veður þá er stundum lítil veiði yfir miðdaginn. Þótti þá oft kjörið tæki- færi að taka eina bröndótta.1 Svo þegar allir voru mættir á Hamr- inum þá skiptust menn í tvo hópa, norðan- menn sér og sunnanmenn sér. Hófst nú glíman og það fór ekki á milli mála að þarna var kapp á milli. Þarna sá ég gamla menn skjálfa eins og af kulda. Skildi ég seinna að það var glímu- skjálftinn sem þar sagði til sín. Þegar líða tók á glímuna var auðséð að tvísýnt yrði um úrslitin. Og þar kom að 1 Að taka eina bröndótta = að glíma. lokum að það stóðu aðeins tveir uppi, Þórarinn Stefánsson, Ytri-Neslöndum, og Kristján Helgason, Haganesi. Kristján notaði aðallega eitt bragð. Búið var að segja Þórarni að hann þyrfti ekkert að varast af Kristjáns hálfu nema þetta eina bragð. Tækist honum það væri honum sigurinn vís. Þó fóru leikar svo er þeir tóku saman í síðustu glímunni að Kristján beitti þessu umrædda bragði, og skipti það engum togum að Þórarinn féll. Lauk þar með glímunni. En gaman væri að geta þess að þarna var enginn glímudómari. Kom það aldrei fyrir að það væri neitt ágreiningsefni hvað teldist bylta. Og þó að kappið væri mikið og menn ákaft hvattir, hver af sínu liði, þá gætti engrar þykkju á eftir.“ Eins og sjá má af framangreindu hafði dorgargangan upp á margt að bjóða. Má þar nefna tvo meginþætti: Annars vegar hið félagslega gildi. Og hins vegar það sem þó var í rauninni aðalatriðið, öflun mat- fanga sem oft var lífsnauðsyn. Listi yfír nöfn á verkfærum og verk- um við dorgveiðar VERKFÆRIN Dorg: Hún er veiðiáhald. ísabroddur: Hann er notaður til þess að vaka vök. Skrína: Hún er bæði notuð sem ílát undir veið- ina og sem sæti fyrir dorgveiðimanninn við vökina. Maðkhorn: Það var geymsla fyrir maðkinn sem notaður var til beitu. NÖFN Á VERKUM Að vaka vök: Gat gert á ísinn til þess að dorga niður um. Að taka grunnmál: Ákvörðuð fiarlægð beitunnar frá botn- inum. Að dorga: Það er að veiða á dorg. VEIÐIMAÐURINN 55

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.