Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Page 58
130 sm
maðkahorn
Að día: Dorgarhornið smá hreyft upp og niður til þess að beitan á önglinum hreyfist og veki þar með eftirtekt silungsins.
Dúningslag: A hvern hátt dorgarhornið er hreyft.
Að verða var: Er veiðimaðurinn finnur að silungur- inn nartar í beituna en festist ekki á önglinum.
Að reyta brönd- una: Brandan losnar af önglinum í viðbragði því sem veiðimaðurinn tekur.
Að missa brönd- una: Brandan losnar af önglinum á miðri leið eða jafnvel upp við ísinn.
A ð bregða við bröndu: Er brandan hefur bitið á öngulinn bregður veiðimaðurinn snöggt við til þess að öngullinn festist betur í henni.
Silungurinn tekur: Hann bítur á öngulinn.
Að lenda í mikilli tekju: Bröndurnar taka mjög ört eða strax og beitan er komin niður.
Að losa: Að fá fyrstu brönduna.
Að koma heim með
öngulinn fastan í
rassinum: Að fá enga bröndu yfir daginn.
Að vaka vök upp
að digrustöng: Vök gerð í gegnum ís sem er um það bil
70 sm þykkur.
A ð renna í rifuna: Að dorga í rifu sem myndast hefur í
ísinn og er alveg opin niður úr honum.
ísabroddur
A ð veiða í skörum: Eftir að ísa tekur að leysa og eyður hafa
myndast í hann fara menn oft á bát
og festa hann við ísskörina, og dorga úr
honum.
Heimildaskrá:
Arnór Sigurjónsson: Bókarauki, Ritsafn Þorgils gjallanda
IV. bindi. Reykjavík 1945.
Úr málskjölum Páls S. Pálssonar, hæstaréttarlögmanns.
Samkvæmt afriti af bréfi Stefáns Stefánssonar til Guð-
bjargar systur sinnar, Ytri-Neslöndum 1919.
Munnlegar heimildir eftirtalinna manna:
Yngvi Kristjánsson, Skútustöðum, f. 1916.
Jón Sigtryggsson, Syðri-Neslöndum, f. 1903.
Þorlákur Jónasson, Vogum 4, f. 1922.
56
VEIÐIMAÐURINN