Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 3
LEIKHÚSMÁL
Óendanleikinn í þeirri fjórðu
Fáein orð um leikverk Halldórs Laxness
Minning Halldórs Laxness er lést
þann 8. febrúar er heiðruð með
margvíslegum hætti. Þeim sem um
skáldið fjalla verður gjarnt að leita í orð þess,
naumast er í önnur betri hús að venda.
Margháttaðra áhrifa Halldórs á íslenskt
leikhús sér víða stað. Skáldsagan var lengst af
vettvangur hans. 1 sögurnar hafa leikhús sótt
efni fjölda leiksýninga: Islandsklukkuna,
Sjálfstætt fólk, Kristnihald undir Jökli, Atóm-
stöðina, Sölku Völku, Heimsljós og nú síðast
Vefarann mikla frá Kasmír. Þær hafa einnig
orðið viðfangsefni kvikmynda. Svo mun
eflaust verða. En sá tími kom á ferli Halldórs
að hann helgaði sig nær eingöngu leikritun.
Kannski kviknaði þessi áhugi með íslands-
klukkunni sem hann leikgerði fýrir opnun
Þjóðleikhússins 1950. Um þetta segir Hall-
dór í viðtali sem undirritaður átti við hann í
leikskrá fýrir leikrit hans Staumrof sýningu
LR 1977. Spurt er um áhuga hans á leikrita-
gerð:
„Það freistaði mín á engan hátt. Og ég var
mjög undrandi þegar þjóðleikhússtjóri bað
mig að skrifa leikverk upp úr íslandsklukk-
unni fyrir opnun Þjóðleikhússins. En ég
hafði verið skipaður í bráðabirgðastjórn sem
átti að undirbúa opnun leikhússins. Það
kann að hafa orðið til þess að ég fann mig
skyldugan til þess að gera eitthvað fýrir þessa
hátíð.“
Silfurtunglið, sem frumsýnt var í Þjóðleik-
húsinu 1954, má e.t.v. líta á sem hliðarspor
við skáldsagnagerð líkt og Straumrof tuttugu
árum fýrr. En með Strompleiknum, sem
sýndur var 1961 í Þjóðleikhúsinu, snýr Hall-
dór sér fýrir alvöru að leikritun, undir sterk-
um áhrifum frá absúrdistunum sem þá
höfðu kvatt sér hljóðs sunnar í álfunni.
Prjónastofan Sólin kom á prenti árið eftir en
var sett á svið í Þjóðleikhúsinu 1966. Dúfna-
veislan var svo sýnd hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur í Iðnó sama ár.
Fyrsta leikrit skáldsins, Staumrof var
frumflutt í Iðnó 29. nóvember 1934. Um það
verk segir Halldór í nefhdu viðtali:
„Ég hygg að það megi finna glögg merki
um áhrif frá Strindberg sem ég hélt mikið
upp á og kynntist löngu áður en þetta leikrit
var skrifað; þekkti mörg hans helstu leikrit.
Ég veit ekki hvort hægt er að tengja það við
nokkurt sérstakt verk eftir hann; það væri þá
helst Fröken Julie.“
„... Þau leikrit sem ég skrifaði seinna eru
af allt öðrum toga; þau eru hvorki borgara-
leg né bundin raunsæis- eða náttúrustefnu;
þau eru nokkurskonar ævintýraleikir sem
hafa mannúðarstefnu að kjarna, t.d. Prjóna-
stofan og Dúfnaveislan. Strompleikurinn og
Silfurtunglið eru greinilega satírur. En ég tek
eftir því í samvinnu við leikarana að þetta
verk er kannski auðveldast til leiks af öllum
mínum leikritum, það koma upp færri
vandamál við uppsetningu þess en við öll
hin. Það kann að stafa af því að þarna eru
farnar troðnar slóðir.“
Á þeim árum, uppúr miðri öldinni, sem
Halldór fékkst einkum við leikritun skrifaði
hann grein sem var færð í letur að tilhlutan
Literartúrnaja Gaseta í Moskvu. Þessi grein
eða hluti hennar var prentuð víða í erlend-
um blöðum og tímaritum eftir enskum texta
skáldsins. En hún birtist í upprunalegri
mynd, samkvæmt uppkastinu, eins og þar
segir, í Tímariti Máls og menningar, 1. hefti
1964, undir fyrirsögninni „Persónulegar
minnisgreinar um skáldsögur og leikrit". í
þessum minnisgreinum setur hann m.a.
fram spurninguna: Hver er Plús Ex? Og
Halldór svarar:
„Það er sú boðflenna með aungu nafni og
óglöggu vegabréfi sem ævinlega er viðstödd
líkt og gluggagægir hvar sem gripið er ofaní
skáldsögu. Þessi herra er aldrei svo smáþæg-
ur að setjast aftastur í persónuröðinni, held-
ur sættir sig ekki við annað en öndvegi nær
miðju frásagnarinnar, jafnvel í sögu þar sem
höfundur gerir sér þó alt far um að samsama
ekki sjálfan sig sögumanninum."
Síðar í greininni víkur sögunni svo ffá
skáldsagnagerð að leikritun:
„I leikriti hverfa af sjálfu sér ýmsir þeir
gerendur sem vilja snúa verkamanni skáld-
sögunnar afleiðis. Þar er P.E. horfinn eins og
dögg fyrir sólu - og í stað hans kominn full-
ur salur af áhorfendum. Sjónleik er jafn
þraungur stakkur skorinn í geimnum og
taflborði eða prentaðri krossgátu. Það er
ekkert pláss umfram á leiksviðinu að skilja
eftir aukadót sem höfundurinn kynna að
hafa meðferðis. 1 miðri skáldsögu getur höf-
undurinn alt í einu byrjað ritgerð eða farið
að halda ræðu um sjálfvalið efni, og aungan
sakar, nema lesandinn verður þúngur yfir
höfðinu, leggur frá sér bókina og fer að lúra.
Einhverntíma þegar hann er betur fýrirkall-
aður grípur hann kanski til hennar aftur þó
þetta sé áreiðanlega heldur vond bók. í leik-
riti geta leiðindi af þessu tagi orðið til að æsa
múg gegn höfundinum.
Leingd leikrits er sömuleiðis harður hús-
bóndi. Höfundurinn verður ekki aðeins að
binda sig við heim sem svo er smækkaður að
hann tilheyrir í rauninni smásjánni, og svo
skríngilegur í laginu að það er helst hægt að
kalla hann ferhyrníng með þremur hliðum
og óendanleikinn liggur í þeirri fjórðu, sem
áhorfendur mynda; og þetta heimskríli á sér
ekki leingri ævi en þeim orðafjölda nemur
sem hægt er að segja fram á tilteknum
kvöldsparti. Fari höfundurinn frammúr
þessum tíma með því að láta leikendur sína
mæla þúsund orðum of mart, þá má hann
prísa sig sælan ef áheyrendur fara að draga
ýsur í sætum sínum - í stað þess að byrja að
pfpa. Hafi höfundurinn gleymt eða kanski
aldrei vitað glögt um hvað leikrit hans var,
og þessvegna fundist hann yrði að herða
spennuna með því að hagnýta sér einhver
nýorðin heimstíðindi, þá er vísast að hann
uppgötvi að hér er einmitt sá staður þar sem
aðkallandi heimsmál sæta ekki leingur tíð-
indum. Jafnvel í passlega vondri skáldsögu
gæti það hjálpað höfundi yfir ófæru að bæta
inn einhverjum gáfulegum hugleiðíngum
um veðurlag eða velorðaðri útmálun á
landslagi; ellegar að breyttu breytanda upp-
talníngu á snyrtilyfjabuðkum og með-
alaglösum sem standa uppá hillu í baðher-
berginu hjá honum, eins og amríski rithöf-
undrinn Salinger gerir; en ekkert af þessu
dugir leikritahöfundi. Öðru nær, það mundi
fara með hann. Meira að segja tilsvar fult af
samþjöppuðu mannviti getur orðið til að
veikja leikinn hættulega, standi það ekki í
réttum rökteingslum við grundvallarhug-
mynd verksins. Sérhvert orð sem heldur ekki
í við samsvarandi verknað í leikriti, hvert
Framhald á bls. 27
3