Leikhúsmál - 01.06.1998, Qupperneq 25
LEIKHÚSMÁL
Stoppleikhópurinn
SkiptistöSin (Hinrik Ólafsson, Katrín Þorkelsdóttir, Dofri Hermannsson, Eggert Kaaber)
Umferbarleikritib Stopp
Stoppleikhópurinn er atvinnuleikhópur sem
var stofnaður í nóvember 1995 og er mark-
mið hans að flytja leiksýningar sem tengjast
hvers konar fræðslu og forvarnarstarfi. Frá
þeim tíma hefur hópurinn ffumsýnt þrjú ný
íslensk verk: Umferðarleikritið Stopp eftir
hópinn, Skiptistöðina eftir Valgeir Skagfjörð
og nýjasta verkið Á-Kafi einnig eftir Valgeir
Skagfjörð en það var frumsýnt síðastliðið
haust í Bolungarvík.
Leiksýningarnar sem eru blanda af fróð-
leik og skemmtun hafa verið sýndar í skól-
um landsins og var boðið upp á umræður
um efni og boðskap verkanna að sýningu
lokinni. Gaman er að geta þess að viðbrögð
og viðtökur á þessum leikritum hafa verið
góðar og ekki hefur verið hægt að anna allri
eftirspurn en Stoppleikhópurinn hefur farið
um allt land með leiksýningarnar.
Umferðarleikritið Stopp
Fyrsta leikritið var unnið upp úr spuna-
vinnu leikhópsins en áður höfðu Eggert
Kaaber og Gunnar Gunnsteinsson mótað
grind fyrir verkið þar sem þrír krakkar og
eitt slys komu við sögu. Með hlutverk fóru
Dofri Hermannsson, Hinrik Ólafsson og
Katrín Þorkelsdóttir. Tónlist samdi Valgeir
Skagfjörð, söngtextar voru eftir Jón Stefán
Kristjánsson, leikmynd og búninga hannaði
hópurinn, handrit upp úr spunavinnu skrif-
aði Gunnar Gunnsteinsson og leikstjóri var
Eggert Kaaber. Sýningar voru 60 talsins, en
sýnt var fyrir 4. og 5. bekk grunnskóla lands-
ins. Sjónvarpsþættir voru svo unnir upp úr
leikritinu í samvinnu við Umferðarráð og
sýndir í Ríkissjónvarpinu og Stöð tvö. Frum-
sýning var 1. febrúar í Seljaskóla í Reykjavík.
Skiptistöðin
I beinu framhaldi af velgengni umferðar-
leikritsins var síðan ákveðið að fara af stað í
næsta verkefni þar sem efniviðurinn var eitt
viðkvæmasta og eldfimasta mál okkar daga,
eiturlyf. í leikritinu er fjallað um fjóra ung-
linga sem lokast hafa fyrir tilvilviljun inni á
skiptistöð yfir nótt. Meðan þau dvelja þar
deila þeir saman reynslu sinni af fíkniefnum,
ofbeldi og ástinni.
Valgeir Skagfjörð var fenginn til að skrifa
leikrit um efnið en Þórarinn Eyfjörð til að
leikstýra. Leikarar voru Dofri Hermannsson,
Eggert Kaaber, Hinrik Ólafsson og Katrín
Þorkelsdóttir. Leikmynd hönnuðu Þorvald-
ur Böðvar Jónsson og Þórarinn Eyfjörð,
búninga gerði hópurinn, förðun vann Anna
Toher og hljóðmynd gerðu Baldur Björns-
son, Kári Þór Arnþórsson og Þórarinn Ey-
fjörð. Ýmsir aðilar tengdir viðfangsefninu
aðstoðuðu hópinn, t.a.m. Krýsuvíkursam-
tökin, SÁÁ og síðast en ekki síst óvirkur fík-
ill sem kom inn í umræðuna eftir leiksýn-
ingar og sagði sína sögu.
Sýningar urðu sjötíu talsins en sýnt var í
grunnskólum landsins fyrir 8., 9., 10. bekk
og 1. og 2. bekk framhaldsskóla. Frumsýnt
var 5. nóvember 1996 í ölduselsskóla í
Reykjavík.
Á-Kafi
Hugmyndin að þriðja leikverkinu, sem er
tóbaksvarnarleikrit, kviknaði hjá Krabba-
meinsfélaginu og buðu þeir síðan Stoppleik-
hópnum að gera leikrit um skaðsemi tó-
baksins. Tóbaksvarnarnefnd kom síðan inn í
myndina og er þetta samvinnuverkefni þess-
ara þriggja aðila. Leikritið er byggt á hug-
myndum hópsins úr hinu daglega lífi, en þar
er brugðið upp smámyndum úr lífi reyk-
ingafólks í gleði og sorg, þar sem m.a. ung-
lingar og fullorðnir fá háðulega útreið. í
leikritinu koma fjórtán persónur við sögu,
en tveir leikarar fara með öll hlutverldn, það
eru þau Eggert Kaaber og Katrín Þorkels-
dótttir. Valgeir Skagfjörð samdi tónlist, skrif-
aði handrit og leikstýrði, en leikmynd og
búninga hannaði hópurinn. Að loknum
sýningum í grunnskólunum fá kennarar
viðkomandi belckja umræðupunkta til að
fylgja efninu eftir í hverri bekkjardeild og er
þannig stuðlað að aukinni umræðu um
skaðsemi tóbaksreykinga. Leikritið var
frumsýnt 15. september 1997 í grunnskólan-
um í Bolungarvík og eru 90 sýningar að baki
þegar þetta er ritað. Leiksýningin er ætluð
unglingadeildum grunnskólans.
Stoppleikhópurinn, Eggert Kaaber
25