Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 23

Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 23
LEIKHUSMAL Tvö leikhússögurit Vert er að minna leikhúsfólk á þau tvö fræðirit sem komu út síðastliðið haust. Það heyrir til tíðinda að tvö rit sprottin úr ís- lenskri leiklistarsögu líti dagsins ljós á sama árinu, bæði mikil að vöxtum og fjalla hvort með sínum hætti um merk efni. Mál og menning gefur báðar bækurnar út. Annars vegar er um að ræða Leyndarmál frú Stefaníu eftir Jón Viðar Jónsson. Það fjallar um Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu, samtíð hennar og reykvískt aldamótaleik- hús. Jón Viðar samdi doktorsritgerð, sem hann varði við Stokkhólmsháskóla 16. janú- ar 1996, um sama efni: Geniet och vág- visaren. Om den islándska skádespelerskan Stefanía Guðmundsdóttir (1876-1926) och författaren och regissören Einar H. Kvaran (1859-1938). í þessu nýja riti fjallar hann um efnið á aðgengilegri hátt fyrir almennan lesanda, leikhúsfólk sem og aðra. Frú Stefanía naut ómældrar virðingar samtímans, glæsileg leikkona og merkur brautryðjandi. Eins og skáldið Einar H. Kvaran komst að orði: Hún var vorið (í ís- lenskri leiklist). Annað rit sem einnig kom út nú fyrir jólin er Leikfélag Reykjavíkur: Aldarsaga eftir sagn- fræðingana Þórunni Valdimarsdóttur, sem skrifar fyrrihluta sögunnar, og Eggert Þór Bernhardsson sem skrifar seinnihluta sögu félagsins. Stofnun Leikfélagsins og fyrstu ár þess eru forleikur að reglulegu atvinnuleik- húsi á Islandi. Saga þessa félags markast nokkuð jafnt af velgengni og mótbyr og líf þess hefur stundum hangið á bláþræði. Leikhúsfólk sem vill láta sig varða sögu íslensks leikhúss ætti að eignast þessa bók, en hún er prýdd miklum fjölda mynda og Leikmyndin í Ævintýri á gönguför eflir Hoslrup vakli óskipla alhygli áhorfenda árió 1952, þeir höfðu aldrei séð viólíka skóg, en Gunnar R. Hansen var nákunnugur umhverfinu þar sem leikurinn gerisl. Á sviðinu standa frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Elín Ingvarsdóttir, Elín Júlíusdóttir, Árni Tryggvason, Ragnhildur Steingrímsdóttir, Gísli HaHdórsson og Steindór Hjörleifsson. auk þess fylgir henni ítarleg skrá, sem hægt er að fá á tölvudiski, um verk, flytjendur og hvaðeina sem leiksýningar félagsins varðar frá upphafi fram að hundrað ára afmælinu í fyrra. Þessa skrá vann Sigurður Karlsson leikari og studdist m.a. við eldri skrár Lárus- ar Sigurbjörnssonar. Slíkar skrár eru ómet- anlegar leikhúsmönnum og öðrum sem eitt- hvað þurfa að grúska í fortíðinni. 23

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.