Leikhúsmál - 01.06.1998, Blaðsíða 7
LEIKHÚSMÁL
Er leikarinn alltaf að fá ný hlutverk
eða verður hann hlutverkalaus í framtíðinni?
Sleinn Ármann Magnússon leikari, Bergljót Arnalds leiksljóri og Baldurjóhann Baldursson hljóómeistari i Oz að lalselj
eru fyrsti tölvuleikur sinnar legundar hér á landi.
róunin virðist vera sú, og hefur verið
síðustu áratugina, að starfsvið leikar-
ans er alltaf að stækka. Einu sinni hafði
leikarinn bara leikhúsið (eða sviðið), síðan
kom útvarpið, sjónvarpið, kvikmyndir og
stuttmyndir, þá var farið að talsetja teikni-
myndir og nú hefúr enn einn miðillinn bæst
við en það er margmiðlunarformið.
Margmiðlunarformið býður upp á marga
möguleika eins og nafnið bendir til. Þar er
hægt að nota ritaðan texta, tal, hljóð, tónlist,
ljósmyndir, kvikmyndir, teiknaðar myndir,
teiknimyndir, tónlistarmyndbönd og jafnvel
senur og leikrit. Þá getur efnið verið þannig
hannað (forritað) að notandinn geti unnið
það í tölvunni. Margmiðlunarformið hefur
ekki verið nýtt mikið hér á landi og það sem
kannski snýst einna helst að leikurum í dag
varðandi þetta form eru tölvuleikirnir.
Tölvuleikir eru afskaplega misþróaðir eftir
því fyrir hvaða markhóp þeir eru ætlaðir.
Sumir tölvuleikir eru eins og tvívíðar teikni-
myndir þar sem hlutverk leikarans er það eitt
að ljá persónunum rödd. Aðrir tölvuleikir
eru þrívíðir og mjög raunverulegir. Þar getur
ein manneskja verið valin til að gefa fýrir-
mynd að útliti, önnur manneskja til að ljá
persónunni hreyfingar og þriðja manneskjan
gefið henni rödd. Allar þessar þrjár mann-
eskjur, ásamt teiknurum, hönnuði og list-
rænum stjórnanda skapa þessa einu persónu.
En til hvers ættu leikarar að hafa áhuga á
tölvuleikjum, já eða listamenn eða fullorðið
fólk almennt? Eru tölvuleikir ekki hálfgerðar
barnapíur, oft fullir af ofbeldi til að afvega-
leiða komandi kynslóð, framleiddir með það
eitt að markmiði að græða á ungdómnum.
Geta tölvuleikir talist listaverk? Eru þeir ekki
bara hluti af ,lágmenningunni‘ svokölluðu.
Þessi viðhorf virðast oft koma fram í um-
ja lölvubókina um slafakarlana en „Slafakarlarnir"
ræðunni um tölvuleiki. En tölvuleikir og
margmiðlunarformið bjóða upp á margt
fleira en skaðlega barnapössun.
Oft er talað um að leiklistin sameini
margar listgreinar. Þ.e. leiklist, tónlist,
myndlist, ritlist o.s.frv. Allar þessar listgrein-
ar er einnig hægt að sameina með marg-
miðlunarforminu og ekki nóg með það, nú
er áhorfandinn (notandinn) beinn þátttak-
andi og getur haft áhrif á það sem gerist.
Slíka gagnvirkni er einstaka sinnum hægt að
finna í leikhúsi. 1 barnaleikritum talar leikar-
inn oft beint til krakkanna og lætur þau
hjálpa sér. Það felur í sér gagnvirkni án þess
þó að áhorfendur nái að hafa áhrif á sjálfa
atburðarásina. Aftur á móti í leikritinu Hár
og hitt ákveða áhorfendur sjálfir hver sé
morðinginn og þar hafa þeir áhrif á at-
burðarásina (þó innan ákveðins ramma).
Leikritið er því gagnvirkt.
7