Leikhúsmál - 01.06.1998, Side 27
um. Konur komu þó tæpast nálægt leikhúsi
öðruvísi en sem áhorfendur fyrr en komið
var fram á sautjándu öld, en til þess tíma
höfðu ungir, fínlegir drengir farið með hlut-
verk kvenna og þóttu sumir sannfærandi. Á
hinn bóginn hefur það færst í vöxt, á síðustu
tveim öldum, að konur tækju að sér karl-
hlutverk, þótt aldrei hafi það beinlínis orðið
algengt. Karlmenn hafa alltaf annað slagið
komið fram í ,drag‘ (framborið: dragg),
meira að segja hér uppi á íslandi. Við gætum
því sem hægast tekið þetta orð upp á okkar
íslensku arma með réttu og kallað umskipt-
ingauppákomur þessar ,drag‘ (með einu g-i)
vegna þess að heitið er tilkomið af þeirri
ástæðu að búningur karlmanna (pils eða
kjólar) áttu til að ,dragast‘ eftir gólfinu. Því
gætu íslenskir karlmenn sem hyggjast troða
upp í kvenmannsfötum sagt að þeir ætli
(sér) að ,dragast‘ (eða jafnvel að ,dragnast‘).
Að þeim upptroðslum frátöldum þar sem
karlkyns atvinnu-klæðskiptingar gamna sér
við að koma fram og dragnast fyrir áhorf-
endur í einkaklúbbum, hefur lengi verið
sterk hefð fyrir því á Bretlandseyjum að setja
upp í kringum fæðingarhátíð frelsarans svo-
kallaðar ,pantomime‘-leiksýningar. ,Panto-
mime‘ breska leikhússins á þó lítið sem
ekkert skylt við ,mímu‘, mæm eða látbragðs-
leik, eins og við hér heima þekkjum í dag,
heldur eru þekkt ævintýri á borð við Ösku-
busku eða Jóa og baunagrasið tekin og um-
skrifuð alveg sérstaklega í kómískum til-
gangi og með það fyrir augum að vinsælir
karlkyns gamanleikarar fái notið sín í helstu
kvenhlutverkunum (á borð við vondu stjúp-
una í Öskubusku) en leikkonur fari með
karlhlutverkin (sbr. prinsinn í Öskubusku
o.fl.). Frá því að ævintýraleikurinn um Pétur
Pan kom úr penna J.M. Barrie laust upp úr
síðustu aldamótum, hafa nokkrar helstu
leikkonur Breta á þessari öld spreytt sig á að
túlka drenginn með æskukomplexinn. Er-
lendis hafa á síðustu árum tíðkast uppfærsl-
ur á sígildum verkum þar sem öll hlutverk
hafa verið leikin af körlum en sú hefð hefur
einnig lengi átt upp á pallborðið að konur
glímdu við karlhlutverk, t.d. Hamlet, sam-
anber fyrrnefnda Söru Bernardt, sem túlkaði
danska prinsinn við misjafnar undirtektir. Á
átjándu og nítjándu öld voru til leikkonur
sem lögðu sérstaklega fýrir sig túlkun
þekktra karlhlutverka. Vinsældir þessa siðar
er talið af sumum að rekja megi til þess hve
mjög karlmenn fysti að fá að sjá fótleggi
kvenna (í tilfelli Söru Bernardt hefðu þeir þó
tæpast komið auga á nema einn fót). Það
skýrir hins vegar ekki af hverju konur eru
ævinlega í meirihluta áhorfenda á leiksýn-
ingum, né heldur af hverju kvenfólk sækir
það af meira kappi en karlar að fá að starfa
að leiklist. Þetta er einnig íhugunarvert í ljósi
þeirrar aldagömlu staðreyndar að úrval
kvenhlutverka er miklu minna en karlhlut-
verka. Meðal frægra hlutverka sem konur
túlkuðu áður fýrr í leikhúsum meginlands-
ins og á Bretlandi voru t.d. Macheath
kapteinn í Betlaraóperu John Gay og hinn
veikgeðja Róderígó í Öþelló eftir Shake-
speare. Auk þess er hefð fýrir hinu sama í
uppfærslum á ýmsum óperum og óperett-
um og ættu íslenskir óperettuunnendur
a.m.k. að kannast við prinsinn í Leðurblöku
Strauss en hlutverk hans er ævinlega sungið
og leikið af söngkonu.
Hér á landi eru til dæmi um ámóta hefðir,
t.d. þar sem skólapiltar Herranætur Lærða-
skólans á síðustu öld og öldinni þar á undan
fóru jöfnum höndum með hlutverk karla og
kvenna, m.a. í Útilegumönnum Matthíasar
Jochumssonar. Síðar meir fór sama verk á
íjalirnar hjá Leikfélagi Reykjavíkur undir
nýjum titli sem Skugga-Sveinn og skapaðist
þá strax sú hefð að Grasa-Gudda væri leikin
af karli og Gvendur smali af konu. - Ertu nú
ánægð kerling?
Halldór Laxness
Framhald afbls. 3
orð sem skortir efnislega baktryggíngu, vek-
ur hjá áhorfandanum svipuð áhrif og ávísun
sem ekki er innstæða fyrir í bánkanum. Þeg-
ar verið er að semja skáldsögu þá er holt að
hafa símagjaldskrána til Falklandseyja sér til
leiðbeiníngar. Óttinn við að þurfa að greiða
undir hvert orð eftir gjaldskrá mundi forða
mörgum höfundi frá málaleingíngum. Ef
verið er lángt í burtu frá eyjunum þá er ekki
vert að fjölyrða um veðurlag og helst sleppa
skýafari með öllu, svo og sólsetrum og dögg
á blómum. Leikrit krefst enn meiri sjálfsaf-
neitunar í orðafari en skáldsaga, af því sér-
hvert orð stendur í ábyrgð fyrir veruleik þess
sem gerist á sviðinu; ef ekki, standa orðin í
ábyrgð fyrir aungu, og leikritið er útí blá-
inn.“
Leikhúsfólk kveður Halldór Laxness með
djúpri virðingu og þökk. Hann skilur eftir
auð sem þjóðin mun löngum búa að og ef-
laust verður uppspretta nýrra verka á mörg-
um sviðum.
Jón Hjartarson
Frumvarp til leiklistarlaga
Framhald afbls. 11
ar úr. Félögin halda uppi öflugu starfi sem
lengi hefur notið stuðnings ríkis og sveitar-
félaga. Það er að mati FlL grundvallaratriði
að Bandalag íslenskra leikfélaga eigi sinn
sess í leiklistarlögum og að fjárframlög ríkis-
LEIKHÚSMÁL
ins taki bæði til skrifstofu þess og til stuðn-
ings vegna starfsemi einstakra félaga.
4) Islenski dansflokkurinn er ein þeirra
stofnana sem nú nýtur reglulegra framlaga
úr ríkissjóði. Flokkurinn er eina stofnunin
sem reglubundið heldur uppi listdanssýn-
ingum hér á landi og eini atvinnuhópurinn
á því sviði. Flokkurinn hafði á sínum tíma
aðsetur í Þjóðleilchúsinu og var hluti af leik-
húsinu, fjárhagslega og skipulagslega. Nú er
flokkurinn sjálfstæð stofnun með aðsetur í
Borgarleikhúsinu. Islenski dansflokkurinn á
að mati FlL að eiga sinn sess í leiklistarlög-
um.
5) íslenska óperan er sá aðili hér á landi
sem einn hefur reglubundið sinnt óperu-
flutningi síðustu ár. Það er vísast að út frá
þeirri starfsemi muni óperuflutningur á Is-
landi þróast. Löggjafinn á að mati FÍL ekki
að leiða hjá sér þá þróun heldur staðfesta
stuðning við þetta brautryðjendastarf í leik-
listarlögum.
6) Um Leiklistarsamband íslands er fjall-
að sérstaklega í þessari umsögn FlL hér að
neðan. FÍL fagnar ákvæðum 16. gr. í frum-
varpinu um heimild til menntamálaráð-
herra og fjármálaráðherra um að gera samn-
inga fýrir hönd ríkissjóðs við rekstaraðila at-
vinnuleikhúss og hlutaðeigandi sveitarfélag.
Benda má á að slíkur þríhliðasamningur
sem gerður var milli ríkisins, Akureyrarbæj-
ar og LA hefur reynst mjög vel.
Hvað varðar 17. gr. frumvarpsins leggur
FlL til að leiklistarráð verði lagt niður í
þeirri mynd sem það hefur verið, en 5
manna stjórn Leiklistarsambands Islands
falið að annast þau erindi sem m.a. berast frá
menntamálaráðuneytinu. Varðandi tillögur
til menntamálaráðuneytisins um úthlutun
fjár til stuðnings atvinnuleikhópum leggur
FlL til að fulltrúaráð LSl tilnefni 3 fulltrúa í
þá nefnd.
Tillaga FlL að 17. gr. hljóði því svo:
„Fulltrúaráð Leiklistarsambands íslands
tilnefni þriggja manna nefnd sem hefur
það hlutverk að gera tillögu til mennta-
málaráðuneytisins um úthlutun fjár sem
veitt er í fjárlögum til stuðnings atvinnu-
leikhóps, sbr. 15. gr.
Fimm manna stjórn LSÍ veitir umsögn
um leiklistarerindi sem menntamálaráðu-
neytið vísar til þess og getur einnig að eigin
frumkvæði beint ábendingum og tillögum
til ráðuneytisins um leiklistarmálefni.
Þóknun fulltrúa í LSÍ og annar kostnað-
ur við störf ráðsins greiðist úr rikissjóði.“
Að lokum vill Félag íslenskra leikara óska
eftir því að endanleg gerð þessa frumvarps
verði til þess að auka möguleika á atvinnu-
mennsku í leiklistarmálum, en ekki til þess
að grafa undan atvinnuöryggi leiklistarfólks
í landinu. Ný lög eiga að verða til góðs en
ekki ills.
27