Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 13
LEIKHÚSMÁL
Edda Þórarinsdóttir
Leikarar!
Stöndum saman í talsetningarmálum framtíðarinnar
Formáli
Undanfarin ár hafa leikarar haft töluverða
atvinnu af talsetningu barnaefnis og hefur
FÍL lengi barist íyrir réttindum þeirra vegna
endursýninga á talsettu efni og hefur félagið
ekki verið tilbúið til að semja um sölu á
þeim í eitt skipti fyrir öll.
Fyrsti raunverulegi samningurinn um tal-
setningar var gerður við Stöð 2 árið 1989 og
eru réttindi leikara í þeim samningi þau að
Stöðin hefur aðeins rétt til þriggja sýninga,
og ef þörf er á fleiri sýningum verður að
semja um það sérstaklega.
Árið 1997 gerði FlL svo samning við Rík-
issjónvarpið þar sem er kafli um talsetningar
en þar segir að sjónvarpið hafi rétt til þriggja
sýninga á fimm árum.
I þeirri talsetningarflóru sem við búum
við nú, hefur þeim aðilum
fjölgað sem talsetja barna-
efni, ýmist fyrir sjónvarp,
kvikmyndir eða mynd-
bönd. Þessir aðilar hafa
flestir búið til einhliða
gjaldskrá fyrir leikara þar
sem allur réttur er seldur
og leikarar skrifað undir
slíka samninga.
Þróunin hefur því orðið
sú að t.d. Stöð 2 er nánast
hætt að talsetja sjálf, en
kaupir á lægra verði talsett
barnaefni frá öðrum aðil-
um og þar eru engar höml-
ur á endursýningum þar
sem allur réttur er seldur.
FÍL hefur nýverið átt
nokkra fundi með þeim
Stöðvar 2-mönnum, þar
sem rætt hefur verið um
gerð nýs samnings, og von-
um við að viðræðurnar við
þá verði árangursríkar og
skili okkur góðum samn-
ingi.
Ef lending næst við höfn
Stöðvar 2, munum við
freista þess að ná samskon-
ar lendingu í Efstaleitinu
um talsetningar í samningi FlL og RÚV.
Eftirmáli
Ef þetta gengur effir verðum við að treysta
því að félagar FÍL standi saman og noti þann
samning sem gjaldskrá gagnvart öðrum að-
ilum á talsetningarmarkaðnum.
Ef þróunin verður sú að við viljum selja
allan rétt í eitt skipti fýrir öll megum við
ekki gefa hann heldur selja hann góðu verði.
Að lokum má geta þess til ffóðleiks að FlL
náði nokkuð góðum samningi við Disney
ekki alls fyrir löngu. Sambíóin höfðu gefið
út barnaefni á myndböndum sem Stöð 2
hafði talsett á sínum tíma. Þarna var því far-
ið út fyrir samning FlL og Stöðvar 2 um þrjá
sýningarrétti og varð FlL að sjá til þess að
réttur leikarans væri ekki fyrir borð borinn.
Hófust svo samningaviðræður við fulltrúa
Disney í Kaupmannahöfn og París. Það kom
okkur hjá FÍL þægilega á óvart hversu gott
var að eiga við þá samstarf og að allt hefur
staðist upp á punkt og prik.
Meðal nýrra félaga FIL eru nemendur sem útskrifuð-
ust síðasta ár úr Leiklistarskóla Islands: Strákarnir:
Halldór, Atli Rafn, Gunnar og Baldur Trausti.
Stelpurnar: Katla M. Þorgeirsdóttir, Inga Maria,
Þrúður og Hildigunnur.
Fundur um réttindi listamanna
I lok apríl nk. verður haldinn á íslandi
tveggja daga fundur Norræna leikararáðsins,
en ráðið hittist að jafnaði tvisvar á ári og vill
svo skemmtilega til að um þessar mundir er
formaður FlL einnig formaður Norræna
leikararáðsins.
Á þennan fund mæta m.a. þau Katherine
Sand framkvæmdastjóri FIA (Alþjóðasam-
taka leikara) og Björn Höberg Petersen lög-
maður FIA og Danska leikarafélagsins.
Björn er reyndar íslendingur að þremur
fjórðu og talar „barna-íslensku“ eins og
hann orðar það sjálfur.
I kjölfar fundarins í Norræna leikararáð-
inu munu þau Katherine og Björn að öllum
líkindum halda fund með FlL og jafnvel
Bandalagi íslenskra listamanna um réttinda-
mál listamanna. Þessi fundur getur vissulega
orðið forvitnilegur og mælir FlL með því að
listamenn fjölmenni þar þegar þar að kem-
ur.
Sautján nýir FÍL-félagar
Á einu ári hafa óvenjumargir gengið í
Félag íslenskra leikara, en milli aðal-
funda 1997 og 98 (sem haldinn var
23. mars) sóttu 17 listamenn um inn-
göngu og var umsókn þeirra samþykkt í
samræmi við lög FlL. Þetta eru leikar-
arnir:
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Atli Rafn
Sigurðsson, Baldur Trausti Hreinsson,
Gunnar Hansson. Halldór Gylfason,
Hákon Leifsson, Hildigunnur Þráins-
dóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir, Inga
María Valdimarsdóttir, Ingibjörg
Stefánsdóttir, Linda Sif Þorláksdóttir,
Róbert Snorrason, Tristan Elizabeth
Gribbin og Þrúður Vilhjálmsdóttir;
einn dansari: Sveinbjörg Þórhallsdóttir;
einn söngvari: Þórunn Stefánsdóttir, og
leikmynda- og búningahönnuðurinn
Áslaug Leifsdóttir.
13