Leikhúsmál - 01.06.1998, Qupperneq 15
LEIKHÚSMÁL
Jón Hjartarson
Fallegt að leyfa sér að vera Ijótur
Viðtal við Katrínu Hall
Katrín Hall, listdansstjóri Islenska dans-
flokksins stóð í ströngu þegar Leikhús-
mál áttu við hana tal í byrjun febrúar.
Hún var nýkomin af norrænu þingi í Kaup-
mannahöfn þar sem hún flutti fýrirlestur
um dansflokkinn og stöðu danslistar hér á
landi. En höfuðverkefni hennar þessa febrú-
ardaga var að leggja lokahönd á uppsetningu
flokksins á öðru verkefni vetrarins. Við lit-
um inn á eina af síðustu æfingunum á stóra
sviði Borgarleikhússins. Það vildi svo til að á
þessari æfingu voru einnig nokkrar af þeim
ágætu kvendönsurum sem gerðu garðinn
frægan fyrir fáum árum og ruddu braut því
sem er og verður í íslenskri danslist. Þetta
eru raunar enn ungar konur, komnar til þess
að líta á hvernig arftakarnir standa sig. List-
dansarar byrja ferilinn ungir og eru enn á
besta aldri þegar þeir ljúka honum.
Þau verk sem flokkurinn fékkst við að
þessu sinni gera ákaflega miklar kröfur til
dansaranna. Það er að vísu ekki byrjað með
neinum látum heldur ljóðrænni mýkt í Tví-
stígandi sinnaskiptum sem Ed Wubbe samdi
1986 fýrir sýninguna Stöðugir ferðalangar í
Þjóðleikhúsinu. En leikurinn æsist með
öðru verkefni kvöldsins, Curver eða Iðu eff ir
Bretann Richard Wherlock. Verkið er gífur-
leg þolraun fyrir dansarana og ögrar mann-
legri hreyfigetu til hins ýtrasta. Kate’s gallery
eða Otlagar eftir Ed Wubbe er síðast á dag-
skránni að þessu sinni. Einnig mjög kröfu-
hart verk um túlkun og tækni. Það er ljóst að
íslenski dansflokkurinn er í mikilli framför
tæknilega: Þvílíkur kraftur, fjaðurmagn og
hraði. - Það er ekki laust við að fari um
þann sem situr í salnum. Ósjálfrátt hríslast
spenntir straumar upp eftir hnjám og baki -
bara við að horfa. Ofboðslegt úthald hefur
þetta fólk - og kraft!
Eftir æfingu setjumst við inn á kontór list-
dansstjórans í kjallara Borgarleikhússins þar
sem Islenski dansflokkurinn hefur nú komið
sér fyrir.
Katrín vakti athygli sem norræn Yerma i sýningu
Tanz-Forum hjá Borgaróperu Kölnar. - Flokkurinn lór
í leikferó með sýninguna, meðal annars til Spánar.
En verkib sem sýningin er byggð á er eftir spænska
skáldið góðkunna F.G. Lorca. Á þessu ári heiðra
Spánverjar og raunar aðdáendur víða um heim
minningu skáldsins, en hundrað ár eru nú frá fæð-
ingu þess.
14
LEIKHUSMAL
Efri röð f. v.: David Greenhall, Katrin, Arvo Part, Lára Stefánsdóttir, Guðmundur Helgason, Birgitta Heide,
Cameron Corbett, Jóhann Freyr Björgvinsson. Fremri röð: Júlía Gold, Katrín Á. Johnson, Sigrún Guðmunds-
dóttir.
Vorum úr samhengi
- Við höfúm þrjá sali hérna niðri þar sem
eru búningsherbergi karla og kvenna, skrif-
stofa listdansstjóra og framkvæmdastjóra og
svo höfum við miðrýmið hér í kjallaranum
og fundarherbergi höfum við aðgang að,
ásamt Leikfélaginu. Þetta er fín aðstaða, ekki
flennistór og enginn lúxus, en dansararnir
og þetta fólk sem vinnur við ballettinn hefur
ekki vanist honum í gegnum árin.
Uppi á fjórðu hæð er svo ballettsalurinn,
eitthvað um 200 fermetrar, töluvert stærri en
sá sem við höfðum á Engjateignum, mjög
gott rými og ákaflega bjart. Ég er mjög sátt
við að vera komin hingað, mér finnst eins og
við séum komin meðal manna. Við vorum
út úr öllu samhengi þarna inni á Engjateign-
um, það vissi enginn af okkur.
- Þið hafið verið fljót að koma ykkur fyrir.
- Framkvæmdir tóku náttúrlega dálítinn
tíma, einkum við salinn uppi, þrjá mánuði
eða svo. En við fluttum inn formlega 27.
október sl. og byrjuðum að æfa Trúlofun í St.
Dómingó á stóra sviðinu. Reynslan af þessu
sambýli hefur verið mjög góð þennan tíma.
Það er svo mikilsvert fýrir flokkinn að vera
aftur kominn inn í Ieikhús. Það er líka ómet-
anlegt að hafa fast aðsetur fyrir sýningar. Við
vorum að sýna hér og hvar um bæinn. Fólk
vissi ekki hvar Islenska dansflokkinn væri að
finna. Nú verðum við með flestar okkar sýn-
ingar hér.
- Og hvernig hefur sambúðin við leikhús-
ið gengið?
- Okkur hefur verið tekið mjög vel. Auð-
vitað gætti ákveðinnar tortryggni gagnvart
okkur fyrst í stað og það eru - eðlilega -
ákveðin átök hér, til dæmis um notkun á
sviðinu til æfinga og sýninga, en þetta hefur
gengið bærilega fram að þessu. Óskandi væri
svo í framtíðinni að haldnir verði reglulegir
fundir þar sem farið yrði yfir stöðu mála og
samskiptin innan leikhússins rædd. - Við
erum, svo maður nefni nauðapraktískt at-
riði, ákaflega lukkuleg að hafa aðgang að
mötuneyti. Það er ekki lítils virði fyrir dans-
ara að fá heitan mat í hádeginu. Inni á
Engjateig urðum við að hlaupa út í Blómaval
eftir samlokum.
- Er þá ekki orðið talsvert kapphlaup um
notkun á stóra sviði leikhússins?
- Mér finnst það skrýtið í þessari umræðu
allri um Borgarleikhúsið, þar sem tönnlast er
á að húsið sé ekki nógu vel nýtt, að fólk virð-
ist einhvern veginn ekki hafa áttað sig á því
ennþá að Islenski dansflokkurinn er fluttur
hingað inn. Ég held að þetta leikhús sé betur
nýtt en flest menningarsetur borgarinnar.
- Þið voruð í nánum tengslum við Ballett-
skólann á Engjateignum, hafa þau tengsl
rofnað með flutningunum?
- Þetta eru tvær aðskildar stofnanir í
rekstri, fjárhagslega sjálfstæðar. En sem bet-
ur fer eru mikil tengsl þarna á milli. Dansar-
ar úr flokknum kenna við skólann og mér
finnst það af hinu góða. Það er mikilvægt að
halda lifandi sambandi milli dansflokksins
og skólans.
Katrín Hall
Hún er fædd í Reykjavík 1964, hóf ball-
ettnám hjá Eddu Scheving, fór í List-
dansskóla Þjóðleikhússins níu ára, lauk
stúdentsprófi frá MR 1984. Hún hefur
sótt námskeið hjá David Howard í New
York, Palucca Schule í Dresden og við
Academy í Köln.
Hún tók þátt í sýningum Islenska
dansflokksins frá 1977 og varð fastur
dansari hjá flokknum frá 1982 til 88 en
þá bauðst henni að gerast sólódansari
við Tanz-Forum í Köln. Og þar dansaði
hún átta ár, auk þess að taka þátt í sýn-
ingarferðum flokksins. I vetur leið var
hún sérstakur gestadansari hjá flokkn-
um, en jafnframt tók hún við stjórn Is-
lenska dansflokksins sem kunnugt er.
I grein sem Jochen Ulrich, stjórnandi
Tanz-Forum, skrifar um Katrínu í pró-
gramm íslenska dansflokksins í febrúar
í fyrra segir hann meðal annars:
„Við sýndum Yermu eftir Lorca í
Gran Teatro del Liceu árið 1993 í
Barcelona fýrir 3500 áhorfendur. Við
það að vera vitni að hvernig Katrín sam-
samaði sig þjáningarfullri ástarþörf
Yermu, með því að losa um allar höml-
ur, brustu áhorfendur á frumsýningar-
kvöldinu í grát og gangrýnendur
skrifuðu stórar fyrirsagnir um hina ljós-
hærðu, norrænu Yermu. Þrátt fyrir hin
sterku suður-spænsku einkenni verks-
ins, gerði túlkun Katrínar öllum ljóst að
leit kvenna eftir ást í lífinu er alstaðar sú
sama.“
Vistaskipti á réttum tíma
- Tölum um sjálfa þig, þú varst úti í Köln í
Þýskalandi í átta ár með þessum fræga dans-
flokki, Tanz-Forum. Viðbrigðin við að koma
aftur heim eru væntanlega mikil?
15