Leikhúsmál - 01.06.1998, Side 28

Leikhúsmál - 01.06.1998, Side 28
LEIKHÚSMÁL Heimsráðstefna um stöðu listamanna Lokayf irlýsing 1. Við, listamenn, höfimdar og flytjendur frá öllum heimshornum, sem komum saman dagana 16. til 20. júní 1997 á veg- um UNESCO og samstarfsaðila stofnun- arinnar til heimsráðstefnu um fram- kvæmd tilmæla um stöðu listamanna, áréttum nú þegar þriðja árþúsundið nálgast að listræn sköpun er menningar- arfur framtíðarinnar. 2. Við leggjum á það sérstaka áherslu að sköpunargáfan er sérstakur hæfileiki sem rekur styrk sinn og frumleika til lista- mannsins og því er mikilvægt að stuðla að því að hæfileikar hvers og eins komi fram og njóti sín sem tjáning á grund- vallarmannfrelsi. 3. Við viðurkennum einnig að með tilliti til þeirra breytinga sem eiga sér stað effir því sem þjóðfélög nútímans þróast er listræn sköpun ómissandi þáttur í að varðveita sjálfsvitund með þjóðum og stuðla að skoðanaskiptum þeirra í milli. 4. Okkur er því fyllilega ljóst hversu margt listir og listamenn hafa fram að bjóða til þess að auðga mannlífið, stuðla að ffam- þróun þjóðfélagsins og auka umburðar- lyndi, réttlæti og ffið í heiminum. 5. Þess vegna lýsum við því yfir að hvatning til listrænnar sköpunar, verndun lista- verka og stuðningur við listastarf skal jafnan byggjast á virðingu fyrir mann- réttindum og á þeirri viðleitni jarðarbúa að öðlast lífsfyllingu, jafnt hver fyrir sig sem í sameiningu. 6. Að því er tekur til stefnunnar sem nú er fylgt fögnum við því framtaki tiltekinna ríkja að setja gott eftirdæmi með því að grípa til ráðstafana á sviði stjórnskipun- arlaga, löggjafar og stjórnsýslufyrirmæla í anda tilmæla UNESCO um stöðu lista- manna (1980), aukinni ábyrgð sveitar- stjórna í mörgum löndum og samstarfi á alþjóðlegum vettvangi, innanlands og í héraði, þótt auka þurfi slíkt samstarf enn frekar. 7. Við erum þess fullviss að listamenn eigi rétt á að taka þátt í mótun og fram- kvæmd menningarstefnu í hverju landi, bæði til þess að fylgjast með breytingum á stöðu sinni og til að taka virkari þátt í ráðgjöf til ríkisstjórna og sveitarstjórna. 8. Til að svo megi verða er einkar mikilvægt að stuðla að uppbyggingu sjálfstæðra stéttarsamtaka og koma á kerfisbundnu samráði og samræmingu þar sem sú til- högun er ekki þegar fyrir hendi. 9. Við lýsum yfir áhyggjum okkar af því að hið opinbera skuli draga úr ffamlögum sínum til listrænnar sköpunar og vekjum athygli stjórnvalda á þeirri áhættu sem því fylgir. 10. Okkur er ljóst að fjölbreytilegri listsköp- un stafar hætta af þeirri tilhneigingu að steypa alla í sama mót hugsunar og menningarstarfs, oft með það fyrir aug- um að ná sem mestum og skjótustum gróða. Fagna ber vaxandi áhuga einka- fýrirtækja á stuðningi við listræna sköp- un, einkum þegar framlag þeirra dregur úr hættunni á að listrænir hæfileikar fái ekki að njóta sín vegna fjárskorts, en við viljum árétta hversu mikilvægt er að haldið sé uppi opinberum stuðningi við listir. 11. Við teljum einnig nauðsynlegt að hlut- verk skapandi fólks í þjóðfélaginu í heild sé viðurkennt. Til að svo megi verða þarf að beita öllum tiltækum ráðum til að auka almennan áhuga á listum og list- rænni sköpun, einkum með fræðslu og upplýsingamiðlun. 12. Kennslu í listum ber að taka upp og þróa á öllum stigum formlegrar og óform- legrar menntunar. Framlag listamanna er ómissandi og verður að skilgreina áætlun um þetta efni í samvinnu við þá. 13. Miðlun upplýsinga í gegnum fjölmiðla er ein helsta aðferðin við að veita öllum aðgang að listum og vekja áhuga á lista- starfi. 14. Með nýrri tækni eiga listamenn hægara um vik að eiga samskipti sín í milli. Með þessari tækni býðst listamönnum við- feðmt svið sem þeir geta kannað með því að nýta hæfileika sína til sköpunar og náms. Jafnframt vekur hún upp spurn- ingar um framtíð ákveðinna listforma og virðingu fyrir rótgrónum reglum. Þess vegna er þörf lagasetningar sem tryggir að listamenn njóti verndar og að lista- verk séu varðveitt óskert. 15. Nútímaþjóðfélag er upplýsingaþjóðfélag og því ber listamönnum að líta til fram- tíðar og leggja drög að nýju samstarfi sem tengir siðfræði, tækni og fagurfræði. Framtíð þjóðfélaga ræðst að miklu leyti af því að listamenn fái að láta til sín heyra og að staða þeirra njóti virðingar. 16. Tilmælin frá 1980 skipta nú meira máli en nokkru sinni fyrr. Með nýja milli- ríkjasamninga að bakhjarli eru þau ómissandi uppspretta innblásturs fyrir ríki og þjóðfélag. 17. Fulltrúar á heimsráðstefnunni hafa því ákveðið að samþykkja eftirtaldar tillögur um bætta ffamkvæmd UNESCO-til- mælanna um stöðu listamanna. Styrkir til liststarfsemi 18.1 hverju ríki ætti að minnsta kosti einn hundraðshluti af heildartölu opinberra útgjalda ár hvert að renna til sköpunar, tjáningar og útbreiðslu á sviði lista. Hvetja þarf einkaaðila, allt frá mikils- háttar stofnunum til smáfýrirtækja, til að efna til styrkja sem komi til viðbótar opinberum styrkjum, einkanlega með það í huga að stuðla að sköpun, tjáningu og útbreiðslu nútímalistar. 19. Þess er óskað að bæði opinberir sjóðir og einkasjóðir bregðist vel við beiðnum frá listamönnum í þróunarlöndum eða löndum sem eru að komast af þróunar- stigi. Einkum er mikilvægt að UNESCO hlutist til um að finna og auglýsa hvar einkasjóðir hafa svigrúm til að styrkja listrænt starf víðs vegar um heim. 20. Besta leiðin til að varðveita frelsi til sköp- unar er að listamenn séu hafðir með í ráðum þegar valin eru verk til styrkveit- ingar. Ýmsar ráðstafanir af því tagi hafa þegar reynst áhrifaríkar; þar á meðal er stofnun nefnda með þátttöku lista- manna úr mörgum greinum og uppsetn- ing ráðgjafarkerfa. 21. Þegar leita þarf fanga um styrki er gagn- legt að koma á fót starfshópum lista- manna, einkum ef um nýsköpun er að ræða. Stofnun smáfyrirtækja á menning- arsviði, þar sem listamenn eru sjálfir stjórnendur, eru aðferð við framleiðslu og útbreiðslu sem rétt er að styðja. Stuðtiingur við listrcena sköpun 22. UNESCO ber að stuðla að því að skipst sé á upplýsingum um reynslu í menningar- málum, svo ljóst megi verða hvaða stefna hefur reynst árangursrík þegar litið er til mismunandi aðstæðna á hverjum stað. 23. Listamenn allra landa skulu hvattir og studdir til að mynda með sér samtök. Stofnanir þeirra skulu fá þann stuðning sem nauðsynlegur er til að þær geti starf- að sjálfstætt og sýnt árangur í starfi. 24. Það er hlutverk UNESCO að stuðla að söfnun og útbreiðslu hvers kyns upplýs- inga sem listamenn geta nýtt sér til að tryggja að þeir njóti starfsfrelsis, með því að vekja athygli á málinu í hverju ríki og leita samstarfs við frjáls félagasamtök. 25. Ekki má líða neina mismunun á grund- 28

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.