Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 20

Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 20
LEIKHÚSMÁL nýju línu í dansi. En það er ekki mikið um störf í flokknum. Þar hefur átt sér stað tals- verð uppstokkun á undanförnum árum, enda starfsævi dansara ekki löng. Það þykir harla gott ef fólk heldur sér við þetta til fertugs. Það má heldur ekki vanmeta reynslu. Ekk- ert kemur í stað hennar. Þó að krafturinn sé mestur hjá kornungu fólki þá kemur annað til með árunum, þroski. Mér fannst þetta skemmtilegra með hverju árinu sem leið. - Hvað gerir fólk fertugt þegar dansferlin- um lýkur, ekki fer fólk á eftirlaun. Það er einhver stuðningur veittur, er ekki svo? - Jú, reyndar en við erum langt að baki til dæmis nágrönnum okkar á Norðurlöndum hvað þau mál áhrærir. Þetta er auðvitað mikið vandamál fyrir dansara og efni í ann- að viðtal ef út í það væri farið. - Hvernig stendur flokkurinn fjárhags- lega? - Það vilja allir alltaf meira. Fjárveiting okkar er fjörutíu milljónir á ári. Þegar ég tók við var halli á flokknum. Við höfum smám saman verið að vinna að því að lagfæra það. En þetta er allt á réttri leið. - Þið hafið ekki leitað eftir framlögum ffá fyrirtækjum. - Lítið hefúr farið fyrir því. En við fengum heiðursstyrk úr menningarsjóði Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis síðastliðið sumar, eina milljón króna. Eins og segir í bréfi sem fylgdi styrknum „er þessi styrkur veittur með virðingu og þökk fyrir frábært framlag dansflokksins til eflingar lista- og menning- arlifi í Reykjavík". - Þessi viðurkenning er okkur ákaflega mikils virði og óskandi væri að fleiri stórfyrirtæki á borð við SPRON styddu okkur með svo rausnarlegum hætti. 1 fyrravor fengum við svo styrk úr Kaleido- scope-áætlun Evrópusambandsins vegna verkefnanna Ein og La Cabina. Þetta var líka dýrmæt viðurkenning á starfsemi dans- flokksins sem var eini aðilinn frá Islandi sem sótti um og fékk styrk. Samhengi við leikhús mikilvœgt - Það hefur tekið sinn tíma að vinna list- dansi sess hér á landi. Áður fyrr var mikið í tísku að skopast að ballettinum, eins og Is- lendingar ættu erfitt með að taka þessa list- grein alvarlega, þetta þótti mikið grín. - Maður hefur oft fundið fyrir þessari af- stöðu, jafnvel á æðstu stöðum. En ég held að viðhorfið sé að breytast. Maður verður að hafa þolinmæði fyrir listræn langtímamark- mið og gæta sín á að missa ekki sjónar á framtíðarsýn sinni, því sem maður trúir á. Maður verður að eiga sér draum. - Og þið sjáið fram á góða daga hér í Borgarleikhúsinu. - Já, við erum mjög sátt við að koma hingað. Samhengið við leikhúsið er mjög mikilvægt. Það er okkur til dæmis mjög mildlvægt að vera inni í kortasýningum leik- hússins. - Var það kannski feill að segja skilið við Þjóðleikhúsið á sínum tíma? - Nei, ég held að það hafi ekki beinlínis verið feill í sjálfu sér. Á vissan hátt held ég það hafi verið nauðsynlegt að slíta þau tengsl og auka sjálfstæði flokksins. Það var engin ánægja með fyrirkomulagið sem þar ríkti. Flokkurinn hafði ekki sérstakan fjárhag. Mörgum þótti rekstur hans of dýr og ballett- inum var því svolítið ýtt út í horn. En um- skipti á borð við þau sem flolckurinn hefur gengið í gegnum taka tíma. Við verðum að hafa þol og eiga okkar markmið. Ég held að það fari best á því að dansflokkurinn sé sjálf- stæð stofnun - en inni í leikhúsi. íslenski dansflokkurinn 25 ára Islenski dansflokkurinn var stofnaður 1. maí 1973 og verður því 25 ára í vor. Með stofnun flokksins skapaðist fyrst tryggur atvinnugrundvöllur fyrir listdansara á Islandi. Undanfari hans var stofnun dansflokks Félags íslenskra listdansara þremur árum áður. En FlLD var brautryðjandi listdans hér á landi, rak skóla um tíma og setti upp ballettsýningar, þar á meðal fyrsta íslenska ballettinn, Eldinn, eftir Sigríði Ármann. Þetta merka félag varð 50 ára í fyrra. I stofnfundargerð þess segir: „Fimmtudaginn 27. mars 1947 komu þær saman frú Ásta Normann, Rigmor Hanson, Ellý Þorláksson, Sigríður Ármann og Sif Þórz, á heimili frú Ástu Normann, Fjölnisvegi 14, í þeim tilgangi að ræða stofnun félags íslenskra listdansara. Var málið rætt nokkra stund og voru fundarkonur allar á eitt sáttar um að íslenskir listdansarar hefðu á undanförnum árum átt erfitt uppdráttar að ýmsu leyti, einkanlega þar sem um litla samvinnu hefði verið að ræða í þessari listgrein. Það var því samþykkt einróma, að stofna félag sem bæri nafnið Félag íslenskra listdansara og var markmið félagsins fyrst og fremst það að gæta sameiginlegra hagsmuna stéttarinnar. í stjórn félagsins voru kosnar: frú Ásta Normann, formaður, frú Sif Þórz, ritari, frk. Sigríður Ármann, gjaldkeri.“ 1 sögulegu samhengi er það skemmtilegt að þetta félag, aflvaki listdans hér á landi, skuli stofnað á heimili Ástu Normann og nánast sjálfgefið að hún yrði fyrsti formaður þess. Ásta er fyrsti íslendingurinn sem menntar sig sérstaklega í listdansi, sigldi korn- ung til Leipzig þeirra erinda árið 1921. Þá hafði hún fengið tilsögn í barna- og sam- kvæmisdönsum hjá leikkonunum Stefaníu Guðmundsdóttur og Guðrúnu Indriða- dóttur, en þær ráku skóla í Iðnó. -1 fróðlegri grein eftir Þórhildi Þorleifsdóttur, núver- andi leikhússtjóra LR, sem birtist í bókinni Konur hvað nú? og ber yfirskriftina „List- sköpun kvenna - íslensk danslist“ segir m.a.: „Það er löng leið frá Iðnó til Leipzig og hvað réð svona djarfri ákvörðun hjá ungri súlku árið 1921 er ekki gott að segja. Hér voru engir atvinnumöguleikar fyrir dansara og ekki gat hún hafa séð mikið af því tagi. En eins og hún segir sjálf, „hana langaði svo óskaplega“. Ásta stofnaði samkvæmis- dansaskóla árið 1922 og listdansskóla árið 1927, en í millitíðinni hafði hún farið til Danmerkur til framhaldsnáms. Hún samdi árum saman dansa í sýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur og víðar þegar á þurfti að halda. Kom m.a. mikið við sögu í hinum frægu revíum sem voru fastur liður í bæjarlífi Reykjavíkur um margra ára skeið. Síðasta verk hennar sem danshöfundar var að semja dansa við vígslusýningu Þjóðleikhússins 1950, Nýársnóttina, eftir Indriða Einarsson.“ Islenski dansflokkurinn heldur meðal annars upp á afmælið með sýningu á Lista- hátíð í vor en hátíðin verður sérstaklega helguð listdansi. Nederlands Dans Teater I og III verða sérstakir gestir á hátíðinni, en íslenski dansflokkurinn mun einnig sýna verk eftir stjórnanda flokks þessa Jiri Kylián á þessari afmælissýningu sinni í júní. Leikhúsmál óska íslenska dansflokknum til hamingju á 25 ára afmælinu með von um gróskuríkt starf í framtíðinni. 20

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.