Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 9

Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 9
LEIKHÚSMÁL Aldarafmæli Brechts Þann 10. febrúar voru liðin 100 ár frá fæðingu þýska rithöfundarins og leik- skáldsins Bertolts Brecht og er þess minnst með ýmsum hætti. Bertolt Brecht var allt í senn afkastamikið ljóðskáld, ieikskáld og leikstjóri. Hér á landi hafa mörg verka hans verið leikin í leikhúsum og í útvarps- leikhúsinu. Einnig hafa verk hans birst á prenti; greinar, ljóð og leikverk. 1 tilefni af- mælisins mun útvarpsleikhúsið flytja nokkur verka hans á árinu auk þess sem hans mun verða minnst á ýmsan hátt í dagskrá útvarps- ins. í Þjóðleikhúsinu verður leikrit hans Kákasíski Krítarhringurinn sýnt á næstunni. Sigurður Skúlason leikari gaf árið 1976 út þýðingar sínar á ljóðum eítir skáldið: Ljóð um leikhús. Sigurður hefur nú yfirfarið þýð- inguna og gert á henni nokkrar breytingar. Bókaútgáfan ein stendur að endurútgáfu þessa ljóðakvers í tilefni afmælisins og er það til sölu í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og fáeinum bókabúðum í Reykjavík. Ljóð um leikhús fjalla eins og nafnið bend- ir til um leikhúsið og hinar ýmsu greinar þess. Þar koma skýrt fram ýmsar af hug- myndum og kenningum Brechts um lífið og listina. Ljóðin eru úr kvæðabálki hans Gedichte aus dem Messingkauf og þau eru: „Hversdagsleikhúsið“, „Leitið hins nýja og þess gamla“, „Fortjöldin“, „Söngvarnir“, „Lýsingin“, „Ávarp til danskra verkamanna- leikara um listina að taka eftir“ og „Leik- munir Weigel". Með leyfi þýðandans birtum við hér eitt þessara ljóða og minnumst um leið aldar- afmælis hins merka leikfrömuðar. Fortjöldin Málið á stóra forteppið hina herskáu friðardúfu bróður míns Picassos. Strengið þar fyrir aftan stálvírinn og hengið á hann hin léttu flögrandi tjöld sem falla líkt og löðrandi bylgjur og hylja verkakonuna, þar sem hún dreyfír flugritum eða Galileo, þar sem hann sver rangan eið. Það fer eftir leikritinu hvort þau eru úr grófu lérefti eða silki úr hvítu leðri eða rauðu eða hver veit hverju. Hafið þau bara ekki of dökk því á þau skuluð þið varpa heitum komandi atburða og á þann hátt skapa spennu og eftirvæntingu eftir því rétta. Og hafið þessi tjöld mín í hálfri hæð lokið ekki sviðið afl f makindum skal áhorfandinn verða vitni að þeim snjöllu lausnum sem þið hafið fundið fyrir hann. Hann sér tinmána svífa niður eða húsþak borið inn. Sýnið honum ekki of mikið en sýnið honum þó nokkuð! Og látið hann komast að raun um að þið stundið ekki töfrabrögð heldur sinnið starfí, vinir. 9

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.