Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 21

Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 21
LEIKHÚSMÁL Aróru Halldórsdóttur? Síðastliðið haust kom Ása Richardsdótt- ir að máli við mig, og hafði fengið þá hugmynd að gullkorn úr gömlu revíunum væru æskileg sem fyrsta frumsýning vetrarins hjá Kaffileik- húsinu. Hafði hún frétt af því að undirrituð hefði eitthvað haft með þessa gömlu dýrgripi að gera. Og rétt var það. Ég hafði einmitt átt því láni að fagna að eiga að vini leikkonu sem hét Áróra Halldórsdóttir. Ævintýrið í fýlgd með Róru hófst árið 1970. Leikfélag Reykjavíkur stóð þá í ströngu við að safna peningum í hús- byggingarsjóð fyrir langþráðu Borgarleikhúsi. Kom Áróra Halldórsdóttir þá fram með þá hugmynd að hægt væri að afla fjár í sjóðinn með því að sýna brot úr gömlum revíum. En reví- urnar höfðu átt sitt blómaskeið frá árinu 1923, þegar fyrsta revían Spánskar ncetur eftir Reykjavíkur- annál var frumsýnd, og til áranna 1940-50 þegar hinn vinsæli revíuhópur Bláa stjarnan hélt uppi fjörinu í Sjálfstæðis- húsinu gamla við Austurvöll. En í Bláu stjörnunni voru vinsælustu gamanleikarar þeirra ára: Haraldur Á. Sigurðsson, Alfreð Andrésson, Lárus Ingólfsson, Áróra Hall- dórsdóttir, Emelía Jónasdóttir, Nína Sveins- dóttir o.fl. Til eru gamlar myndir sem sýna biðröðina fýrir framan Sjálfstæðishúsið. Var þar fólk að bíða í von um að fá miða á ein- hverja af revíum hinnar Bláu stjörnu. Og nær þessi biðröð alla leið út í Pósthússtræti. Svo gerðist það árið 1970 að ég mætti á fund uppi á lofti í gömlu Iðnó. Hafði ég ver- ið kosin í fimm manna nefnd sem átti að hleypa af stokkunum hugmynd Áróru um húsbyggingarsjóðsskemmtun með gömlum revíum. Setti fundarmenn hljóða eftir að Áróra hafði lesið fyrir okkur nokkra þætti úr gull- kornunum sínum og meira að segja hafði hún fyrir því að leika fyrir okkur og syngja söngnúmerið sitt og Jóns Aðils úr revíunni Allt er í lagi lagsi minn. Sá söngur var saminn af vini Róru Emil Thoroddsen (Róra varð alltaf svo hlý í augunum þegar hún minntist þessa vinar síns) sem átti svo stóran höfund- arþátt í söngvum og þáttum í gömlu revíun- um. „Ó hann Emsi,“ sagði Róra alltaf. „Hann kom svo oft og bjargaði revíuskútunni þegar allt var að sigla í strand af hugmyndaleysi. Þá kom Emsi með nýjan söng eða þátt sem sló í gegn.“ Og auðvitað höfðu Jón Aðils og Róra lagt Reykjavík að fótum sér árið 1941 en þá sungu þau Mömmuleikinn hans Emsa upp- áklædd sem krakkalingar með skoppara- gjörð og dúkkuvagn. En víkjum aftur til fundarins niður í Iðnó. Þar sem fjáröflunarnefndin hafði hlustað hljóð á lestur Róru. Ekkert okkar hugsaði út í það þá hvað heppin við vorum að eiga hana Róru með okkur í húsbyggingarbrallinu. Ekki bara það hvað frábær gamanleikona hún var heldur líka það að hún var ástríðu- fullur safnari. Og var þessari söfnunar- áráttu hennar aðallega beint að frí- merkjum og leikritum. I leikritasafn- inu hennar kenndi margra grasa. Hafði hún farið leiðir sem aðrir fínni og merkilegri leikritasafnar- ar höfðu látið sér fátt um finnast. En hún hafði safnað leikþáttum, m.a. úr tímaritum eins og Æsk- unni og Samtíðinni. Það kom held ég hvergi út leikþáttur á prenti sem ekki lenti í safninu hennar Róru. Allar leikskrár fyrri ára fundust þar, að ég ekki tali um leikþætti revíu- höfundanna sem þeir höfðu snarað fram á árum áður til að grínast að bæjarlífi og uppá- komum í Reykjavíkurborg. Ekki get ég sagt að þessi skrif revíuhöfunda þriðja áratugarins hafi fengið hljómgrunn í hjörtum húsbyggingarsjóðsnefndar árið 1970. Eftir lestur Róru hristu nefndarmenn höfuðin svo hringlaði í, og lýstu síðan yfir að þetta gamla dót með úreltum fimmaura- bröndurum væri nú ekki líklegt til að afla fjár til byggingar tilvonandi menningarmið- stöðvar. Og þrír af fimm fundarmönnum sögðu sig samstundis úr nefndinni með því fororði að þeir mundu aldrei mæta aftur á fund hjá slíkri skemmtinefnd. Og þarna sát- um við Áróra tvær eftir. Ég leit á þessa smá- vöxnu konu og spurði hikandi: „Verðum við ekki að fá skipaða nýja nefnd?“ Róra hélt nú ekki. Við tvær værum einmitt ágæt nefnd. Nefnd þar sem aðeins tvær væru við stjórn- artaumana væri vís til að koma einhverju í verk því að í slíkri nefnd væri hægt að halda stjórnarfundi í síma. Og hún Áróra hafði rétt fýrir sér. Síminn varð rauðglóandi á milli okkar. Og áður en við var litið vorum við búnar að koma upp fjórum húsbyggingarsjóðsskemmtunum. Tvær þeirra voru eingöngu byggðar úr brot- um frá gömlu revíunum og hlutu nöfnin Það var um aldamótin og Þegar amma var ung. Þetta léttmeti fyrri ára úr safninu henn- 21

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.