Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 18
LEIKHÚSMÁL
að finna okkar eigin farveg og skapa okkur
sérstöðu, einbeita okkur að því sem fiokkur
af okkar stærðargráðu getur gert best.
Klassíski ballettinn er nauðsynlegur bak-
grunnur enn sem fyrr í balletnámi. Það hef-
ur ekki breyst, en þróunin í nútímadansi
hefur verið ör. fmynd ballettsins hefur þar af
leiðandi tekið stakkaskiptum. Það er ekki
lengur um að ræða þennan ballerínudraum
sem kannski eitt sinn var.
- Sækja íslenskir krakkar í auknum mæli í
ballettnám?
- Ekki strákarnir, því miður. Þeir eru of
fáir. Þetta vekur mann í rauninni til um-
hugsunar um það hvernig við ölum börnin
okkar upp. Það virðist eins og íþróttir séu
alls ráðandi hvað varðar tómstundir krakka,
ekki síst stráka. Listnám virðist ekki eiga
mikið upp á pallborðið. Tónlistin hefur að
vísu náð talsverðri fótfestu. Þar hefúr orðið
gjörbreyting á fáum árum eða áratugum. Sú
kynslóð sem er að alast upp núna fær mun
betra tónlistaruppeldi en kynslóðin á und-
an.
- En af hverju er svona erfitt að fá íslenska
stráka til þess að stunda listdans?
- Ég held að það sé fyrst og fremst vegna
þessa almenna viðhorfs sem stafar af van-
þekkingu, ónógri upplýsingu um eðli máls-
ins. Við höfum náttúrlega ekki langa sögu að
baki í listdansi og svo höfum við kannski
heldur ekki verið nógu dugleg að fræða al-
menning, auka skilning og eyða fordómum.
Það er mikill misskilningur að listdans sé
mest fyrir stelpur. Þetta er í rauninni mjög
karlmannleg listgrein. Dansararnir þurfa að
vera mjög sterkir og burðugir. Það er mikið
um lyftur og stökk til dæmis.
Undanfarin tvö ár höfum við í samvinnu
við Leikfélag Reykjavíkur staðið að barna-
starfi hér í Borgarleikhúsinu þar sem bæði
leikhús og dans hafa verið kynnt öllum 9-10
ára börnum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta
eru okkar framtíðaráhorfendur og eins gott
að byrja þar.
Þeim mun betur sem okkur tekst að vekja
athygli og áhuga á okkur, því fremur vex
okkur ásmegin. Auðvitað er hér til fólk sem
vill bara sjá klassískan ballett.
Ég legg hins vegar áherslu á að fá hingað
til liðs við okkur þá fremstu danshöfunda
sem völ er á, þar eð ég tel mjög mikilvægt að
kynna fyrir íslenskum áhorfendum það
besta sem gerist í nútímadansi.
Tveir frœgir í vor
Þetta annað verkefni okkar i vetur (frum-
sýningin var 7. febrúar) er eftir þessa tvo
kunnu danshöfunda Ed Wubbe, listrænan
stjórnanda Scapino-dansflokksins í Rotter-
dam, og Richard Wherlock, stjórnanda Luz-
ern-dansflokksins. -1 vor fáum við svo einn
fremsta danshöfund veraldar til liðs við okk-
ur, Jiri Kylián, stjórnanda Nederlands Dans-
theater í Haag, en dansflokkurinn mun flytja
verk hans Stoolgame á Listahátíð. Jafnframt
verður verk eftir Jorma Uotinen stjórnanda
óperuballettsins í Helsinki sýnt á móti verki
Jiri Kyliáns. Jorma Uotinen er einnig mjög
spennandi danshöfundur. Þessi verk verða
ffumsýnd 4. júní. Og þetta verður jafnframt
afmælissýning Islenska dansflokksins. Hann
heldur þá upp á 25 ára afmæli sitt.
- Þessi svokallaði nútímadans, til aðgrein-
ingar frá hefðbundna ballettinum, er náttúr-
lega æði fjölbreyttur að stíl og inntaki?
- Að sjálfsögðu. Aðferðirnar teygja sig allt
frá því að vera þróun, eða hliðarspor, bein-
línis út frá Jdassískum ballett, til þess að
nálgast leikhúsverk. En allur sá nútímadans
sem ég hef kynnst kxefst hins vegar mikillar
þjálfunar og er byggður á góðum grunni.
Stundum er verið að segja sögu, stundum
ekki, það er yfirleitt verið miðla tilfmning-
um, skapa hughrif. Þetta er líka samspil list-
greina, mynd, hljóð, dans, leiktúlkun. í verk-
inu Trúlofun í St. Dómingó sameinaðist þetta
allt.
- Eruð þið að nálgast það sem kallað hef-
ur verið dansleikhús?
Úr sýningu flokksins á Ferðalöngum eftir Ed Wubbe í Þjóðleikhúsinu: Helga Bernhard
Úr Coppeliu undir stjórn Alans Carter I Þjóðleikhúsinu: Auður Bjarnadóttir og Þórarinn Baldvinsson.
18