Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 4
LEIKHÚSMÁL
Leikhúsin velja íslenskt
Óvenjumörg íslensk verk eru á fjölum leik-
húsanna í vetur, flest þeirra ný af nálinni og
ber þetta vott um mikla grósku í leikritun
hér á landi.
I Grafarvogskirkju hafa staðið yfir sýn-
ingar á verki Guðrúnar Ásmundsdóttur,
Heilögum syndurum. Guðrún á einnig hlut
að máli í sýningu Kaffileikhússins, Revían í
den.
I Loftkastalanum er verið að sýna verk
Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fjögur hjörtu.
í Hafnarfjarðarleikhúsinu er verið að sýna
nýja leikgerð af sögu Lofts Guðmunds-
sonar, Síðasta bœnum í dalnum. En þar í
Firðinum var á fjölunum fýrr í vetur leik-
gerð sem Þórarinn Eyfjörð vann upp úr
verkum Gyrðis Elíassonar, einnig er þar á
dagskránni Góð kona eða þannig eftir Jón
Gnarr og Völu Þórsdóttur. í Skemmtihús-
inu er sýndur á ensku einleikur eftir Brynju
Benediktsdóttur, Ferðir Guðríðar.
Þjóðleikhúsið frumsýnir hvorki meira né
minna en fjögur ný íslensk verk í vetur. Á
stóra sviðinu: Leikgerð Kjartans Ragnars-
sonar og Sigríðar M. Guðmundsdóttur á
sögu Vigdísar Grímsdóttur, Grandavegi 7,
Meiri gauragang eftir Ólaf Hauk Símonar-
son og nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson,
Óskastjörnu.
Á Jitla sviði Þjóðleikhússins hafa staðið
yfir sýningar á Kajfi eftir Bjarna Jónsson,
hans fyrsta verki í atvinnuleildiúsi.
Hjá Leikfélagi Reykjavíkur var á fjölunum
fyrr í vetur nýr söngleikur, Ljúfa lífi eftir
Benóný Ægisson. Einnig var á stóra sviði
Borgarleildiússins söngdagskrá úr safni
Jónasar og Jóns Múla Árnasona, Augun þín
blá. Á litla sviði Borgarleilchússins sýndi LR
fyrr í vetur Ástarsögu 3 eftir Kristínu
Ómarsdóttur og nú eru hafnar sýningar á
Sumrinu 37 eftir Jökul Jakobsson. - En fyrr í
haust sýndi Leilcfélag Akureyrar Hart t bak
eftir Jökul. Upptalningin er engan veginn
tæmandi og ekld er hér getið neinna þeirra
fjölmörgu skólasýninga og annarra áhuga-
mannasýninga á íslenskum verkum sem eru
á dagskrá í vetur. En í leilchúsunum hefur
óneitanlega verið á ferðinni áhugaverð
blanda af gömlu og nýju í íslenskri leikritun.
Sumarið 37, eftir Jökul Jakobsson, frumsýnt hjá LR
19. mars á litla sviði Borgarleikhússins. Leikendur:
Gubtaug Elísabet Olafsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Pétur
Einarsson, Ari Matthíasson og Eggert Þorleifsson.
4