Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 5

Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 5
LEIKHÚSMÁL Það er ekki undarlegt að stjórnendur íslenskra leikhúsa rói oft á sömu mið. I ár eru íslensk verk áberandi svo sem hér er sýnt með myndum úr þeim verk- um íslenskum sem enn eru á íjölunum þegar blaðið fer í prentun. Sú stefna er svo sem ekki ný af nálinni. Leikhúsin hafa enda ýmist verið skömmuð fyrir að vera of treg til þess að velja íslensk verk til sýninga, ellegar of viljug til þess arna, og fengið þá ákúrur fyrir að sýna jafnvel verk sem varla teldust sýningarhæf. - Þau íslensku verk sem komið hafa á svið í vetur hljóta þó að teljast allrar athygli verð. Þau eru vitaskuld sprottin úr hér- lendu lífi, íslenskum veruleika eins og það er stundum kallað svo hátíðlega. Þó að við séum dugleg að tileinka okkur menningu heimsborga, góða og slæma, höldum við, kannski sem betur fer, tals- verðri sérstöðu með því að vera enn svolitlir sveitamenn. - Leikhúsin hafa hins vegar sameinast um að sýna okkur inn í borgaralega spillingu eða jafnvel úrkynjun eins og menn sjá hana í fjöl- mennari og flóknari samfélögum kring- um okkur. I þremur leikhúsum höfuð- borgarinnar hefur áhorfendum boðist að skyggnast inn í heima eiturlyíja, skuggahliðar kvikmyndaiðjunnar og borgaralega og siðferðilega úrkynjun. - Hér er að sjálfsögðu átt við Trainspott- ingy sem sýnt er í Loftkastalanum, Popp- korn (e. Ben Elton) í Þjóðleikhúsinu og Feita menn ípilsum (e. Nickey Silver) hjá LR í Borgarleikhúsinu. - Ólík verk, en af svipuðum meiði. Þetta eru kannski sam- antekin ráð? Úr Heilögum syndurum eftir Cubrúnu Ásmundsdóttur, verkió sýnt i Grafarvogskirkju (Edda Þórarinsdóttir og Marta Nordal). Úr Kaffi eftir Bjarna Jónsson á litla svi&i Þjóðleik- hússins. Sýningunni hefur verib boð/'ð á leiklistar- hátíð I Bonn í Þýskalandi I sumar. RóbertArnfinns- son, Bryndís Pétursdóttir og Theodór Júlíusson I hlut- verkum sinum. Þjóðleikhúsið, stóra svi&ið: Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur. Leikgerð: Sigríður M. Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson. Vigdis Gunnarsdóttir, Magnús Ragnarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Olafia Hrönn Jónsdóttir (i bakgrunni) og Margrét Vilhjálmsdóttir i hlutverkum sinum. 5

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.