Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Síða 9
5
DRAUMAHYLURINN
vorum staddir við Bjarghornið og ég setti í lax og sá fleiri þar sem
ég stóð en þeir höfðu ekki verið þarna nokkrum mínútum fyrr. Ég
landaði laxinum og Brynjar hóf veiðar en ekkert gerðist. Við
skyggndum hylinn því aðeins betur og sáum engan lax. Þeir voru
á hraðferð upp ána.
Það var kominn æsingur í okkur svo Brynjar hljóp upp á Hellu
sem er aðeins ofar og ætlaði að reyna þar. Ég varð hins vegar eftir
á Bjarghorninu og náði öðrum laxi rétt fyrir klukkan eitt. Þá fór ég
uppeftir og var félagmn þa búmn að landa laxi sem hann hafði séð
skríða inn í hylinn ásamt fleiri löxum.Við fórum svo upp á bergið
sem gnæfir yfir Bjarghornið og kíktum niður. Þá sáum við glænýja,
silfraða laxa koma inn í hylinn einn af öðrum. Sumir komu sér
fyrir á hvíldarstöðum á meðan aðrir héldu göngunni áfram upp
ána. Tíminn okkar var hins vegar útrunninn og það var vissulega
nokkuð svekkjandi að horfa á ána iðandi af laxi.Við stóðum samt
dágóða stund og horfðum á laxana í hylnum áður en við
kvöddum.
Síðara skiptið var í lok júní. Ég átti kvöldvakt og morgunvakt
daginn eftir. Á kvöldvaktinni gerðist mjög lítið.Við fengum þó
tvær eða þrjár vænar bleikjur. Rétt fyrir klukkan tíu um kvöldið
var ég að reyna niðri í Rauðhyl sem er neðarlega á svæðinu. Ég
kastaði spæni langt út á hylinn, var aðaflega að njóta þess að vera
við ána. í einu kastinu eltir þessi líka rosalegi fiskur en snéri við
bara svona fjóra til fimrn metra frá mér og var óðara úr augsýn.
Morgunin eftir var Jakob bróðir með mér og við fórum yfir allt
svæðið og sáum ekki sporð. Þegar klukkan var um ellefu ákváðum
víð að slaka aðeins á og settumst á bjargið ofan við Helluna.Við
sátum þar og kjöftuðum og gerðurn grín að því að þetta væri
svipað eins og í gæsinni.Við myndum bara sitja fyrir löxunum og
ná þeim þegar þeir kæmu. Nema hvað, allt í einu sjáum við hvar
stór lax kemur siglandi upp Helluna og syndir inn í dýpið.Við
veðruðumst náttúrlega upp við þetta og rýndum stíft í hyflnn.
Stuttu seinna kemur hann aftur en ekkert gekk að kasta á hann. Þá
var farið í að útfæra hernaðaraðgerðir. Við settum gönflu góðu
garðfluguna undir og þunga sökku. Köstuðum svo nákvæmlega í
siglingaleiðina sem laxinn hafði farið. Það var lítið mál þar sem
ekki var neitt að styggja. Svo var beðið. Aftur gerðum við nfikið
grín að því að þetta væri eins og í gæsinni. Eftir svona 10 mínútur
kemur laxinn aftur, fer sína venjulega leið, nema núna þurfti hann
að ráðast á garðfluguna sem var fyrir honum. Hann var á. Þá tók
við mikill hasar. Laxinn tók eina roku rúma 100 nretra niður ána,
yfir klappir og gijót. Eftir mikið tog fram og til baka náðum við að
draga hann að okkur við Bjarghornið en þegar við vorum við það
að landa honum fór hann að láta öllum illum látum og sleit loks
girnið sem var 40 pund en stórskemmt eftir allan djöfulganginn.
Við vorum að vonum svekktir en fórum aftur á Hefluna. Jakob
gerir veiðarfærin klár og við sitjum þarna litla stund. Aflt í einu
sjáum við stóran skugga skríða inn af brotinu hægt og rólega. Stór
lax á ferðinni því það fer enginn smálax þarna upp án erfiðis í
þessum þunga straumi. Jakob nær að kasta fyrir hann og laxinn
tekur strax. Hann strikar niður hávaðana með gríðarmiklum
sporðaköstum, við komum hlaupandi á eftir honunr í stórgrýti og
klungrum, það syngur í veiðitólunum allan tímann. Eftir mikfl
átök er honum svo landað niður við gömlu brúna, um 400 metrum
neðar. Þessi lax var grálúsugur og vó 10,5 kg.Við vorum báðir
Litið upp svæðið frá gömlu brúnni.
Séð yfir Kolbeinspoll, Helluna og Lækjarvikið sem er nær lengst til
hægri.
dauðuppgefnir eftir glímuna við þessa tvo fiska og sérstaklega þann
seinni svo við ókum í bæinn sáttir við okkar hlut þrátt fyrir að
ennþá væri nokkuð eftir af veiðitímanum.
Allt agn er leyfilegt á þessu svæði í Fnjóská. Er þetta eitt af fáum
svæðum þar sem mér finnst gaman að veiða bæði á flugu og maðk.
Veiðistaðirnir eru það fjölbreyttir að gott er að vera vel birgur af
flugum. Allt frá örsmáum gárutúbum og upp stórar tungstentúbur
sem sökkt er niður með sökkenda úr blýi kemur að notum þarna.
Það agn sem hefúr reynst mér best þarna er hálftommu rauð Frances-
túba með keiluhaus. Bleikjan tekur hana af græðgi og nýgenginn lax
virðist alltaf vera ólmur í hana. Ef laxinn flggur uppi á klöppunum
þar sem er grynnra er gárutúba kjöragn. Hraðstrippuð Sunray
Shadow stendur flka alltaf fyrir sínu. Ef mikið er af bleikju, sem oft
gerist í Fnjóská, svínvirkar andstreymisaðferðin. Þá notar maður litla
kúluhausa ásamt stórum á dropper til að fa meiri sökkhraða. Pheasant
Tail, Peacock, Krókur og svo alls kyns kúluhausar með silfurkúlu og
svörtum eða rauðuni búk virka vel í draumahyljunum mínum á
neðsta svæði Fnjóskár.
4 '09
9