Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 14
Aðalfundur
SVFR
Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur var haldinn á Grand
Hótel Reykjavík 29. nóvember sl. en reikningsár félagsins er frá
1. nóvember — 31. október ár hvert.
t
í byrjun fundar min'ntist Guðmundur
Stefán Maríasson formaðurfélagsmanna
sem létust á árinu en þeirvoru eftirtaldir
(númerfélagsmanns á undan nafni):
6 Þórður Þorkelsson 34 Björn Þórhallsson 87 Stefán Guðjohnsen
181 ÞorlákurGuðmundsson 266 RunólfurO. Þorgeirsson
269 JóhannT. Egilsson 310 Kristján Kristjánsson 314 Andrés Bjarnason
437 Pétur Kristjánsson 815 Þórarinn Kjartansson 1037 JónGunnarGrétarsson
1253 DagbjarturGuðmundsson 1584 Jón Ólafsson
Guðmundur Stefán Maríasson
flutti skýrslu stjórnar um
starfssemi félagsins á nýliðnu
reikningsári sem var
yfirgripsmikil venju samkvæmt. Skýrslu stjórnar
er að fmna í heild sinni í ársskýrslu SVFR. Þess
skal þó getið hér að formaður ræddi í skýrslu
sinni meðal annars um erfitt efnahagsástand í
þjóðfélaginu og það að stjórn félagsins ætti í
viðræðum við viðsemjendur sína um lækkun á
umsömdu verði á veiðisvæðum og frystingu
vísitölu. Samningar væru allir verðtryggðir og
vísitalan hefði hækkað mikið undanfarið. Þetta
ástand skapaði mikla óvissu og söluskrá fýrir
2009 væri ekki tilbúin fýrir aðalfund nú eins og
verið hefði undanfarin ár.
Þungur rekstur
Marinó Marinósson gjaldkeri SVFR fór yfir
reikninga félagsins fýrir síðasta starfsár.
Rekstrartekjur námu alls 368,3 milljónum
króna og rekstrargjöld námu tæpum 378
milljónum króna.Tap fýrir fjármunatekjur og
fjármagnsgjöld nam því tæpum 9,7 milljónum
króna. Að teknu tilliti til þármunatekna og
fjármagnsgjalda var rekstur félagsins jákvæður
unr tæplega 26 þúsund krónur á árinu.
Hagnaður árið áður nam 12,1 milljón króna.
Það urðu því veruleg umskipti til verri vegar í
afkomu félagsins á milli ára. Ovissa er auk þess
veruleg um afkomuna á því rekstrarári sem nú
er hafið og er búist við talsverðu tapi af rekstri
félagsins í fýrsta skipti í 15 ár. Ársreikning
SVFR má sjá í heild sinni í ársskýrslu SVFR.
I umræðum um skýrslu stjórnar og reikninga
kvaddi aðeins Bjarni Júlíusson formaður
fulltrúaráðs sér hljóðs. Hann þakkaði formanni
fyrir greinargott yfirlit og sagði að þótt stjórn
SVFR hefði ekki náð fjárhagslegum
markmiðum á árinu væri greinilegt að hún
hefði náð að spila vel úr þeim spilum sem henni
voru gefin. Bjarni sagði að lakari afkomu mætti
einkum rekja til tveggja þátta.Vísitöluhækkanir
árleigusamninga hafi orðið miklu hærri en spáð
hafði verið um og Fiskræktarsjóður hefði ekki
styrkt netauppkaup SVFR í Árnessýslu um 3
milljónir króna eins og vonir stóðu til. Bjarni
sagði að tvennt vekti helst athygli hans í
félagsstarfinu um þessar mundir. Annars vegar
væri gott að heyra að netauppkaupamálinu væri
14
4'09