Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Qupperneq 30

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Qupperneq 30
LANGÁRJARLINN I C Ingvi Hrafn landar laxi fyrir neðan hús sitt við Langá. Langá er nýr kostur í vaxandi laxveiðiflóru Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Ain hefur verið á stöðugri uppleið undir natinni umsjón Ingva Hrafns síðustu áratugi og hún gaf rétt um 3.000 laxa síðasta sumar. I sumar spáir Ingvi Hrafn mokveiði en hér sviptir hann hulunni af leyndardómum Langár. „Ég verð að játa að ég hef ekki oft beðið bænir í gegnum tíðina og eiginlega ekkert síðan amma mín kenndi mér það fýrir meira en 60 árum. I vetur hef ég hins vegar reglulega spennt greipar þegar ég hef farið að sofa og þakkað almættinu fyrir að vera laus úr veiðibransanum," segir Ingvi Hrafn um tilfmninguna yfir að fyrsta veiðitímabilið er framundan eftir að hann hættir sem leigutaki Langár. „Það eru ekki auðveldir tímar framundan og sjálfskaparvíti bæði bænda, leigusala og leigutaka að hafa lent inn í hringiðu græðginnar þar sem bankarnir sögðu að verðið skipti ekki máli, þeir yrðu að fá allar stangirnar á besta tíma. Þetta gerði það að verkum að við hröktum stóran hluta erlendra veiðimanna í burtu sem höfðu haldið tryggð við landið jafnvel áratugum saman og borgað mjög hátt verð.“ Langá varð eitt veiðisvæði þegar Ingvi Hrafn tók við ánni sem leigutaki fýrir tíu árum. Tuttugu árin þar á undan var hann með miðsvæðið í Langá sem er í eigu fjölskyldu hans. „Þá var ég með „fjallið" (efsta svæðið) í nokkur ár þegar það var að þróast," segir Ingvi Hrafn. „Það öðlaðist ekki þá virðingu sem því bar fýrr en við fórum að leigja ána út í heilu lagi og farið var að nýta þetta svæði. Nú er það sannarlega eitt dáðasta svæðið í Langá því þú ekur á tíu mínútum upp að Koteyri og Campari-streng og ert bara „Pafli var einn í heiminum". Þú heyrir fuglakvak, sérð einstaka rebba á ferli eða örn svífa yfir fjallstindum, og síðan eru kindur á beit og skvampandi fiskur." 3000 laxar sumarið 2008 Ingvi Hrafn segir sig og fjölskyldu sína skilja alsæl við sem leigutakar Langár. „Við eruni jafnframt afskaplega stolt af þeirri vinnu sem við höfum leyst af hendi því þegar við skiljum við Langá er hún ein af verðmætustu og eftirsóttustu laxeiðiám landsins," bætír hann við. „Við höfum bætt aðgengið, þannig að hægt er að aka að hveijum veiðistað nema á örfáa staði þar sem þarf að ganga kannski 100 metra.Við höfum hlúð að ánni með bændum þannig að hún er laxgeng upp í Langavatn og það hafa verið að veiðast yfir 100 laxar frá ármótunum við Gljúfurá og upp að vatni. Þetta svæði er fýrst og fremst uppeldisstöð en ástæðan fýrir því að Langá varð ekki gjöfulasta áin af sjálfbæru ánum í sumar var forátturigningin sem gerði í september og olli því að það fell mjög stór skriða í afdal inn af Langavatnsdal og litaði vatnið þannig að áin varð eins ogjökulfljót fram í nóvember. Ég var alltaf að bíða eftir að ástandið lagaðist því við ákváðum að framlengja veiðitímann til 25. september. Ain var ónýt frá 15. september, var alveg óveiðandi. Við misstum því út 10 daga veiði og enduðum í tæpum 3.000 löxum. Það hefúr aldrei verið eins ntikil veiði í Langá og aldrei gengið eins mikill lax í sögu árinnar. Ef um venjulegt haustvatn hefði verið að ræða hefði hún endað í 3.400-3.500 löxum. Hún var gjörsamlega bakkafull af laxi þegar kom að haustrigningum.“ Móðgaður yfir tökunni Hvenær veiddir þú fýrst í Langá og manstu eftir fýrsta laxinum þínum úr ánni? „Ég man vel eítir fýrsta flugulaxinum mínum en ég tók hann á þurrflugu sem ég henti fýrir einhveija tilviljun í Efri-Hvítsstaðahyl. Þetta var afmælisdaginn minn 27. júfl 1974 þegar ég varð 32 ára gamafl. Fiskurinn var dæmigerður fimm punda Langárlax en það IFiskurinn var dæmigerður fimm punda Langárlax en það sem ég minnist helst er hvað ég var móðgaður yfir tökunni því hann kom upp með kjaftinn og sogaði fluguna niður eins og asnalegur silungur 30 4'09
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.