Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Síða 32
LANGÁRJ ARLI N N
C
I
Fallegur afli eftir góða vakt í Langá. Hafsteinn sonur Ingva Hrafns
ásamt erlendum veiðimanni.
Ólafison ogVífill sonur hans eignuðust Litla-Fjall og Grenja, og
Hafiteinn, tengdafaðir minn, Stangarholt. Þessir menn voru ótrúlega
framsýnir og létu gera Sveðjustigann og fiskvegina þar fyrir ofan. Ain
hafði gefið upp í 800 laxa á ári á þijár stangir ffá upphafi aldarinnar
og fram undir seinna stríð en laxinn fór bar upp að Sveðju og
bunkaðist þar í alla pytti. Áin rann breið í landi Stangarholts, Grenja
og Litla-Fjalls á um fimm kílómetra kafla því botninn þar er svo
seigur að hún nær ekki að grafa sig niður þrátt fýrir að hún ryðji sig
í miklum klakaflóðum á vetrum. Isinn breikkar því bara ána og
eyðileggur fyrir laxagöngum á björtum sumarnóttum. Hafsteinn,
tengdafaðir minn, fekk þá hugmynd að nota möl og litla traktorsgröfu
til að þrengja ána og koma síðan fyrir ggótgörðum neðst til að lyfta
vatninu. Þetta gaf strax góða raun og ffá Hreimsásskvörn og upp að
Melsenda höfurn við gert veiðistaði sem gefa 25 prósent af
sumaraflanum með því að þrengja náttúrulegan farveg árinnar og
búa til strauminn og dýpið. Ef ég fengi tvo stóra flutningabíla og 50
tonna gröfu í viku gæti ég búið til 30 náttúrlega útlítandi veiðistaði,
sem gæfu kannski 1.000 laxa og þú myndir ekki trúa öðru en að hafi
verið þarna í ffá upphafi. Mér finnst þetta rosalega gaman og þykist
vera „ár-arkitekt“. Eg get kannski státað mig af því að vera best
menntaði „ár-arkitekt“ landsins. Það hafa komið til mín sendinefndir
úr fjölmörgum ám og ég hef verið fenginn til að skoða þær. Bara
með því að þrengja ár til að ná kjördýpi, koma nokkrum steinum
fyrir og laga botninn, verða til legustaðir. Laxinn hugsar eins og öll
önnur dýr um hvort afkvæmi hans geti þrifist og ef þau geta það sest
hann að á réttum stöðum. Um þessar mundir, 40 árum eftir að
Sveðjustiginn var opnaður, er laxinn að ljúka landnáminu upp að
Langavatni. Hann nemur bara 2-300 metra á ári.“
Vöruþróun á veiðislóð
Gagnrýni á veiðistaðagerð og fiskirækt hefur vaxið mjög á
undanfornum árum og raddir þeirra sem vilja að mannshöndin komi
þar hvergi nærri verða háværari. Hvernig svarar Ingvi Hrafn þessum
gagnrýnisröddum?
„Það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir og ég hef átt í ritdeilum
við Pálma Gunnarsson, vin minn, sem er mikill hreintrúarmaður í
þessum efnum. Hann vill að árnar sjái alveg um sig sjálfar en
laxveiðiárnar hafa verið bændum mikilvæg búgrein og sums staðar
verið forsenda byggðar í héruðum. Þetta er eina búgreinin þar sem
þú mátt ekki kynbæta og mér er bannað að sækja hrogn norður í
Aðaldal og fara með þau á Laxeyri og biðja fiskeldismennina þar að
ffamleiða stórlaxaseiði. Menn geta verið hreintrúarmenn og sagt:
„látum bara ána um sitt“ en ég get lofað því að ef ekkert væri gert til
að laga árnar eftir hamfarirnar þegar þær ryðja sig í klakaflóðum
væru margir bestu veiðistaðir landsins ónýtir. Tannalækjarbreiða var
einn besti veiðistaðurinn í Langá og gafað meðaltali 100-150 laxa.
Þetta var ein alfallegasta fluguveiðibreiða sem um getur en fyrir sjö
árum ruddi Langá sig með þvílíkum hamförum í mars að ég vaknaði
um miðja nótt við dynkina sem voru eins og ffá jarðskjálfta. Isinn
tók nieð sér um 1.500 fermetra stykki úr vesturbakkaTannalækjar-
breiðu og ég er búinn að vera að endurvinna þetta síðan með Sigurði
Má Einarssyni hjá Veiðimálastofhun. Ain ruddi sig mikið í vetur og
það er ekki hægt að rneta tjónið núna þegar viðtalið er tekið en við
héldum að við værum búnir að laga þetta þannig að laxinn væri aftur
farinn að stoppa þarna. Þetta þýddi einfaldlega að við endurgerðum
bakkann með gijóti og tyrfðum yfir þannig að raskið sást ekki.
Veiðistaðurinn er í landi Jarðlangsstaða og Háhóls og menn geta rétt
ínryndað sér tekjutapið ef 30-70 prósent af veiðinni á þeirra svæði
færi forgörðum. Menn geta verið púrítanar og sagst ekkert vilja
snerta en þá eyðileggjast árnar og þær verða verðlausar og veiðimenn
hætta að koma. Þegar leigutekjur af ám eru orðnar 80-90 milljónir
á ári á sama tíma og landbúnaðarkvóti er að minnka og bændur að
flosna upp gefúr augaleið hvað þetta skiptir miklu máli.“
Ingvi Hrafn hefur þróað sérstaka tækni við seiðasleppingar og ekki
eru allir heldur á eitt sáttir við þær. „Við erum búnir að ná þeim
árangri að ég læt framleiða fyrir mig sérpöntuð seiði, sem eru 55
grömm eða hátt i helmingi stærri en hefðbundin gönguseiði," segir
Langáijarlinn. „Ég vil fa þau fyrir ákveðinn tíma og svo fóðra ég þau
og sé um þau. Samningurinn á milli mín og veiðifelagsins kvað á urn
að ég sleppti 10.000 seiðum á ári og við höfum veitt þijú prósent
þeirra að meðaltali eða um 300 laxa. Ég vildi gera þetta því ég var að
selja dýra vöru og þetta hefur kannski lyft Langárveiðinni úr 1.400
löxum í 1.700-1.800 laxa sem er allt annar verðflokkur. Laxinn
verður líka stærri, það getur munað heilu pundi. Þetta er bara
vöruþróun."
Með Hrafninn á öxlinni
Nú verður örugglega mikil endurnýjun í hópi veiðimanna sem
32
4 09