Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Síða 36

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Síða 36
 |MMr SKOTVEIÐI fyrir norðan skeið og gaffal Texti og myndir: Róbert Schmidt Brimið skellur með þunga á svartar klappirnar og aldan á útsoginu berar þarann. Straumendur og hávellur una vel við sitt og tignarlegur haförn sveimar yfir skeri norðar við tangann. Hann er á veiðum rétt eins og allir hinir fuglarnir á þessum fallega morgni. Lífsbarátta dagsins fer fram við þessa grýttu og skerjóttu strönd. Rekaviður og litskrúðugar netakúlur í sæbörðu grjótinu eru sönnun þess að úthafið skolar á land flestu sem flýtur. Tófan þefar fjörurnar af nákvæmni og minkurinn læðist um. Við bætist mannskepnan á toppnum í fæðukeðjunni. Hún er það sem allir óttast við þessa strönd. Á eintrjáningi, með tvíblaða ár, vopnaður byssu og vistum til tveggja daga rærveiðimaðurinnfyrireyjarog nes. Þaðstefnirí góða veiði og kuldalega útivist þar sem ein lítil alda getur skipt sköpum. Fangbrögð við hafið eru hættuspil og öryggisþátt- urinn því forsenda alls sem á eftir kemur. Líkurnar á góðri veiði eru borðleggjandi í huga veiðimannsins. Hann þekkir svæðið og háttalag fuglanna, veit hvar fluglína skarfanna liggur og hvaða vfkur geyma spikfeitar stokkendur að vetri. Allt snýst þetta um að vera skrefi á undan bráðinni. Selir fylgjast með úr fjarlægð, óhræddir við kajakinn sem strikar með ströndinni hljóðlaust og örugglega. En þeim bregður við byssuhvellina og færa sig á aftasta bekk. Skarfursyndir um, kafarog veiðir, margvísog aflasæll.Vængjum þöndum blessar hann daginn á skerjunum og bræður hans taka undir og blaka með. En messunni lýkur þegar svangur veiði- maður fellir einn úr hópnum og hinir forða sér í djúpið, þökk sé bænastundinni. Dagurinn líður. Veiðin glæðist og gleðin líka. Þeir kannast við kauða og kunna að forða sér, blessaðir fuglarnir. Dagur er að kveldi kominn og tjald veiðimannsins rís á lítilli eyju skammtfrá landi. Frostið herðirog síðustu skarfarnir fljúga inn í myrkrið. Hann er enn hægur til hafsins, vonandi helst hægviðrið næsta dag. Vistin í tjaldinu er einmanaleg. ísþoka læðist yfir strand? byggðirnar og hylur þær um nóttina. Þreyttur veiðimaður hallar sér út afog dæsir.Veiðin hafði gengið vel og óhappalaust. Þetta var rétti dagurinn. Með svefnpokann yfir haus hverfur hann í draumaheim þar sem hávellusöngur og skarfaflug eru alls- ráðandi. Greinilegt er að veiðunum er ekki lokið. Hrímað vopnið liggur ískalt við hliðina á honum í tjaldinu. Hvað er betra en að vera fjarri borgarstressinu og umferðinni, aleinn úti í náttúrunni, í hreinu sjávarlofti með sjófuglum; við skerjótta ströndina, með endalausan sjóndeildarhringinn i forgrunni?

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.