Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Síða 38

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Síða 38
I LÁRUS KARL C LÁRUS KARL INGASON GEFUR ÚT STÓRGLÆSILEGA RITRÖÐ UM FLUGUR í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU ÞURRFLU GAN ER TOPPURINN Síðastliðið haust gaf Lárus Karl út aðra bókina í ritröðinni Flugur í íslenskri náttúru. Þar var á ferðinni stórglæsilegt verk um straumflugur sem lífskúnstnerinn, hnýtarinn og veiði- maðurinn Sigurður Pálsson hnýtti sérstaklega fýrir bókina. Lárus Karl hefur verið öflugur í útgáfu veiðibóka því hann tók einnig allar myndirnar í hina stórglæsilegu bók Fluguveiði á Islandi. „Arið 2002 gaf ég út litla bók sem hét Draumafluguboxið. Hún var fljót að seljast upp og ég kom út annarri slíkri bók árið 2006. Þessar bækur slógu í gegn og í framhaldi af þeim fór ég að huga að útgáfu á aðeins veglegri bókum. Ég hugsaði þetta alltaf sem þriggja bóka röð. Nú eru komnar út tvær bækur í þessari ritröð, Laxaflugur og Straumflugur og sú þriðja er í vinnslu. Þar mun ég taka fyrir silunga- flugur og hef ég þegar tryggt mér hnýtara og veiðimenn í það verk- efni. Þessum bókum hefur verið mjög vel tekið og ég þarf að fara að huga að endurprentun á þessum tveimur fýrstu því þær eru nánast uppseldar,“ segir Lárus Karl. Lárus Karl hefur veitt frá því hann var smápolli. „Ég ólst upp í Borgarprenti hjá afa mínum Ola Vestmann sem var dyggur félagi í Stangaveiðifélaginu og mikill veiðimaður.Við fórurn saman í Þing- vallavatn, Hvammsvík og fleiri vötn. Hann sagði mér mergjaðar veiðisögur úrVatnsdalsá þar sem hann veiddi í mörg ár. Þá veiddu menn bara fýrir neðan Flóðið og voru ekkert að flækjast upp í dal. Það var óþarfa fýrirhöfn. Ég lærði offsetljósmyndun og setningu og hef því talsvert vit á prenti þótt ég segi sjálfur frá. Það nýtist mér þegar ég gef út bækur sjálfur því ég veit hvað er að gerast í prent- vélunum. Fluguveiðar hef ég síðan stundað frá því ég fekk flugustöng í fermingargjöf. Það var góð gjöf.“ Lárus Karl segir samstarfið við Sigurð Pálsson hafa verið skemmtilegt. „Straumflugurnar í bókinni eru veiðiflugur sem hann heftir ratað á, þróað og notar sjálfur. Þarna er t.d. óhefðbundnar útgáfur af Black Ghost og fleiri flugurn. Þegar hann breytir upp- skriftunum setur hann SP á eftir. Hvort það er fýrir „special version" eða bara upphafsstafirnir hans verða menn að geta sér til um sjálfir. 38 4'09

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.