Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Qupperneq 38

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Qupperneq 38
I LÁRUS KARL C LÁRUS KARL INGASON GEFUR ÚT STÓRGLÆSILEGA RITRÖÐ UM FLUGUR í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU ÞURRFLU GAN ER TOPPURINN Síðastliðið haust gaf Lárus Karl út aðra bókina í ritröðinni Flugur í íslenskri náttúru. Þar var á ferðinni stórglæsilegt verk um straumflugur sem lífskúnstnerinn, hnýtarinn og veiði- maðurinn Sigurður Pálsson hnýtti sérstaklega fýrir bókina. Lárus Karl hefur verið öflugur í útgáfu veiðibóka því hann tók einnig allar myndirnar í hina stórglæsilegu bók Fluguveiði á Islandi. „Arið 2002 gaf ég út litla bók sem hét Draumafluguboxið. Hún var fljót að seljast upp og ég kom út annarri slíkri bók árið 2006. Þessar bækur slógu í gegn og í framhaldi af þeim fór ég að huga að útgáfu á aðeins veglegri bókum. Ég hugsaði þetta alltaf sem þriggja bóka röð. Nú eru komnar út tvær bækur í þessari ritröð, Laxaflugur og Straumflugur og sú þriðja er í vinnslu. Þar mun ég taka fyrir silunga- flugur og hef ég þegar tryggt mér hnýtara og veiðimenn í það verk- efni. Þessum bókum hefur verið mjög vel tekið og ég þarf að fara að huga að endurprentun á þessum tveimur fýrstu því þær eru nánast uppseldar,“ segir Lárus Karl. Lárus Karl hefur veitt frá því hann var smápolli. „Ég ólst upp í Borgarprenti hjá afa mínum Ola Vestmann sem var dyggur félagi í Stangaveiðifélaginu og mikill veiðimaður.Við fórurn saman í Þing- vallavatn, Hvammsvík og fleiri vötn. Hann sagði mér mergjaðar veiðisögur úrVatnsdalsá þar sem hann veiddi í mörg ár. Þá veiddu menn bara fýrir neðan Flóðið og voru ekkert að flækjast upp í dal. Það var óþarfa fýrirhöfn. Ég lærði offsetljósmyndun og setningu og hef því talsvert vit á prenti þótt ég segi sjálfur frá. Það nýtist mér þegar ég gef út bækur sjálfur því ég veit hvað er að gerast í prent- vélunum. Fluguveiðar hef ég síðan stundað frá því ég fekk flugustöng í fermingargjöf. Það var góð gjöf.“ Lárus Karl segir samstarfið við Sigurð Pálsson hafa verið skemmtilegt. „Straumflugurnar í bókinni eru veiðiflugur sem hann heftir ratað á, þróað og notar sjálfur. Þarna er t.d. óhefðbundnar útgáfur af Black Ghost og fleiri flugurn. Þegar hann breytir upp- skriftunum setur hann SP á eftir. Hvort það er fýrir „special version" eða bara upphafsstafirnir hans verða menn að geta sér til um sjálfir. 38 4'09
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.