Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 42
I
BRÉF FRÁ VEIÐIMÖNNUM
c
LAXVEIÐI I KREPPUNI
- HVAÐ ER TIL RÁÐA?
Ari Þórðarson og dr. Jónas Jónasson hafa farið víða til
veiða. Þeir velta fyrir sér stangveiðum í kreppunni og
veiðileyfamarkaðnum eins og hann blasir við í dag.
að er farið að styttast verulega í sumarið og eins og
fleiri veltum við félagarnir fyrir okkur hvert á að
halda til veiða í sumar. A hverju ári í meira en 25 ár
hafa þessar vangaveltur okkar verið í gangi á þessum árstíma enda
nauðsynlegt að horfa svolítið fram á veginn þegar komast á í
almennilega veiði. Að mörgu er að hyggja - hvenær kemst
maður frá vegna vinnu, í hvaða ár er laust, eru vinirnir klárir,
hvað þarf að borga — já, hvað kosta veiðileyfin eiginlega?
Vorið 2008 var ekki mikið til af lausum laxveiðileyfum þegar
komið var fram undir páska. Það var eiginlega búið að selja allt.
Veiðimenn höfðu keppst við að hamstra veiðileyfi eins og hvert
og eitt væri það síðasta sem væri í boði.
Vorið 2009 eru gjörbreyttar aðstæður og við blasir breytt
heimsmynd í litla stangveiðiheiminum á Islandi.
Veiðin í fyrra - metárið 2008
Líklega verður ársins 2008 minnst í sögubókum sem frábærs
metárs í laxveiði enda veiddust rúmlega 81.000 laxar. Af þeim
komu 27.000 úr hafbeitaránum. Veiðimenn rifu upp laxa en
einnig silunga sem aldrei fyrr. Miðað við þróunina undanfarin ár
hefur hlutfall íslenskra veiðimanna líklega farið vaxandi á kostnað
útlendinga. Á besta laxveiðitímanum, miðsumars, einokuðu fjár-
málafyrirtækin og boðsgestir þeirra bestu árnar en við hin fengum
að veiða jaðrana.
Arí Þórðarson með fimm
kílóa láx úr Hofsá í byrjun
júlí ífýrrasumar.