Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Qupperneq 44

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Qupperneq 44
BRÉF FRÁ VEIÐIMÖNNUM c I Við félagarnir vorum heppnir síðasta sumar. Þrátt fyrir að ekkert mál væri að selja veiðileyfi í flestar sprænur og eftirspurnin væru töluvert umfram framboð héldum við þeim dögum sem við höfum verið með undanfarin ár. Við fengum t.d. veiðidaga í Norðurá, vötn á Skagaheiði, i Sogið, Laxá í Kjós, Hofsá og Flóku í Borgarfirði. Veiði gekk yfirleitt vel og ýmislegt skemmilegt gerðist eins og á að gerast í öllum góðum veiðiferðum. Annað sem einkenndi árið var að verð veiðileyfa hélt áfram að hækka. Mörg ár í röð hefur þessi þróun verið samfelld og virtist lengi vel engan endi ætla að taka. Dýrustu silungsleyfi komin yfir 25.000 kr á dag og dýru laxveiðileyfin í áður óþekktar hæðir. Og allt seldist. Veiði Islendinga erlendis hefur aukist töluvert. Veiðileyfi í Rúss- landi, Skotlandi, Argentínu, Kanada og jafnvel Alaska voru seld Islendingum sem með því kynntust nýju umhverfi. Fyrir tveimur árum áttum við felagarnir kost á því að kynnast svona veiði en í ársbyrjun 2007 fórum við ffábæra ferð til Argentínu. Við vorum ó trúlega heppnir með aðstæður og vikuferð skilaði 7 4 risasj óbirtingum á land. Öllum var reyndar sleppt en meðalþunginn var um 6 kg. Kreppuveiðisumarið 2009 Nú er öldin önnur og aðstæður gerbreyttar. I framhaldi af bankahruninu margrædda biðla veiðileyfasalar nú til útlendinga enda eftirspurnin hrunin hjá íslenskum veiðimönnum.Vart hefur orðið beinna verðlækkana eða að verðið sé haldið óbreyttu síðan í fyrra. A þessu eru líka undantekningar; verð veiðileyfa í Laxá í Mývatnssveit sem SVFR er með en þar hefur verð hækkað um meira en 50 % á milli ára suma daga. Undanfarin ár hefur laxveiði aukist jafnt og þétt í íslenskum ám. Mesta aukningin hefur verið í Rangánum. Ahugi fyrir veiði í Rangánum hefur verið mikill og veiðin hreint ótrúleg. Oft heyrir maður gamalgróna veiðimenn tala niðrandi um þessar veiðar. Þeir líkja Rangánum við fiskeldisker. En þessari frábæru viðbót ber að taka fagnandi til að svala veiðifýsn aukins fjölda veiðiáhugamanna svo og til að tryggja nauðsynlega nýliðun í röðum okkar. I framtíðinni mun þetta tryggja áhuga fleiri veiðimanna í fleiri íslenskum ám. I lauslegri könnun sem við félagarnir gerðum nýlega sýnist okkur töluverður fyöldi veiðileyfa enn vera í boði hjá veiðileyfasölum. Það fellur ágætlega saman við umræðu meðal veiðimanna. Menn bíða með kaup á leyfum. Þessi orðrómur virðist vera nokkuð útbreiddur og kannski hefur hann dregið úr sölu leyfa þennan veturinn hvað sem verður áður en vorar að fullu. Spennandi verður að fylgjast með áhuga veiðimanna á að sleppa stórlaxi eins og Veiðimálastofnun hefur skorað á okkur að gera undanfarin sumur. Síðustu ár hefur sleppingarhlutfallið hægt og bítandi farið upp á við og er nú um 18 % fyrir allan lax en um 53 % fyrir stórlax. Öll árin er flestum löxum sleppt í sömu ánum en það eru Selá, Hofsá, Vatnsdalsá og Haffjarðará. Veiðimenn i öðrum ám þurfa að fylgja þessu fordæmi svo tilmæli Veiðimálastofnunar beri árangur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.