Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 46

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 46
BRÉF FRÁ VEIÐIMÖNNUM TVÆR BLEIKJUR Á í EINU Ari og Jónas segja frá ævintýralegri Grænlandsför. Til að krydda fibreytta tilveru okkar sumarið 2008 ákváðum við að fara sex saman til Nuuk á Grænlandi í lok ágúst í bleikjuveiði. Þessi ferð varð sú eftirminnilegasta það sumarið því enginn okkar hafði lent í annarri eins veiði. Bleikjurnar sem við náðum töldust í hundruðum þessa þijá daga sem fengum að veiða. Allar veiddust á flugu og flestum var sleppt aftur eins og venja er á þeim slóðurn. A morgnana sigldum við yfirleitt eina klukku- stund á hraðbát áður en við komunr að veiðiánni. Síðan var gengið í rúman klukkutíma áður en við komum að íýrstu hyljunum.Við ætluðum ekki að trúa okkar eigin augum þegar við sáum torfurnar í hyljunum. Það var bara blámi sem var oft tugir fermetra að umfangi, eingöngu bleikjur. Þegar maður kastaði varlega var yfirleitt strax fiskur á. Ein áin sem við kunnum ekki nafnið á átti upptök sín í stöðuvatni sem var fiskgengt. Okkur var sagt að þar væri oft góð veiðivon í útfallinu. Þegar við komum þangað gáraði vatnið og enginn fiskur sást. Samt var kastað og fljótlega hljóp fiskur á. Síðan lygndi aðeins og þá sást ein stærsta bleikju- torfa sem við höfuni augum litið. En hvegu átti að kasta á torfuna? Við prófuðum rauðgulan Nobbler sem gafnokkra fiska, síðan Heimasœtuna sem gaf líka. Síðan voru hinar og þessar flugur prófaðar og gaf okkur einna best á Síli bleikt. Síðan var farið yfir fluguboxið og þá uppgötvuðum við tvo Súdda sem Jónas hafði hnýtt fyrir Súdda leiðsögumann í Breiðdalnum til sjóbleikjuveiða. Um leið og hún kom í vatnið var bleikja á og svo önnur og önnur.Jónas prófaði því að setja hinn Súddann á „dropper" og þá fékk hann tvær bleikjur á í einu. Það var ekki leiðinlegt að vera með stöng fyrir línu 5 og þreyta tvær þriggja punda bleikjur samtímis. Þetta var hins vegar svolítil kúnst að fá tvær til að taka í sama kastinu. Best reyndist að láta þá sem var fyrri til að taka fluguna draga út línuna og yfir torfuna. Þannig landaði doktorinn þrisvar sinnum tveimur bleikjum í einu. Ari ÞórSarsoti og dr. Jónas Jónasson em áhugamenn um stangveiði Flugfélag Islands býður upp á ævintýraferðir til Grænlands. jlugfelag.is

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.