Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 50

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 50
Tálmi 11 - Úrhylur bleikju á þessum stað snemmsumars og liggur hún oft í enda strengsins ofarlega. Tálmi 6 - Hólmabrekkur Hólmabrekkur er fyrsti staðurinn í Tálma fyrir neðan hraunkantinn. Þarna sameinast tvær kvíslar og er aðal tökustaðurinn neðan til þar sem áin hægir á sér. Helst er að fá bleikju á þessum stað með andstreymisveiði en af og til veiðist þarna lax síðsumars. Tálmi 8 - Skógargljúfur VEIÐISTAÐIR FYRIR OFAN TÁLMAFOSSA Skógargljúfur er kyngimagnaður staður rétt ofan viðTálmafossa. Eins og íTálmafossum má segja að Skógargljúfur geymi nokkra veiðistaði. Bæði fyrir ofan og neðan skiltið er merkir staðinn. Að jafnaði er besti staðurinn þar sem skiltið er. Þar er mjó renna í ánni og getur fiskurinn legið beggja vegna í rennunni alveg niður á brot. Tálmi 7 - Tálmafossar Tálmafossar eru einn af fallegri veiðistöðunum á vatnasvæði Hítarár.Tálminn fellur niður meðfram hraunkantinum í mörgum litlum fossum og flúðum. Umhverfi Tálmafossa er dulúðugt og fagurt. Segja má að Tálmafossar séu í raun átta mismunandi veiðistaðir. Ofantil eru nokkrir litlir fossar sem laxinn stansar oft í á leið sinni í Grjótánna. Neðantil fellur áin niður í djúpan hyl sem geymir laxa mest allt sumarið. Þennan hluta Tálmafossa er best að veiða ofan við klettinn á bakkanum austanmegin. Rétt fyrir neðan þennan hyl tekur áin beygju til austurs og á þessu svæði eru nokkrir hyljir sem allir geta geymt fisk. Neðst í Tálmafossum er falleg breiða og er þessi staður skemmtilegur flugustaður. Hér liggur fiskurinn milli mosavaxinna steina og erfitt að koma auga á hann þó að horft sé næstum beint niður í hylinn ofan af hrauninu. Fara verður varlega að öllum hyljunum í Tálmafossum og eins og í öðrum stöðum í Tálma og Grjótá skal veiða staðinn fyrst áður en hann er skyggndur. Tálmi 9 - Rauðhóll Rauðhóll dregur nafn sitt af rauðleitum vikurhól á bakkanum vestanmegin. Meðfram Rauðhólnum er grunnur strengur og liggur laxinn við landíð að vestanverðu ef hann er á þessum stað á annað borð. Gott er að fara yfir þennan stað með flugu og getur laxinn legið á örgrunnu vatni neðantil í staðnum ef vatn er gott. Síðasta sumar var töluvert um að lax stoppaði í strengnum og fengust þónokkrir á mismunandi Frances-flugur. Tálmi 10 - Hólmi Einn af betri bleikjuveiðistöðum í Hítará II. Frábær staður til þurrfluguveiða þegar aðstæður bjóða upp á það. Bleikjan getur legið á ýmsum stöðum í Hólma en mest er hún við landið vestanvert þar sem kvíslarnar koma saman aftur. Af og til veiðist lax í Hólma og liggur hann í strengnum sem myndast þegar kvíslarnar koma saman. 50 4'09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.