Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Qupperneq 52

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Qupperneq 52
VEIÐISTAÐALÝSING HÍTARÁ II C miklu vatni getur lax legið alveg niður á brot. Eins og í öðrum veiðistöðum Hítarár II fer flugan mjög vel á þessum stað. Veiðistaður 7 Er rétt ofan við Efri-Breiðu. Fallegur strengur sem fellur með landinu að vestanverðu. Þarna veiðast á hveq'u ári nokkrir laxar en það er misjafnt milli ára. Besti tökustaðurinn er þar sem hægir á strengnum. Veiðistaður 8-12 Frá veiðistað 8 og upp að veiðistað 12 eru nokkrir strengir og breiður sem af og til gefa lax yfir sumarið en á þessu svæði er vegurinn meðfram ánni nokkuð langt frá og því eru þessir staðir ekki mikið reyndir. Veiðistaðir við Hróbjörg Til að komast að veiðistöðum við Hróbjörg er hægt að velja um tvær leiðir. Farið er upp Hítardal, framhjá bænum og réttinni, keyrt áfram upp fyrir Hróbjörg og beygt þar að ánni. Hinsvegar er hægt að fara sömu leið og að Kattarfossi. Þá er beygt af slóðanum við læk sem rennur yfir veginn og fylgt slóða að neðanverðum Hróbjörgum. Sú leið er einungis fær breyttum jeppum. Veiðistaður 13 - Hraun Hraun er falleg breiða rétt neðanvið Hróbjörgin. Ekki er gott að komast að þessu svæði að austanverðu á fólksbíl en grófur jeppa- vegur er að stöðunum rétt neðan við Hróbjörgin. Ain fellur meðfram hraunkanti að austanverðu og liggur fiskur meðfram þessum kanti. Á þessum stað er bæði lax og bleikja. Veiðistaðir 14 Hróbjargahylur, 15 Dýjabakki og 16 Sandsteinshylur Ekki hef ég orðið mikið var við laxa á veiðistöðum 14, 15 Dýja- bakka og 16 Sandsteinshyl en oft er hægt að hitta á bleikju á þessunt stöðum. En hún getur verið erfið á köflum. Síðustu árin hefur bleikju á vatnasvæði Hítarár fækkað rnikið og kemur það einnig fram í Hítará II. Þegar ég eltist við bleikjuna nota ég nær eingöngu andstreymisveiði með eða án tökuvara eða þurrflugu. Veiðistaður 17 - Langhylur Er langur hylur er rennur meðfram Hróbjörgum. Helst er að hitta á bleikju á þessum stað. Eitt sinn var ég við veiðar með frænda mínum og við hófum veiðar efst í hylnum þar sem við höfðum séð nokkrar bleikjur. Ekki vildu þær það sem við buðum þeirn og þegar við komum niður undir miðjan hylinn þá fannst okkur eins og botninn hreyfðist. Við skyggndum hylinn þá betur. Þá kom í ljós að hann var fullur af stórri staðbundinni bleikju. Eftir stutta stund fældist torfan og dreifði sér. Ákváðum við þá að telja gróflega ^öldann og þegar við höfðum talið á annað hundrað bleikjur hættum við. Otrúleg sjón. Veiðistaður 18 - Nielsen Nielsen er veiðistaður rétt ofan við Langhyl. Þetta er fallegur hylur þar sem áin þrengist milli leirklappa í botninum. Á þessum stað fast oft stórar bleikjur í bland við lax. Aðaltökustaðurinn er í rennunni þar sem áin þrengist milli leirklappanna. Fara verður varlega að þessum stað til að ná árangri. Veiðistaður 19 - Hornið Hornið er djúpur hylur þar sem áin beygir aftur að Hróbjörgunum. Við grasbakkann er mjög djúpt og þar meðfram eru bestu tökustaðirnir. Best er að veiða þennan stað frá sandeyrinni að austanverðu. Veiðistaður 20 - Elfarsfljót Elfarsfljót er rétt ofanvið Hornið, langur hylur með hægum straumi. Misjafnt er hvar fiskurinn heldur sig eftir vatnsmagni en ég hef oftar fengið bleikju á þessum stað en lax. Best er að veiða þennan stað andstreymis með þyngdum púpum og hefur Peacock reynst vel ásamt PheasantTail. Veiðistaður 21 - Onnustrengur Önnustrengur tekur við af Elfarsfljóti og er fallegur strengur en hefur verið að grynnast síðustu árin. Helst er að hitta á bleikju á þessum stað og hef ég fengið fina veiði á þurrflugu í þessum stað. Mest nota ég Black Gnat #14 og 16 og Adams þegar þurrfluga verður fyrir valinu. Veiðistaður 22, 23, 24 Sandlækjarhylur og 25 Bleikjubakki Þessir veiðistaðir eru við ofanverð Hróbjörgin og er misjafnt milli ára hvernig veiðin er. Helst er að hitta á bleikju á þessum stöðum en staðirnir breyta sér nokkuð milli ára. 52 4 09
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.