Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Qupperneq 54
VEIÐISTAÐALÝSING HÍTARÁ II
C
I
Góð veiði úr Grjótá og Tálma.
VEIÐISTAÐIRVIÐVEIÐIHÚSIÐ
Grjótá 6 - Húsastrengur
Rétt fýrir ofan nýja veiðihúsið við Grjótá er fallegur strengur.
Ekki veiðast margir fiskar á þessum stað yfir sumarið en á
aðalgöngutíma er rétt að prófa þennan stað.
Grjótá 7 - Hornið
Rétt neðanvið Gamla-Húshyl er lítill strengur, rétt bak við
hraunhornið. Ekki hafa margir fiskar veiðst á þessum stað í gegn
um tíðina en af og til fæst þar fiskur, helst á maðk. Ekki er auðvelt
að komast að til að veiða þennan stað.
Grjótá 8 - Gamli húshylur
Áður fyrr hét þessi staður Húshylur en eftir að nýja veiðihúsið kom
þá er rétt að nefha þennan stað Gamla-Húshyl. Áin feliur þarna
niður Mtinn foss sem getur orðið nokkur farartálmi fyrir laxinn ef
vatn er mikið í Gijótá. Undir fossinum er djúpur pyttur sem grynnist
hratt upp á brotið. í klettinum austanmegin er áin búin að grafa helH
og Mggur laxinn oftast rétt neðan við helMnn, við bakkann austan
megin. Einnig er hann oft þar sem hvítfýssinu sleppir, við steina í
botninum. Þennan stað er bæði hægt að veiða með flugu og maðki.
I báðum tilvikum er staðið við veiðarnar upp við fossinn. Eftir að
fiskur hefur tekið vandast málið því eini löndunarstaðurinn er rétt
neðan við fossinn og er gott að hafa aðstoðarmann með við
löndunina. Eitt sinn sem oftar vorum við faðir minn að veiðum á
þessum stað og vorum búnir að reyna góða stund við fiskana í
hylnum með ýmsum flugum án þess að laxarnir sýndu nokkur
viðbrögð við tilraunum okkar.Var þá ákveðið að prufa maðkinn og
skiptum við um stað.Var maðkinum slakað niður á réttan stað og
eftir stutta stund var byijað að narta. Eftir stutta stund var lax kominn
á færið og bremsan hert. Unt leið og fiskurinn fann fýrir önghnum
snéri hann sér við og fór niður úr hylnum niður í Hornið. Nú voru
góð ráð dýr, Mnan upp við hraunklettinn og fiskurinn bakvið.Var
ekki um annað að ræða en stökkva af stað og halda Mnunni ffá
klettinum. Smátt og smátt tókst að mjaka fiskinum uppí hyfinn aftur
og eftir drykklanga stund var faUegum 9 punda laxi landað.
Grjótá 9 - Hlóðaklettar
Hlóðaklettar eru rétt ofan við Gamla-Húshyl. Þetta er tvískiptur
staður, strengur er fellur fram hjá ganda brúarstólpanum og liggur
fiskur þar sem hvítfýssinu sleppir, hinsvegar getur fiskur legið
upp við klettana þar sem áin tekur smá sveig. Oft er fiskur á
þessurn stað á göngutíma og seinni hluta sumars.
Grjótá 10 Eiríkshola, 11 Hallastrengur, 12,13
Skógarstrengur, 14,15 og 16 Hraunbolli.
Veiðistaðir 10 að 16 eru mjög líkir og má lýsa þeim á svipaðann
hátt. Áin fellur í stuttum strengjum niður í grunna hylji og liggur
laxinn á svipuðum stöðum á þessum kafla. Sé nóg vatn þá
54
4 09
J