Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 56

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 56
Grjótá 31 - Efstabreiða lítið yfir sér en á milli steinanna er hægt að hitta á lax. Fer mikið eftir vatnsmagni hvar fiskurinn heldur sig. Eitt sinn er ég var þarna við veiðar þá fór ég niður að þessum stað og renndi á undan mér maðki. Þegar ég var búinn að fara í gegn um allan staðinn lágu fjórir fiskar á bakkanum og var enginn af þeim á sama stað. Þetta er svolítið lýsandi fyrir Gq'ótá. A göngutíma er hægt að hitta á fisk hvar sem er. Grjótá 24 - Minkurinn Minkurinn er lítill foss rétt ofan við Mosa. Undir fossinum er ekki hylur og er því laxinn í strengnum við útfallið úr hylnum. Liggur hann við landið austanvert og oft fast upp við land. Þessi staður er veiddur með maðki. Grjótá 25 - Fossbreiða Fossbreiða er djúpur hylur í framhaldi af Fosshyl. Fara verður varlega að þessum stað til að styggja ekki lax sem getur verið í hylnum. Laxinn liggur þar sem grynnkar upp við steina sem eru í botninum austan megin. Best er að veiða þennan stað með maðki. Grjótá 26 - Fosshylur Fosshylur er nokkrum metrum ofan við Fossbreiðu og er fallegur hylur niðurundan einum affossum Grjótár. Laxinn liggur neðan við hvítfyssið og stundum, þegar vatn er gott, i útfallinu þar sem fellur ofan í Fossbreiðu. Best er að koma að þessum stað að ofan og renna maðki niður í hylinn.Við löndun er hætta á að maður trufli hylinn svo fara verður varlega. Grjótá 27 - Fossbrún Frá Flathyl er þó nokkur spotti niður að Fossbrún. Fossbrún er litili hylur ofan við Fosshylinn og er helst að hitta á fisk á þessum stað í göngu. Ekki hefbr verið skráður fiskur á þessum veiðistað í mörg ár. Grjótá 28 - Flathylur Neðan við Múlaselsstreng tekur við nokkurt svæði þar sem veiðivon er dauf. En margir veiðimenn ganga fram hjá Flathyl og halda að ekki sé nokkur fiskur í honum. Enda lætur hann lítið yfir sér. Oft er hægt að hitta hér á fisk en það er misjafnt milli ára. Ain rennur þarna í stuttum streng niður í grunnan hyl með steinum á víð og dreif. Á milli þessara steina liggur oft lax en þar sem straumurinn er hægur er erfitt að koma agninu rétt að fiskinum og vegna steinanna er erfitt að nota flugu. Grjótá 29 - Múlaselsstrengur Rétt neðan við Hraunkarl beygir áin til vesturs og rennur í streng meðfram hraunkanti. Neðantil í strengnum eru nokkrir steinar sem lax liggur við ef hann er á staðnum. Þegar ég veiði þennan stað læt ég maðkinn síga hægt og rólega niður strenginn að steinunum. Helst er að hitta á fisk á þessum stað i göngu. 56 4'09

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.