Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 57

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 57
Grjótá 30 - Hraunkarl Hraunkarl dregur nafn sitt af háum hraundranga sem áin skríður meðffam að austanverðu. Misjafnt er hvar laxinn liggur eftir vatnshæð en oftast er hann utan við aðal strenginn neðantil í hylnum. Best er að standa við klettinn að vestanverðu og renna maðki niður með strengnum. Ef lax tekur þá vandast málið því ekki kemst maður niður með hraundranganum og því eina ráðið að teyma fiskinn upp strenginn og landa honum í lítilli vík ofan við hraundrangann. I fýrrasumar vorurn við þarna félagarnir með börnin okkar og einn morgtininn fengust þrír maríulaxar úr þessum stað. AUir um 5 pund. Grjótá 31 - Efstabreiða Efstabreiða er einn af faum veiðistöðum í Gijótá sem vel er hægt að veiða með flugu. Efitabreiða er löng renna sem breiðir fallega úr sér. Lax getur legið hvort heldur sem er, uppi í rennunni eða fossinum og alveg niður á brot. Fara verður varlega að þessum stað og er auðvelt að skemma fyrir sér með því að byrja að skyggna staðinn. Best er að byija að veiða þennan stað uppi við fossinn og fera sig hægt og rólega niður á breiðuna. Mjög skemmtilegt er að veiða neðri hlutann með gárutúbu eða smáflugum. Oft er flugan komin fast að landinu þegar laxinn tekur og verður takan því oft grönn og miklar líkur á að fiskurinn losi sig af. Eitt sinn var ég við veiðar á þessum stað með góðum felaga.Vorum við búnir að fa sinn fiskinn hvor. Renndi ég maðki niður í strenginn fyrir neðan fossinn og fljótlega fann ég að nartað var í. Beið ég nokkra stund eftir að fiskurinn væri búinn að taka aknennilega. En hvað gerðist? Það var allt fast hjá mér. Öngullinn hafði lent á milli mosavaxinna steina og fest þar. Á meðan ég reyndi að losa festuna þá beið felagi minn ekki boðanna og renndi maðki undir línuna hjá mér og viti menn, eftir skamma stund var lax kominn á hjá honum og ég enn með allt fast í botni.Var því fatt um góð ráð hjá mér annað en slíta. Aðstoðaði ég svo félaga minn að landa og innan skamms var falleg 6 punda hrygna komin á land. Grjótá 32 - Efstifoss Efstifoss er efsti veiðistaður í Gijótá. Ekki veiðist mikið í Efstafossi en af og til fæst þar fiskur. Helst þegar nóg vatn er í ánni. Ef lax er í Efstafossi liggur hann í rennu við landið að vestanverðu. Grjóta ofan við Efstafoss Fyrir ofan Efstafoss er hægt að hitta á staðbundinn urriða sem kernur úr Gijótárvatni. Af og til hef ég séð urriða skráðan í Grjótá ofan við Efstafoss. Veiðst hafa urriðar allt að 5 pundum fyrir neðan Gijótárvatn. En þetta svæði er lítið stundað. Veiðisvæði Hítarár II er víðfemt og fjölbreytt og gerir misjafnar kröfur til veiðimanna. Höfundurinn Reynir Þrastarson er í árnefnd Hítarár og hefur verið leiðsögumaður við ána um árabil. 4 09 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.