Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 60

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 60
Frá opnun Elliðaánna 1960. Frá vinstri Viggó H. V. Jónsson, Steingrímur Jónsson, GunnarThoroddsen, Viglundur Möller, Geir Hallgrímsson og Jón Þorvarðarson. FYRSTI FUNDURINN Á HÓTEL VÍK Lögð voru drög að stofnun SVFR á fundi á Hótel Vík þriðjudaginn 9. maí 1939. ffundargerðfrá þeimfundi segireftirfarandi: Fundur var settur af Gunnari E. Benediktssyni lögfræðingi. Fundarstjóri var kosinn Óskar Norðmann stórkaupmaður en hann tilnefndi sem ritara Pétur Halldórsson. Gunnar E. Benediktsson kvaddi sérfyrstur hljóðs og lýsti tilgangi með boðun fundarins. Kvaðst hann fyrir nokkru síðan hafa átt tal við Friðrik Þorsteinsson um framtíð laxveiði í Elliðaánum. Hefði þeim komið saman um að boða til fundar með þeim veiðimönnum er stundað hefðu veiðar þar undanfarið. Öllum væri nú kunnugt hvernig veiði hefði gengið síðastliðið sumar. Veiði hefði rýrnað með ári hverju svo tvö síðastliðin sumur hefðu aðeins veiðst tæplega 500 laxar hvort sumar. Væri það óeðlilega lítið miðað við þá laxmergð sem þar hefði verið fyrr á árum. Ástæðan fyrir þessari minnkandi göngu í árnar og um leið minni veiði væru margvíslegar. Mætti fyrst nefna ólagið á rennslinu, enda þótt lofað hefði verið síðastliðið sumar að árnar fengju að renna frjálsar. Flutningur laxins hlyti að vera honum hvimleiður.Viðhald árinnar væri ekkert sem mætti sjá af því að í mörgum hyljum sem áður féllu laxinum vel í geð, stöðvaðist nú ekki lax. Ádráttur færi fram á haustin í flestum hyljum sem lax væri von svo eðlilegt klak væri nú nánast útilokað. Síðan væri mikill hluti klaklaxins seldur, svo árnar fengju ekki að njóta nema lítils hluta þess klaks, sem þeim að réttu bæri. Þá hefðu þeir félagar átt tal við rafmagnsstjóra um væntanlega útleigu á ánum í sumar. Hefði hann verið bjartsýnn um það. Jafnvel dottið í hug, ef erfitt yrði að leigja þær yfir allt sumarið, að þá leigja út dag og dag með mismunandi verði, eftir því hvenær það væri á sumrinu. í lok ræðu sinnar sagði Gunnar að hann teldi rétt að þessi fundur veiðimanna í Elliðaánum tæki ákvörðun fyrir sitt leyti, hvað gera skyldi með þær í sumar.Taldi hann og rétt að stofnaður yrði félags- skapur um árnar sem ef til vill hefði einnig það takmark að stuðla að „heiðarlegum" veiðiskap. Ýmsir fleiri tóku til málsenfundinn sóttu 16menn.Virtust menn vera á eitt sáttir um að rétt væri að stofna allsherjar veiðifélag. Eftir umræður kom tillaga frá Gunnari E. Benediktssyni um að kjósa fimm manna nefnd til að undirbúa stofnun allsherjar veiðifélags og viðaukatillaga frá Óskari Norðmann að athuga samhliða möguleika á veiði í Elliðaánum framvegis. Þessar tillögur voru samþykktar samhljóða og í nefndina kosnir þeir Gunnar E. Benediktsson, Friðrik Þorsteinsson, Brynjólfur Stefánsson, Óskar Norðmann og Einar Tómasson. STOFNFUNDUR í BAÐSTOFU IÐNAÐARMANNA Árið 1939, miðvikudaginn 17. maí kl. 20:30 var fundur settur f Baðstofu iðnaðarmanna. Fundinn setti Gunnar E. Benediktsson. Fundarstjóri var kosinn Óskar Norðmann en hann tilnefndi sem ritara Sigmund Jóhannsson. Fyrstur tók til máls Gunnar E. Benediktsson og skýrði hann frá störfum nefndarinnar sem kosin var á síðasta fundi. Hefði nefndin skipt með sér störfum þannig að þeir Friðrik Þorsteinsson og Einar 4 09

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.