Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 65

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 65
NÝRNAVEIKI í LAXFISKUM Mynd 1. (a) Fiskur með afgerandi einkenni nýrnaveiki; nýrað er þrútið og alsett hvítum bólguhnúðum. (b) Fiskur með eðlilegt nýra. stöðva. Þau seiði voru ekki skimuð fyrir nýrnaveikismiti, enda slíkt ekki skylt. Eftirlit með nýrnaveiki á íslandi Haustið 1985, í kjölfar 1985-hrinunnar, hóf Rannsóknadeild fisksjúkdóma á Keldurn, í samvinnu við dýralækni fisksjúkdóma og héraðsdýralækna, kerfisbundna skimun fyrir nýrnaveiki- bakteríunni í klakfiskum til þess að hindra smitdreifmgu með hrognum frá sýktu foreldri og hefur skimunin staðið óslitin síðan. Villtir klakfiskar (þ.e.a.s. hrygnur) sem notaðir eru til uppbyggingar laxastofna í veiðiánt, svo og hlutfall klakfiska af eldisuppruna, eru skimaðir fyrir bakteríunni á hverri klaktíð. Hrognum undan fiskum sem smit greinist í er eytt. Þessi kerfisbundna skimun klakfiska hefur skilað góðum árangri og frá árinu 1992 til ársins 2003 var smit einungis greint í stöku tilfellum, þá einkuni í villtum klakfiskum (sbr. gögn Fisksjúkdómadeildar). Á þessu tímabili hafa orðið nokkrar breytingar á rannsóknar- aðferðum. Fyrstu árin var bakterían einangruð úr sýktum fiskuni á sérstöku valæti (Benediktsdottir et al., 1991; Gudmundsdottir et al., 1991). Megingalli þessa prófs var langur ræktunartími, þ.e.a.s. allt að 12 vikur, sem er allt oflangur tími út frá sjónarmiði forvarna. Frá árinu 1991 hefur ELISA-prófi verið beitt (Gudmundsdottir et al., 1993), en það nemur mótefnavaka (prótein) sem bakterían ber utan á sér og seytir jafnframt út í vefi fisksins. Þetta próf er sértækt, næmt og hraðvirkt og tæknilega er unnt að fa niðurstöðu innan 2ja til 3ja daga. I sérstökum tilfellunr er beitt svokölluðu flúrljómandi mótefna-prófi. Prótein bakterí- unnar er þá litað með sértækum flúrmerktunr nrótefnunr sem sjást með smásjárskoðun í vefjasýnunr. Þetta próf er ekki jafn- nænrt ELlSA-prófinu. I seinni tíð hafa konrið fram svokölluð PCR-próf senr nenra og nragna upp erfðaefni bakteríunnar, og er enn verið að þróa þau og bæta, bæði hérlendis og erlendis. Mynd 2.Tíðni nýrnaveikismits íklakfiski veiddumtil undaneldis árin 1991-2008 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 200X Mynd 3. Hlutfall áa sem smit greindist í árin 1999-2008 Smit og sjúkdómur Rétt er að gera skýran greinarmun á smiti annars vegar og sjúkdómi hins vegar. Eins og fram hefur komið er nýrnaveikismit 4'09 65

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.