Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 4
Þessi gjaldþrot eru annað og þriðja stærsta bankagjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, aðeins gjaldþrot Washing- ton Mutual, 2008, er stærra. Íslendingar þyngjast hraðar en Bandaríkja- menn. Okkar ammoníak er grænt og kolefnislaust. Guðbjörg Rist Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Atmonia Heimsmarkaðurinn er að átta sig á nýrri íslenskri aðferð við framleiðslu á ammoníaki sem er græn og kolefnislaus. Fyrsti stóri samningurinn er í höfn sem kallar á fleiri starfsmenn og risafjármögnun. ser@frettabladid.is IÐNAÐUR Sád i-a r abísk a iðn- fyrirtækið Sabic, dótturfyrirtæki Aramco sem er eitt stærstu olíufélag heims, hefur keypt einkaréttinn á nýrri og umhverfisvænni fram- leiðsluaðferð á ammoníaki sem íslenska efnafyrirtækið Atmonia hefur fundið upp og þróað á síðustu árum. „Þetta eru kaflaskil í okkar starf- semi,“ segir Guðbjörg Rist Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Atmonia. „Samningurinn við Sádana er stór og kallar á meiri mannskap og fjár- mögnun,“ bætir hún við, en forráða- menn Atmonia leita nú að tuttugu milljóna dala viðbótarfjármagni til að þróa reksturinn enn frekar, eða sem nemur þremur milljörðum íslenskra króna. Atmonia er afsprengi rannsókna innan Háskóla Íslands og var stofn- að 2016. Guðbjörg Rist réðst til fyrir- tækisins 2018 og var þá fyrsti starfs- maður þess. Fimm árum seinna eru þeir orðnir átján. Velgengni fyrirtækisins má rekja til nýrrar tækni við ammoníaks- framleiðslu sem er bæði einfaldari og umhverfisvænni en áður hefur þekkst. Gamla aðferðin sem hefur verið notuð frá því fyrst var byrjað að framleiða ammoníak í upphafi síðustu aldar er afar mengandi, en vetnið í efninu, sem unnið hefur verið úr gasi og kolum, er þvingað saman við nitur undir miklum þrýstingi og hita. Þessi gamla aðferð hefur kallað á stórar og tæknilega flóknar verksmiðjur sem þurfa, aðferðarinnar vegna, að vera sístarfandi. „Okkar tækni er allt öðruvísi,“ segir Guðbjörg Rist. „Okkar amm- oníak er grænt og kolefnislaust,“ útskýrir hún betur, en Atmonia notist við rafgreiningu til að fram- leiða vetnið, án nokkurrar aðkomu mengandi kolefna. „Okkar aðferð merkir að ekki þarf lengur stórar verksmiðjur sem aldrei má slökkva á til að framleiða amm- oníak. Rafgreiningin leysir af hólmi kæfandi hita og mikinn þrýsting á vettvangi vinnslunnar. Fyrir vikið geta framleiðslueiningarnar verið miklu minni en áður og nýtingar- möguleikarnir fjölbreyttari – og ekki þarf að keyra verksmiðjuna enda- laust,“ segir Guðbjörg Rist. Samningur Atmonia við Sabic felur í sér að arabíska fyrirtækið hefur einkarétt til að nota íslensku framleiðsluaðferðina í Sádi-Arabíu, Kúveit, Barein og Jemen. „Þetta er fyrsti samningur okkar í þessa veru og hann sýnir að mark- aðurinn er búinn að átta sig á þess- ari lausn. Hann færir okkur mikinn byr í seglin, því sölumöguleikarnir eru miklir um allar álfur,“ segir Guð- björg Rist Jónsdóttir. n Sádar kaupa einkaréttinn á grænni ammoníaksvinnsluaðferð frá Íslandi Mest notað í áburð Ammoníak er að mestu leyti notað í áburð. Talið er að um áttatíu prósent af efninu fari til akurræktar. Það er einnig notað í kælitækni, til fram- leiðslu á iðnaðarsalti og í margvíslegar hreinlætisvörur. Samningur Atmonia við Sádana felur í sér að arabíska fyrirtækið hefur einkarétt til að nota íslensku aðferðina í Sádi- Arabíu, Kúveit, Barein og Jemen. Myndin er frá alþjóð- legri sýningu í Abú Dabí. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af borðstofuborðum frá CASÖ Teg. 230. Langborð 200 x 98 og 240 x 98 stækkun 2x 50cm reykt eik og nature eik Embla hrinborð 120 cm og 140 cm reykt eik og nature eik. katrin@frettabladid.is VEÐUR Hlýindi eru í kortunum eftir að mesta frost sem mælst hefur í Reykjavík í mars frá 1998 mældist á laugardaginn, eða -14,8 gráður. Um helgina gætu hitatölur rifið sig yfir frostmark að sögn Birtu Lífar Krist- insdóttur, veðurfræðings á Veður- stofu Íslands. Gert er ráð fyrir hitatölum sunn- an- og vestanlands. Kuldakastinu er þó ekki alveg lokið og segir Birta Líf að í næstu viku dragi aftur til tíðinda. „Þá erum við að sjá aftur kaldari liti nálgast landið ískyggilega hratt,“ segir hún. Það má þó búast við að hámarkinu hafi verið náð núna um helgina og ætti að fjara undan þessum kulda. Bara ekki alveg strax. n Hitinn fari jafnvel yfir frostmark Hlýindin munu ekki staldra lengi við. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK kristinnhaukur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Íslenskir karlmenn eru feitari en konur og munurinn er að aukast hratt. Um 30 prósent karla eru í yfirþyngd samkvæmt BMI- líkamsþyngdarstuðli og 23 prósent kvenna. Árið 2035 verður hlutfall of þungra karla orðið 42 prósent en kvenna 28. Þetta kemur fram í nýjum offituatlasi Heimssamtaka um mál- efni offitu (WOF) sem greina stöðu offitumála í hverju landi fyrir sig. Drengir eru líka að fitna hraðar en stúlkur. Í dag eru 15 prósent drengja í yfirþyngd en verða tæplega 20 pró- sent árið 2035. Hlutfall stúlkna í yfirþyngd hækkar lítillega, úr 9 í 10 prósent. Alls mun hlutfall feitra hækka um 2,2 prósent á hverju ári sem er metið hátt samkvæmt WOF. Íslendingar eru að fitna hraðar en Bandaríkja- menn en hægar en flestar þjóðir í Vestur-Evrópu. Offita í Bandaríkj- unum er hins vegar þegar mjög mikil og WOF gerir ráð fyrir að meirihluti fullorðinna verði kominn í yfir- þyngd árið 2027. WOF gerir ráð fyrir töluverðum áhrifum offitu á íslenskan efnahag á komandi árum. Það er að kostnaður tengdur offitu, svo sem fyrir heil- brigðiskerfið, muni aukast um 66 prósent frá árinu 2020 til 2035. Ísland er hins vegar mjög ofarlega, það er í 4. sæti allra þjóða, þegar kemur að viðbúnaði við offitutengdum vanda- málum. n Íslenskir karlmenn keyra áfram offituna bth@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í gær að íslenskt lambakjöt verður fyrsta íslenska framleiðslan til að hljóta upprunavottun á landbún- aðarvörum á Evrópska efnahags- svæðinu. „Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins er sammála okkur sauð- fjárbændum og þorra neytenda um sérstöðu íslenska lambakjötsins,“ segir Ólafur Jónsson sauðfjárbóndi í Fljótum. „Það er eitthvað sem Samtök atvinnurekenda hafa ekki komið auga á.“ n Íslenska lambið nú vottað af ESB Íslenska sauðkindin er magnað fyrir- bæri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM olafur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Silicon Valley Bank féll á föstudaginn eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup á bankann á fimmtu- dag og hlutabréf hans lækkuðu um 60 prósent. Vanda bankans má rekja til taps á skuldabréfasafni. Silicon Valley Bank hefur sinnt sprotastarfsemi. Um helgina féll annar banki, Signa ture, sem sérhæfði sig í þjón- ustu við rafmyntageirann. Þessi gjaldþrot eru annað og þriðja stærsta bankagjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, aðeins gjald- þrot Washington Mutual, 2008, er stærra. Um allan heim gætir áhrifa þess- ara áfalla og líka hér á landi. Fram hefur komið að Kerecis var með viðskipti við Silicon Valley Bank en fall hans mun ekki hafa áhrif á starfsemi þess. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest sem er stærsti hluthafi Marels auk þess að vera bakhjarl ýmissa sprotafyrir- tækja, segir fall Silicon Valley Bank fyrir helgi og titring á mörkuðum sem af því leiðir vera truflandi. „Hávaxta umhverfið var þegar farið að setja strik í reikninginn og fjármögnunarumhverfið erfitt. Fall SVB eykur óvissu og torveldar vafalaust fjármögnun sprotafyrir- tækja,“ segir Þórður. Hann telur þó að bein áhrif verði lítil á fyrirtæki sem tengjast Eyri Invest þar sem hann veit ekki til að þau hafi haft bein viðskipti við bankann. n Fjármögnun torveldari en áður Þórður Magnús- son, stjórnar- formaður Eyris Invest 4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 14. MARS 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.