Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is
550 5000
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN & DREIFING
Torg ehf.
2022 - 2025
BAKÞANKAR |
Pétur Georg
Markan
Ég staðfesti vorveiðina í síðustu
viku. Mér fer hins vegar ekkert
fram í veiðiskapnum; kasta stutt,
týni f lugum, húkka í bakið og
veiði minna en ekkert. En spenn
ingurinn fyrir ferðunum verður
bara meiri.
Milla konan mín skilur þetta
ekki. Rándýrt og fyrirhöfnin meiri
en að koma fimm manna fjöl
skyldu í bakpokaferðalag. Ekkert
kemur til baka nema næpufölur,
móralskur miðaldra kall – hvítur
að utan, með sól í sinni.
Það er þó eitt sem truflar mig
í veiðiskapnum, þó það reyni
eiginlega aldrei á það. Það er þetta
með að sleppa fiskinum. Að veiða
án þess að borða bráðina verður
aldrei annað en óeðli í mínum
huga – alveg sama hvað eldheitur
f luguveiðiréttindaleigutaka
spámaður prédikar ástríðufullur á
milli ekkanna.
„Þú klárar fiskinn þinn,“ sagði
mamma og það stendur.
Fegurð kastsins og lögun lín
unnar, innsæið fyrir straumnum,
augað fyrir hyljunum og eyrað
fyrir árniðnum er listin í veiðinni.
Lyktin af sumarbakkanum,
næturbirta trúnóanna og júlí
bláminn í himnasölunum þegar
maður liggur vaðlaður í grasinu,
rétt ryðgaður og finnst maður
eilífur, er guð og hamingjan sem
fylgir þessu stórkostlega sporti.
Ég hef sumsé verið í glímu með
þetta að sleppa fiskinum – en
látið mig hafa það. En í síðustu
veiðiferð komst síðan skikkan
á sköpun skaparans í þessum
vandræðum mínum – ný veiðiað
ferð sem steig út þessa náttúruvá
sem sleppingar eru. Nú kem ég
fullgíraður í hollið, vaðlaður upp
með hatt og klút, set upp stöngina
mína, hef litaraðað f luguboxið
mitt klárt í framvaðlavasanum,
sest á bakkann og segi sögur. Ég
sumsé sleppi sleppi. n
Sleppi og sleppi
Ný og öflug
fasteignaleit
Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is
LÆGSTA
ER Á DALVEGI
Í KÓPAVOGI
VERÐIÐ
N Ó I S Í R Í U S