Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 6
Birgir Ármannsson er einangraður í forsætis- nefnd Alþingis því að allir aðrir nefndar- menn vilja birta grein- argerðina. Úttekt Ríkisendur- skoðunar leiddi í ljós að 14 af 16 rekstrarleyf- um sjókvíaeldis eru á hendi félaga undir yfir- ráðum þriggja norskra fyrirtækja. Flest börn greindust níu ára gömul. kristinnhaukur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL 78 börn hafa verið greind með tengslaröskun á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá árinu 2002. Flest árið 2017, eða tíu talsins. Þetta kemur fram í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helga- dóttur, þingmanns Pírata. Tengslaröskun er flókin geðrösk- un sem á oft rætur sínar í vanrækslu barns á fyrstu árum þess. Röskunin getur komið fram í hegðunarvanda- málum, samskiptaerfiðleikum og skertri tilfinningastjórnun. Flest börnin greindust við níu ára aldur, eða ellefu talsins. Aðeins eitt barn greindist undir fimm ára aldri en það var eins árs. n Hátt í áttatíu með tengslaröskun bth@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNIR Áhrif af tillögu starfshóps um breytingu á úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði mæta harðri andstöðu oddvita fámennra sveitarfélaga. Bragi Þór Thoroddsen, sveitar- stjóri í Súðavíkurhreppi, segir að hið opinbera, með Sigurð Inga Jóhanns- son innviðaráðherra í fararbroddi, sé að bregðast við ósigri eftir að hafa orðið afturreka með hugmyndir um að engin sveitarfélög á landinu yrðu fámennari en 1.000 manns. „Þessar tillögur eru hefndargjöf frá Sigurði Inga,“ segir Bragi. Tillögurnar bitna sérlega illa á sveitarfélögum á Vestfjörðum. Ísa- fjarðarbær myndi missa mestar tekjur eða 171 milljón ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga. Næst est missir Reykhólahreppur eða um 92 milljónir króna. Súðavíkurhreppur, sem fékk tæplegar 117 milljónir í síðustu úthlutun, fengi eftir breytingu rúmar 50 milljónir. Mismunurinn er 66 milljónir eða um 57 prósent. Tekjurnar úr Jöfnunarsjóði hafa verið nálægt 40 prósent af öllum tekjum Súðavíkurhrepps að sögn sveitarstjórans. „Það er hægt að líta þannig á að það sé verið að svelta sveitarfélög til sameiningar en ég held þetta snúist ekki síður um persónulegan hug,“ segir Bragi. Hann vitnar til harðra átaka fyrir nokkrum árum á vett- vangi Sambands sveitarfélaga. Bragi viðurkennir að 237 íbúar sé ekki hagkvæm stærð en fámenn fjölkjarna sveitarfélög sitji ekki við sama borð og önnur. Yfirbygging Súðavíkurhrepps sé engin, síðasta opinbera starfið sé að hverfa og engar fiskveiðiheimildir eftir. „Ætli ég verði ekki tíður gestur hjá Lánasjóði sveitarfélaga ef þessar breytingar ná fram að ganga.“ Á r neshreppu r, f á menna st a sveitarfélag landsins, myndi missa allar tekjur úr Jöfnunarsjóði, fengi núll krónur í stað 11 milljóna króna áður. n Sakar Sigurð Inga um að hefna sín með niðurskurði á tekjustofnum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra Bragi Þór Thor- oddsen, sveitar- stjóri í Súða- víkurhreppi benediktboas@frettabladid.is FISKELDI Í bókun Hafnasambands Íslands um stjórnsýsluúttekt Rík- isendurskoðunar um sjókvíaeldi kemur fram að óskýrt sé hvernig eigi að rukka hafnargjöld af sjókvía- eldi. „Skýrslan endurspeglar og dregur fram hve litla aðkomu sveitarfélögin hafa haft að umgjörð atvinnu- greinarinnar, ákvarðanatöku og stefnumótun er varðar hana. Í þeirri vinnu sem fram undan er á grund- velli skýrslunnar er nauðsynlegt að sveitarfélögin og hafnarsjóðir komi að þeirri vinnu ásamt samtökum þeirra,“ segir í bókuninni. n Hafnir landsins vita ekki hvernig eigi að rukka hafnargjöld af sjókvíaeldi Úttektin leiddi í ljós að umgjörð sjókvíaeldis einkennst af veikburða og brotakenndri stjórnsýslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK benediktboas@frettabladid.is SAMGÖNGUR Björgunarsveitir á Austurlandi voru við störf í gær á fjallvegum austanlands og aðstoð- uðu fjölda manns sem komust ekki leiðar sinnar sökum veðurs. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að á Fagradal var tals- vert um að ferðamenn kæmust ekki leiðar sinnar. Veðrið var slæmt og skyggni lítið sem ekkert á köflum. Töluverðir skaflar höfðu myndast á leiðinni og sóttu björgunarsveitir fólk úr að minnsta kosti fimm bílum, og þar á meðal snjóruðnings- tæki sem hafði lent út af veginum. Fólk hafði ýmist fest bíla sína, eða ekið út af veginum. Flestir voru ferðamenn en einhverjir heima- menn sem voru að fara á milli byggðarlaga vegna vinnu. Á Möðrudal varð árekstur tveggja bíla. Ekki urðu slys á fólki en bílarn- ir voru ekki ökuhæfir og fékk fólk far til byggða. n Heimamenn og ferðamenn í mestu vandræðum að komast yfir Fagradal Mynd frá aðgerðum á Fagradal. MYND/LANDSBJÖRG Þingmenn gagnrýndu leyndarhyggju Birgis Ármanns- sonar harðlega á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Synjun Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, um að birta greinargerð Sigurðar Þórðar- sonar um Lindarhvolsmálið er í trássi við upplýsingalög, sam- kvæmt lögfræðiáliti sem for- sætisnefnd Alþingis lét gera. Þá er synjunin einnig brot á þingsköpum, samkvæmt öðru lögfræðiáliti sem Fréttablaðið hefur undir höndum. olafur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Flóki Ásgeirsson, lögmaður hjá Magna lögmönnum og sérfræðingur í stjórnsýslurétti, komst að þeirri niðurstöðu í lög- fræðiáliti sem hann vann árið 2021 fyrir forsætisnefnd Alþingis að nefndinni væri ekki bara heimilt að afhenda fjölmiðlum greinargerð Sig- urðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols heldur bæri nefndinni beinlínis skylda til að gera það. Þá hefur Fréttablaðið undir höndum annað lögfræðiálit frá Lög- fræðistofu Reykjavíkur, sem kemst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt þingsköpum sé forsætisnefnd fjöl- skipuð, líkt og aðrar nefndir þings- ins, sem þýðir að vilji meirihluta nefndarinnar ræður niðurstöðu mála en ekki forseti þingsins einn, eins og verið hefur túlkun Birgis Ármannssonar. Samkvæmt því hefur Birgir setið á greinargerðinni í trássi við þingsköp og skýrt lögfræði- álit Flóka Ásgeirssonar um að skylt sé að birta hana. Birgir hefur sagt mótmæli stjórnar Lindarhvols og Ríkisendurskoðunar ráða mestu um að hann vilji ekki afhenda greinargerðina. Forsætisnefnd reyndi ítrekað að fá afstöðu stjórnar Lindarhvols (stjórn Lindarhvols er raunar ein mann- eskja, Esther Finnbogadóttir, starfs- maður fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar) til þess hvort ein- hverjar upplýsingar í greinargerð- inni skyldu fara leynt. Esther hefur engin svör sent held- ur jafnan mótmælt því að greinar- gerðin yrði birt. Hún hefur í engu sinnt óskum forsætisnefndar um að veita upplýsingar um atriði í greinar- gerðinni sem skyldu fara leynt. Að lokum gafst forsætisnefnd upp á að reyna að fá slíkar upplýsingar hjá Esther og fól Flóka Ásgeirssyni að leggja mat á hvort og þá að hvaða marki væri að finna viðkvæmar upp- lýsingar í greinargerðinni sem leynt skyldu fara. Í ágúst 2021 skilaði Flóki minnis- blaði til forsætisnefndar þar sem fram kemur afgerandi niðurstaða um að engar viðkvæmar upplýs- ingar sé að finna í greinargerðinni. „… er það niðurstaða undirritaðs að skylt sé samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upp- lýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 91. gr. laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis, að veita almenningi aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoð- anda án takmarkana.“ Á fundi forsætisnefndar 4. apríl 2022 var minnisblað Flóka lagt fram og formleg ákvörðun tekin, að til- lögu Birgis Ármannssonar þingfor- seta, um að veita aðgang að greinar- gerðinni án takmarkana. Álit Flóka varð opinbert eftir að úrskurðarnefnd upplýsingamála úrskurðaði um að það skyldi birt síðastliðinn miðvikudag. Allir í forsætisnefnd ítrekuðu vilja sinn til að birta greinargerðina á fundi forsætisnefndar, mánu- daginn 6. mars, og ljóst er að Birgir Ármannsson er einangraður í mál- inu í nefndinni. Fréttablaðið sendi forsætisnefnd í gær lögfræðiálit Lög- fræðistofu Reykjavíkur um að forseti þingsins skuli framfylgja ákvörðun- um meirihluta nefndarinnar, annað sé brot á þingsköpum, auk þess sem ítrekuð var beiðni um að fá greinar- gerð Sigurðar Þórðarsonar afhenta með vísun í bæði þessi lögfræðiálit. Í umræðum um störf forseta á Alþingi í gær gagnrýndu þingmenn Birgi Ármannsson harðlega fyrir að halda greinargerðinni leyndri fyrir þingi og þjóð. n Synjun brot á þingsköpum 6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 14. MARS 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.