Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 22
Að alast upp í Vaðbrekku
í Hrafnkelsdal var
umhverfi sem var frjótt
fyrir slíka hugsun.
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
MERKISATBURÐIR |
Hjartkær eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
Einar Runólfsson
lést sunnudaginn 19. febrúar sl. á
líknardeild Landspítalans. Útför hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þórunn Guðbjörnsdóttir
Runólfur Óskar Einarsson
Þórólfur Björn Einarsson Jóhanna Björk Gísladóttir
Bjarki Valur Þórólfsson
Sævar Hugi Þórólfsson
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Oddur Friðriksson
frá Gróustöðum,
lést á Barmahlíð Reykhólum 6. mars.
Útför hans fer fram frá Garpsdalskirkju
föstudaginn 17. mars kl. 13.
Friðrik Jónsson Hugrún Einarsdóttir
Bergsveinn Reynisson
Stefán Jónsson Bára Borg Smáradóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskaður eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Stefán Ragnar Jónsson
hárskeri,
lést 8. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar.
Anna Þórdís Bjarnadóttir
Ómar Stefánsson Arnheiður Skæringsdóttir
Hanna Sigríður Stefánsd. Vilhjálmur Hörður Guðlaugss.
Jón Þorgrímur Stefánsson Kristín Ásta Matthíasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
Sverrir Einarsson
S: 896 8242
Jón G. Bjarnason
S: 793 4455
Jóhanna
Eiríksdóttir
Útfararstofa Íslands
www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi
Útfararstofa Hafnarfjarðar
www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Eiríkur Skjöldur Þorkelsson
mjólkurfræðingur,
lést miðvikudaginn 8. mars.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 20. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Sigrún Skaftadóttir
Anna Eiríksdóttir
Elín Eiríksdóttir Hermann G. Bridde
Rebekka, Sigrún, Eiríkur, Silja, Sandra,
Axel og Hafalda Elín
Hagyrðingurinn Snorri Aðalsteins-
son sendi nýlega frá sér sína fyrstu
ljóðabók, stútfulla af uppsöfnuðu
efni. Hann leitar nú að áhugasöm-
um söngvara til að tækla þýðingu
sína á írskum klassíker.
arnartomas@frettabladid.is
Snorri Aðalsteinsson frá Vaðbrekku í
Hrafnkelsdal sendi nýlega frá sér sína
fyrstu ljóðabók, Gullvör. Þar má finna
ljóð og lausavísur eftir Snorra sem teygja
sig yfir ansi langt tímabil.
„Ég hef verið að semja meira og minna
alla ævi,“ segir Snorri sem er sextíu og
eins árs gamall. „Ragnar Ingi Aðalsteins-
son, föðurbróður minn, benti mér á að
þegar maður er orðinn sextugur þá sé
tímabært að opinbera það sem maður
hefur verið að fást við. Það er algjörlega
honum að kenna að þessi bók er komin
út.“
Snorri segir að Ragnar Ingi eigi mikið
inni í baráttunni fyrir hefðbundna ljóð-
forminu.
„Hann lætur engan í friði sem er með í
skúffunum sínum eitthvað sem honum
finnst bitastætt,“ segir Snorri. „Það jók
manni heilmikið sjálfstraust þegar
maður sem hefur varið doktorsritgerð
í íslenskri bragfræði hælir kveðskap hjá
manni og telur að hann eigi fullt erindi
hjá almenningi.“
Hagyrðingar og harmonikkur
Kveðskapurinn í Gullvör segir Snorri að
taki á sigrum og vonbrigðum í lífi hans.
Bókinni er skipt í þrjá hluta: Ljóð og
lausavísur, ljóð á ensku og ljóð af hag-
yrðingamótum.
„Efni bókarinnar spannar kannski
tímann frá því að ég var tuttugu og fimm
ára eða þegar maður var farinn að hafa
eitthvert vald á kveðskap,“ segir hann.
„Að alast upp í Vaðbrekku í Hrafnkelsdal
var umhverfi sem var frjótt fyrir slíka
hugsun.“
Viðtökur við Gullvör segir Snorri hafa
verið góðar og að það gleðji hann sér-
staklega hvað lesendur tengja við ólík
ljóð bókarinnar. Hluti af kveðskapnum
er upprunninn á hagyrðingamótum sem
Snorri hefur tekið þátt í í gegnum árin.
„Félag harmonikkuunnenda á Horna-
firði byrjaði með hagyrðingakvöld
á Smyrlabjörgum í Suðursveit,“ segir
Snorri um kvöldin sem hafa verið fjög-
ur til þessa. „Þetta hefur vakið feiknar
lukku og oftar en ekki hefur verið hús-
fylli. Það var þá sem ég uppgötvaði hvar
er best að fara með kveðskap, því oft fær
hann misgóðar undirtektir, en þarna
ertu með tvö hundruð manns sem eru
komnir til að hlusta á kveðskap.“
Í fjarska flautur kalla
Meðal þess sem er að finna í bók Snorra
er íslensk þýðing hans á írska ljóðinu
Danny boy eftir Frederic Weatherly
sem er jafnan sungið í ballöðuformi af
mikilli angurværð.
„Ég er mjög ánægður með þessa
þýðingu mína því hún er samin eftir
hefðbundnum reglum án þess að vera
mjög hallærisleg,“ útskýrir Snorri. „Ég
vil endilega koma því á rekspöl að mig
langar að finna einhvern sem treystir
sér til að syngja þessa þýðingu mína.“
Meðfylgjandi má finna brot úr þýð-
ingu Snorra á ljóðinu sem bíður spennt-
ur eftir að söngfuglar bíti á agnið. n
Hagyrðingur leitar flytjanda
að íslenskuðum Danny boy
Danny boy
Drengur minn – í fjarska f lautur
kalla,
að fjallabaki læðast niður í byggð.
Þig seiða burt er sumri fer að halla,
sama hverju líður hjartans tryggð.
Ef áttu leið, þá allt er grænt um
haga,
eða þegar vetrarstormur hrín.
Ég verð hér bjarta jafnt sem dimma
daga,
drengur minn – og mun ætíð sakna
þín.
Snorri gaf
bókina sjálfur
út í fyrra.
MYND/AÐSEND
44 f.Kr. Casca og Cassius ákveða, kvöldið fyrir morðið á
Júlíusi Sesar, að Markús Antoníus fái að lifa.
313 Jin Huaidi, keisari í Kína, er tekinn af lífi.
1647 Bæjaraland, Köln, Frakkland og Svíþjóð skrifa undir
vopnahlé í Ulm.
1885 Óperan Mikado eftir Gilbert og Sullivan frumsýnd í
Lundúnum.
1911 Kristján Jónsson verður ráðherra Íslands.
1933 Verkamannafélagið á Akureyri hindrar uppskipun á
tunnum úr norska skipinu Novu vegna kjaradeilu.
1939 Slóvakía lýsir yfir
sjálfstæði vegna
þrýstings frá Þjóð-
verjum.
1950 Steingrímur Stein-
þórsson verður for-
sætisráðherra.
1964 Jack Ruby er sak-
felldur fyrir morðið á
Lee Harvey Oswald.
1981 Tommaborg-
arar opna dyr sínar í
Reykjavík.
2005 Milljón mótmælir í
Sedrusbyltingunni í
Beirút í Líbanon.
18 TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 14. MARS 2023
ÞRIÐJUDAGUR