Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 14
Þá er vert að muna að
vel mannaðar sjúkra-
stofnanir og fjöl-
breyttar aðgerðir eru
grundvöllur þess að
sjúkrahúsin okkar séu
góðar menntastofn-
anir fyrir heilbrigðis-
starfsmenn framtíðar-
innar.
Nudd Nudd Nudd
Slökunarnudd í miðbæ
Reykjarvíkur. Lausir tímar.
Sími 694 7881, Janna.
Hér á landi höfum búið við traust
opinbert heilbrigðiskerfi þar sem
öll eiga sama rétt til þjónustu óháð
efnahag og stöðu. Áhyggjuefni er
hve langir biðlistar eru eftir aðgerð
um, að fólk standi frammi fyrir því
að leggja út í mikinn kostnað til að
komast í aðgerðir utan almenna
heilbrigðiskerfisins. Það eru fjárút
lát sem sum okkar ráða einfaldlega
ekki við, enda viljum við ekki sam
félag þar sem samfélagssáttmáli um
jafnt aðgengi allra að heilbrigðis
þjónustu er rofinn, án aðkomu hins
opinbera mun framboð af aðgerð
um innan einkageirans því frekar
nýtast efnafólki og ekki reynast sú
blessun sem einhverjir horfa til.
Við sjáum í fjölmiðlum að stjórn
end ur rík is rek inna sjúkra húsa
ótt ast að sjúkra hús in veikist ef sér
fræð ing ar fari í enn ríkara mæli til
einka rek inna fyr ir tækja. Læknar
og annað heilbrigðisstarfsfólk ótt
ast að samhliða aukinni útvistun
læknisaðgerða til einkaaðila muni
Landspítalinn og aðrar heilbrigðis
stofnanir missa frá sér starfsfólk.
Okkar helstu stofnanir búa nú þegar
við alvarlegan mönnunarvanda en
fram hefur komið að hér vanti m.a.
röntgenlækna, skurðhjúkrunar
fræðinga og hjúkrunarfræðinga
til þess að manna legudeildir, tóm
legupláss og ónýttar skurðstofur.
Það getur því orðið til að auka enn
á vandann og lengja biðlista að
missa gott starfsfólk úr opinberri
starfsemi. Þá er vert að muna að vel
mannaðar sjúkrastofnanir og fjöl
breyttar aðgerðir eru grundvöllur
þess að sjúkrahúsin okkar séu góðar
menntastofnanir fyrir heilbrigðis
starfsmenn framtíðarinnar.
For stjóri Land spít al ans hefur
varað við því að far ið verði stjórn
laust í átt til einka væð ing ar. Í
mínum huga er ótækt að ráðast
í frekari útvistun verkefna úr
almenna heilbrigðiskerfinu til
einkaaðila án stefnumarkandi
ákvarðana sem lúta að því að einka
væða íslenska heilbrigðiskerfið.
Það er ekki þjóðarvilji fyrir slíku.
Í mínum huga mun sú vegferð að
útvista í ríkara mæli aðgerðum til
einkaaðila aðeins auka kostnað
sjúklinga, kostnað ríkisins af rekstri
heilbrigðiskerfisins og mönnunar
vandann á okkar helstu sjúkra
stofnunum. Fjármunir sem annars
rynnu til aðgerða á tómum skurð
stofum hjá opinberum heilbrigðis
stofnunum renni til annars og
dýrara kerfis utan þeirra. Það má
vel semja við einkaaðila til skamms
tíma á meðan hið opinbera kerfi
nær vopnum sínum og til að stytta
biðlista, en til lengri tíma verður að
tryggja í hvívetna öflugt opinvert
heilbrigðiskerfi, um það er þjóðar
sátt. Engum hugnast að hér verði
til nýtt kerfi byggt á einkavæðingu
heilbrigðisþjónustu. n
Samfélagssáttmáli um aðgengi allra
að opinberri heilbrigðisþjónustu
Bjarni Jónsson
þingmaður
Vinstri grænna
Fyrir fólk í leit af
nýjum tækifærum
Nú stefnir í enn meira neyðarástand
í leikskólamálum í Reykjavík vegna
starfsskerðingar eða lokunar fjölda
leikskóla sem hafa orðið myglu og
áratuga löngu viðhaldsleysi að bráð.
Þrátt fyrir síendurtekin loforð Sam
fylkingarinnar um að brúa bilið
milli fæðingarorlofs og leikskólans
hefur innritunaraldur raunar farið
hækkandi á mörgum leikskólum
og nú stefnir í að börn komist ekki
að fyrr en hátt í þriggja ára gömul í
einhverjum leikskólum. Viðhalds
fælni meirihluta Samfylkingarinnar
virðist vera inngróin í erfðamengi
hennar enda hafa bæði leikskóla og
grunnskólabyggingar verið illa hirt
ar síðan 2008. Samfylkingin hefur
innleitt metnaðarleysi í málefnum
barna í borginni sem birtist ekki
síst í skólabyggingum og umhirðu
þeirra.
Fyrir stuttu síðan rakst ég á
myndir frá sumrinu 1957 af borgar
stjórahjónunum Gunnari Thorodd
sen og Völu Ásgeirsdóttur ásamt
Auði Auðuns borgarfulltrúa, síðar
meir fyrsta kvenkyns borgarstjóra
Reykjavíkur (öll frá Sjálfstæðis
flokki), þar sem þau ganga á löngum
dregli við hátíðlega athöfn í Mela
skóla í tilefni heimsóknar finnsku
forsetahjónanna. Saga Melaskóla
er fyrir margt mjög merkileg en þá
kannski sérstaklega fyrir það hversu
táknrænn skólinn er fyrir ríkjandi
viðhorf í uppbyggingu barnaskóla
sem og annarra opinberra bygg
inga á þessum tíma. Þegar ákveðið
var byggja Melaskóla í stríðslok var
öllu tjaldað til og okkar færasta fólk
fengið til að hanna og skreyta skól
ann af listaverkum. Skólahald hófst
1946 í reyndar ókláruðum skóla en
afraksturinn var þessi glæsilega
bygging utan um okkar dýrmætasta
fólk.
Byggingin þótti svo mikil prýði
að í f leiri áratugi lék skólinn lykil
hlutverk í móttöku erlendra þjóð
höfðingja eins og finnsku forseta
hjónanna en einnig má nefna að
þegar þeir Gorbatsjov og Reagan
komu hingað til lands til að ljúka
kalda stríðinu fundum við sama
stað í Melaskóla fyrir alla erlendu
ljósmyndarana sem fylgdu með til
að sýna þeim okkar bestu hliðar.
Þá má hafa í huga að þegar skólinn
var byggður voru borgar og ríkis
sjóður alls ekki jafn digrir og nú en
metnaðurinn fyrir reykvísk börn
var þess meiri. Margar bygginganna
sem byggðar voru á þessum tíma og
í þessum samfélagslega anda (t.d.
Austurbæjarskóli) standa enn sem
tímalausar og glæsilegar vörður í
sögu Reykjavíkur.
Mér þykir stundum gleymast að
borgir eru líka söfn og það eru þess
ar byggingar sem og litlu bárujárns
húsin sem trekkja að og segja sögu
íbúa borgarinnar. Allt eru þetta
miklar menningarminjar að mínu
mati og fyrir vikið hefur sinnu
leysi borgaryfirvalda gagnvart
Melaskóla verið sérlega dapurlegt.
Í áraraðir hafa skólastjórnendur
og kennarar kallað eftir viðhaldsfé
til skólans og listaverkum hans og
varað við afleiðingum þessa hirðu
leysis.
Myglan á þar sérstakan sess
líkt og í f lestum skólabyggingum
borgarinnar, ofan á allt hitt. Nú á
að fara í viðhaldsátak í skólabygg
ingum borgarinnar sem svo sem er
vonarglæta í annars myrkri sögu
tæplega 15 ára viðhaldsleysis en
átök og áætlanir hafa oftast reynst
villuljós. Sjálfstæðismenn þurfa að
komast í meirihluta í borgarstjórn
og endurvekja metnaðinn til betri
bygginga fyrir börn. n
Börn eiga betri byggingar skilið
Ragnhildur Alda
Vilhjálmsdóttir
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins
14 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 14. MARS 2023
ÞRIÐJUDAGUR