Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 18
Garðurinn er að verða sannkallað spa-svæði og krafan um æfingasvæði í garðinum æ algengari. Sumir hafa útbúið gervigrassvæði með lóðum, ketilbjöll- um og öðrum lyftinga- búnaði. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Björn Jóhannsson, landslags- arkitekt hjá Urban Beat, segir síðasta ár hafa verið magnað og að þau hafi aldrei séð eins marga garða byggjast upp með hugmyndafræði Urban Beat, sem snýst um að hanna þannig að jafnskemmtilegt sé að vera úti í garði og inni, helst allan ársins hring. Við fengum Björn til að ljóstra upp því sem verður heitast í garða­ hönnun á nýju ári. „Við höfum unnið með ýmsar nýstárlegar hugmyndir en fyrir fjórum árum leit kampavíns­ veggurinn dagsins ljós. Það er fastur veggur í barborðshæð þar sem hægt er að leggja frá sér diska, bolla og kampavínsglös. Á síðasta ári var þessi hugmynd tekin enn lengra og byggður garður þar sem þemað var kampavín og samkvæmi. Sá garður fékk nafnið kampavínsgarðurinn enda í eigu þeirra sem eiga og reka Kampavínsfjélagið. Kampavíns­ garðurinn var svo tekinn sérstak­ lega fyrir í þætti Sjafnar Þórðar, Mat og heimilum, þar sem ferlinu öllu voru gerð góð skil. Þar var eigend­ um, hönnuði og verktökum fylgt eftir allt frá fæðingu hugmyndar að fyrstu garðveislunni,“ segir Björn og bætir við að þetta sé eitt af því sem verður heitt á nýju ári. „Í hönnun og framkvæmdum ársins 2022 var áberandi hvað garðeigendur vildu fá tækifæri til að eyða meiri tíma í garðinum. Þeir vildu aukna möguleika til afþreyingar og tók hönnun mið af því. Þannig verður hægt að nýta garðinn mjög vel að sumri, en einn­ ig á öðrum tímum. Þar spila stærstu rulluna smáhýsi, skýli, gróðurhús, geislahitarar, heitir pottar, sánur og útieldhús. Þannig er hægt að slappa af, stunda íþróttir og elda góðan mat í garðinum þótt sólin sé ekki hátt á lofti.“ Kryddjurtabar og trúnóbekkur Hvað spáir þú að verði áberandi í hönnun garða og framkvæmdum á nýju ári? „Fyrir marga er kampavíns­ veggurinn gömul frétt en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar ég flutti heim frá Svíþjóð með aragrúa af skemmtilegum hugmyndum. Þetta er í raun bara venjulegur veggur í sömu hæð og barborð, með góðri borðplötu og breidd sem rúmar snittur, bjórkönnur og að sjálfsögðu kampavín, kælifötu og glös. Kampavínsveggurinn fékk á síðasta ári tvo arftaka og munu þeir verða áberandi á því næsta. Annar mun breyta talsvert möguleikum til matargerðarlistar utandyra en það er kryddjurtabarinn sem er upphækkað gróðurbeð útfært þannig að auðvelt sé að sjá þar um nokkrar vel valdar krydd­ jurtir. Staðsetning er að sjálfsögðu í nágrenni útieldhússins og því auð­ velt að grípa lófafylli af uppáhalds blaðkryddinu og strá yfir steikina eða salatið,“ segir Björn. Hinn arftaki kampavínsveggsins er trúnóbekkurinn sem fékk nafn sitt á aðalfundi Félags skrúðgarð­ yrkjumeistara þegar þeir fengu að skoða nýhannaðan garð í sýndar­ veruleika. „Kampavínsgarðurinn varð fyrir valinu sem sýnisdæmi í sýndar­ veruleika og þegar garðyrkjumeist­ ararnir settu upp sýndarhjálminn upphófst skemmtilegt samtal um þennan veisluvæna garð. Eitt af því sem prýðir garðinn er innbyggður bekkur með hallandi baki og sléttri syllu efst á bakinu. Þar má leggja frá sér glös, matardiska og annað gagnlegt. Eftir nokkra umræðu fékk bekkurinn nafnið Trúnó­ bekkurinn því þeim þótti upplagt að nýta hann í lok veislunnar fyrir trúnaðarsamtöl og þá má leggja frá Trúnóbekkur og kryddjurtabar í sumargarðinn Björn Jóhanns- son spáir því að kampavíns- veggurinn fái tvo arftaka á árinu; krydd- jurtabarinn og trúnóbekkinn þegar kemur að nýjungum í garðahönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Æðislegt útieldhús með yfirbyggðu þaki, plássi fyrir gasgrill og kolagrill, góðu vinnuborði og geymslum fyrir mat og drykk. MYNDIR/AÐSENDAR Sumargarðurinn er paradís með hengirúmi og aðstöðu fyrir öll lífins ævintýr. Trúnóbekkur er nauðsyn á fallegum sumardögum. Notalegt svæði fyrir krakka til að njóta lífsins í rólegum takti eftir önnur skemmtileg ærsl og gleði. sér síðasta drykk kvöldsins á glasa­ sylluna. Við gerum ráð fyrir áfram­ haldandi þróun og skemmtilegri útfærslu trúnóbekksins á næsta ári,“ segir Björn og brosir. Útieldhúsið á næsta stig Fyrir tuttugu árum var nóg að finna skjólgóðan stað fyrir grillið og eiga góða hlíf til að skella yfir þegar það var ekki í notkun. Auk þess var grillið aðallega notað á sumrin og geymt inni í bílskúr yfir vetrartímann. Fyrir áratug færðist svo í aukana að grilla allt árið og þá þurfti að vera pláss fyrir grillið, smá vinnusvæði og staður til að geyma grillið eða skýla því á veturna. „Í fyrra voru svo aðstæður fyrir grill og útieldhús hreinlega komnar á annað og hærra plan. Það þurfti að vera pláss fyrir gasgrill og kola­ grill ásamt vinnuborði með góðu gólfplássi til að athafna sig. Þar átti einnig að vera pláss fyrir lítinn gasdrifinn pitsaofn og helst það stórt þak að svæðið rúmaði pláss fyrir fjögurra til sex manna borð til að snæða við. Þannig er ekkert mál að borða úti þegar aðeins dropar úr skýjum. Við spáum því að þessi þróun muni halda áfram og geymslur fyrir mat, vaskar, sam­ byggðar geymslur fyrir grillið og ýmis búnaður sem ekki hefur sést utandyra verði meira áberandi í útieldhúsum landsmanna,“ segir Björn. Íþróttasvæði og spa í garðinn Árið 2022 var árið sem dekur íslensku sundlauganna færðist inn í garðinn. Heiti potturinn hefur verið gríðarlega vinsæll síðustu áratugi en með áhrifum frá Norður­ löndunum og víðar hafa bæst við kaldur pottur, sána og útisturta. „Garðurinn er að verða sann­ kallað spa­svæði. Með auknum vinsældum CrossFit­æfinga sem heilsubótar verður krafan um æfingasvæði í garðinum algengara. Sumir hafa svo útbúið lítið gervi­ grassvæði með lóðum, ketilbjöllum og öðrum lyftingabúnaði. Við sjáum fyrir okkur að á árinu verði íþróttahlutinn tekinn enn lengra. Í flestum görðum má reisa 15 fer­ metra smáhýsi sem fólk hefur nýtt sér á ýmsan hátt. Það má til dæmis sjá fyrir sér spinninghjól sem snýr að stórum útsýnisglugga og upp­ hífingarstangir fyrir þá allra hörð­ ustu. Svo má taka svæðið fyrir utan smáhýsið og þekja með tartan efni eða gervigrasi,“ segir Björn. Róleg afþreying fyrir krakka Síðustu áratugi hefur verið ofur­ áhersla á tækifæri til ærslafullra leikja með rólum, köstulum, og öðrum hreyfihvetjandi leiktækjum. „Fyrir nokkrum árum tókum við eftir að trampólínin, sem lengi hafa verið vinsælustu leiktækin í görðum, voru ekki bara notuð í hopp og ærsl, heldur áttu krakk­ arnir það til að liggja hlið við hlið á mjúkri hoppudýnunni, horfa upp í himin og kjafta um heima og geima. Þannig fæddist sú hugmynd að kannski þurfi krakkar líka tæki­ færi til að hangsa eins og fullorðna fólkið. Þar koma rólubekkurinn og klassíska hengirólan sterkt inn.“ Sjá garðinn í sýndarveruleika Vert er að geta þess að þau hjá Urban Beat sýna öll verkefni sín í sýndarveruleika. „Árið 2019 byrjuðum við að vinna með tölvuleikjatækni og sýndarveruleika og 2022 kláruðum við að færa öll verkefni yfir á þetta form. Þannig fá allir viðskipta­ vinir okkar tækifæri til að upp­ lifa garðinn í sýndarveruleika og aðgang að svæði á netinu þar sem hægt er að ganga í gegnum garðinn líkt og í tölvuleik. Sýndarveruleiki er orðin venjulega leiðin til þess að sýna verkefnin okkar. Á næsta ári munum við halda áfram að þróa þessa tækni og ekki mun líða langur tími þar til hægt verður að skoða garðsvæðin í viðbættum veruleika. Þannig mun viðskipta­ vinurinn geta beint myndavél snjallsímans að svæði í garðinum og sjá á skjánum hvernig svæðið mun líta út,“ segir Björn og er orðinn afar spenntur fyrir fram­ tíðinni. n 4 kynningarblað A L LT 14. mars 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.