Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
ÞRIÐJUDAGUR 14. mars 2023
Boltinn á hilluna fyrir kokkinn
Aþena Þöll Gunnarsdóttir stundaði knattspyrnu með unglingalandsliðinu og hafði hugsað
sér framtíðina í boltanum þegar hún féll fyrir kokkinum og hóf nám í matreiðslu, sem hún
lauk síðasta vor. Nú stefnir hún á bakaranám. 2
Aþena Þöll með marsípankökuna góðu sem er þakin saltkaramellu. Aþena segir auðvelt að gera kökuna og að hún passi við öll tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Skúli Bragi Geirdal heldur fræðslu-
fund fyrir foreldra um samfélags-
miðla í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
starri@frettabladid.is
Fræðslufundur fyrir foreldra um
samfélagsmiðla verður haldinn í
Hlöðunni við Gufunesbæ í Grafar-
vogi í kvöld en þar mun Skúli Bragi
Geirdal, fjölmiðlafræðingur og
verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjöl-
miðlanefnd, halda erindi.
Skúli var einmitt einn gesta í
Silfri Egils síðasta sunnudag á RÚV
þar sem áhrif samfélagsmiðlanotk-
unar á börn og ungmenni voru
rædd en þátturinn hefur vakið
mikla athygli.
Á fundinum í kvöld skoðar Skúli
hvernig algóritmar samfélags-
miðla virkar, hvað þarf að hafa í
huga varðandi samskipti á netinu,
áreiti frá ókunnugum og deilingu
nektarmynda og ýmsa aðra þætti.
„Það er okkar hlutverk sem for-
eldra að undirbúa börnin okkar
sem best til þess að takast á við
lífið og tilveruna, segir Skúli.
Allt annað umhverfi
„Umhverfi okkar í dag er allt annað
en það var fyrir 30 árum síðan
þegar Wi-fi, Bluetooth og sam-
félagsmiðlar voru ekki hluti af
veruleika okkar. Afleiðingarnar af
því að senda börnin út í umferðina
á netinu án þess að kenna þeim
umferðarreglurnar geta verið
gríðarlega alvarlegar.“
Fundurinn hefst klukkan 19
og stendur yfir í klukkutíma.
Aðgangur er ókeypis. n
Samfélagsmiðlar
fyrir fullorðna
Alla daga
gegn kulda og sól
Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup
www.celsus.is