Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 13
Þing- maðurinn virðist ekki átta sig á, að Pútín, innrás Rússa í Úkraínu, er orsök tímabund- innar orku- kreppu í Evrópu. Diljá Mist Einarsdóttir, ungur þing maður Sjálfst æðisf lok k s, skrifar grein í blaðið 9. marz með fyrirsögninni „ESB og evran til bjargar“. Fjallar hún þar um verð- bólguástandið hér og í ýmsum Evr- ópulöndum svo og nokkra þætti efnahagsmála. Greinir hún sumt vel og rétt, annað ekki. Enn annað í hennar málflutningi vekur furðu. Hún segir, að verðbólga hér sé af öðrum toga, en verðbólgan í öðrum Evrópulöndum. Það er rétt. Svo segir hún, að vaxtaprósenta í ESB, væntanlega í evru-löndunum 26, sé jafn misjöfn og löndin eru mörg. Þarna reynir Diljá að villa um fyrir lesendum, eða þá veit hún veit ekki betur, því ECB, Evrópski seðlabankinn, ræður stýrivöxtum í þessum 26 löndum, og þeir gefa auð- vitað tóninn um það, hverjir vextir viðskiptabanka eru, þó að þeir sveiflist nokkuð á frjálsum banka- markaði, þar sem full samkeppni ríkir, andstætt fákeppninni hér. Stýrivextir í evru-löndum eru nú 3,0%, hér 6,5%, en verðbólga í Evr- ópu og hér 10%, eins og þingkonan segir réttilega, en hún fer ekkert í saumana á því, af hverju vextir séu helmingi hærri hér, við sömu verð- bólguskilyrði. Skyldi það ekki vera krónu/evru-spurning? Það, sem vekur undrun við lestur greinar þingmannsins, er sú fullyrðing, að ESB-leiðtogar beri ábyrgð á orkukrísunni í Evrópu. Þingmaðurinn virðist ekki átta sig á, að Pútín, innrás Rússa í Úkraínu, er orsök tímabundinnar orkukreppu í Evrópu. Diljá yfirsézt líka, hver kjarni málsins í umræðunni um ESB-/ evru-málin er. Hún virðist telja, að úttektin og matið á því, hvort Íslendingar eigi að ganga að fullu í ESB og taka upp evru, skuli byggjast á því, hvernig gengur með fulla ESB-aðild og evru í öðrum löndum. Þetta er grundvallarmisskilning- ur! Slík úttekt og mat verður fyrst og fremst að byggjast á því, hvernig Íslandi vegnar, annars vegar, utan ESB með krónu, og, hins vegar, hvers vænta mætti, ef við værum með fulla ESB-aðild og evru; Ísland utan ESB og með krónu versus Ísland í ESB með evru hlýtur að vera saman- burðurinn. Þróun og staða í öðrum löndum, í ESB eða utan, með eða án evru, skipta hér engu höfuðmáli, því öll eru þessi lönd ólík, bæði fólk/fólks- fjöldi, bakgrunnur og saga, landa- fræði og landgæði, loftslag, atvinnu- vegir og aðrar aðstæður. Rétt er líka að árétta, að megin- orsök verðbólgu á meginlandi Evrópu er stórhækkað orkuverð, margföldun þess, í kjölfari Úkraínu- stríðsins, og, að þessi vandi er að miklu leyti ekki til staðar hér, og er þar með ekki verðbólguvaldur hér, því vatns afls raf orkan okkar og heitt vatn hefur ekki hækkað. Verðbólgu- valdurinn hér er því allt annar. Fer nánar í það í annarri grein. Af tilefni greinar Diljár Mistar vil ég enn einu sinni rifja upp helztu punktana, sem gilda, þarf að skoða og greina, varðandi mögulega ESB- aðild okkar og upptöku Evru: 1. Í gegnum EES- og Schengen- samningana erum við nú þegar 80–90% í ESB, en án áhrifa og valda; við erum hvorki með þingmenn á Evrópuþinginu, kommissar, ráðherra, í Brussel né aðgang að umræðu og ákvörðunum. 2. Með fullri aðild fengjum við sex þingmenn á Evrópuþingið, kommissar í Brussel, eins og öll hin aðildarríkin, og setu við borðið. 3. Eins og öll aðildarríkin fengjum við neitunarvald gagnvart öllum helztu stefnumálum og ákvörð- unum sambandsins. Við gætum látið rödd okkar heyrast og tryggt okkar eigin hagsmuni. 4. Ætla má, að við myndum halda fullum yfirráðarétti yfir okkar auðlindum, fiskimiðum, eins og Malta, þegar hún varð aðildar- ríki. 5. Ég tel líka, að við gætum tryggt hagsmuni og stöðu íslenzks landbúnaðar við inngöngu, eins og Finnum og Svíum tókst, vegna „norrænnar legu“. 6. Með evru myndum við vita, hvað við eigum og skuldum. Hvorutveggja myndi haldast stöðugt og óbreytt. 7. Vaxtakostnaður einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins myndi haldast lágur; að meðaltali þriðjungur af krónu- vöxtum. 8. Heildarvaxtasparnaður lántak- enda landsins gæti numið um 300 milljörðum á ári (heildar- skuldsetning landsmanna 6.000 milljarðar, vextir hér 4–6% yfir vöxtum í evrulöndum). 9. Vextir á lánum myndu ekki breytast, hækka, við stýrivaxta- hækkanir, svo lengi sem lána- samningar væru í gildi. 10. Íbúðakaupendur myndu ekki þurfa að greiða íbúðir sínar 3–4 sinnum, með vöxtum, eins og hér, en íbúðakaupendur evru- landa greiða þær 1,5 sinnum. 11. Erlendar smásölukeðjur og -bankar kæmu hér inn, sem myndi stórauka samkeppni og lækka vöruverð og þjónustu- gjöld. 12. Erlendir fjárfestar myndu koma hér inn og örva upp- byggingu og tryggja auknar framfarir og velsæld. 13. Ef við getum ekki tryggt okkar hagsmuni við samningaum- leitanir, förum við ekki inn. Það væri fróðlegt að vita, hvað þingkonan telur um þessi 12–13 atriði!? Skjót svör vel þegin. Lars Jonung, hagfræðiprófessor og einn helzti fræðimaður Evrópu í gengisstefnumálum, sem var feng- inn til að vinna álitsgerð um gjald- miðlamál Íslands, ályktaði: „Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi, en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin.“ Þarna bar hagfræðingurinn saman krónu og evru. Telur alþingiskonan unga sig kannske vita betur? Það væri þá gott, að heyra um það! n Það sem ESB- og evru-umræðan snýst um Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir og alþjóðlegur kaup- sýslumaður Auglýsing um deiliskipulAg Í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst lýsing á nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð. kleppjárnsreykir skólasvæði Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 3. mars 2023 að auglýsa lýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir skólasvæði Kleppjárnsreykja í Borgarbyggð. Ofangreind lýsing er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 14. mars til og með 28. mars 2023. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingar við auglýsta skipulagslýsingu og er frestur til að skila inn ábendingum til 28. mars 2023. Ábendingum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is. Borgarbyggð, 14. mars 2023. skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar Frá árinu 1996 hefur bönkum og öðrum innlánsstofnunum verið óheimilt að bjóða upp á verðtrygg- ingu á innlánsreikningum nema innstæðan sé bundin að lágmarki til þriggja ára. Verðbólga herjar á landsmenn. Þeir sem vilja koma sparifé sínu í verðtryggt skjól hafa ekki mátt leggja það á verðtryggðan reikning nema féð sé læst inni í þrjú ár. Þessi regla felur í sér höft á við- skipti og er til óþurftar. Reglan er ekki náttúrulögmál eins og ég benti á í grein á þessum stað í blaðinu 6.  október sl. og hvatti til að hún yrði felld brott. Mun það hafa verið í fyrsta sinn um alllangan tíma sem hreyft var við þessu máli. Seðlabankinn tilkynnti fyrr í þessum mánuði að reglan falli niður frá 1. júní. Frá 1994 þurftu innstæður að vera bundnar í eitt ár til að njóta verðtryggingar. Í greinargerð með frumvarpi til vaxtalaga 1995 segir að ríkisstjórnin áformaði að vinna að því að draga úr verðtryggingu í áföngum. Var því Seðlabankanum falið að lengja lágmarkstíma verð- tryggðra innstæðna og lána. Þarna er rótin: Til að draga úr vægi verðtryggingar (sem er dulmál um staðfastan ásetning um að gera ekki neitt) fyrir tæpum þremur áratugum var binditími verðtryggðra inn- stæðna lengdur úr einu ári í þrjú ár. Hefur þetta atriði leitt af sér minna vægi verðtryggingar? Telja má fullreynt eftir tæpa þrjá áratugi að svo er ekki. Aukin vernd fyrir neytendur? Nei, þvert á móti. Heimilin hafa mátt bera verstu ágalla verðtrygg- ingar en ekki fengið að njóta hag- ræðis af henni. Bankarnir ættu að vera einfærir um að sjá um eigin áhættustýringu. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion fagnar breytingunni í viðtali við Viðskiptablaðið. Með því að fella brott þriggja ára regluna er því látið af óþörfum ríkis- afskiptum af frjálsum skiptum fólks við viðskiptabanka sína. Reglan er á valdi Seðlabanka Íslands að fengnu samþykki ráð- herra. Hana mátti fella brott með einu pennastriki og sú hefur orðið raunin. Vel gert. n Mikilvægt afnám óþurftarreglu Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og fv. alþingismaður FRÉTTABLAÐIÐ SKOÐUN 1314. MARS 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.