Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 10
Hernaðarsérfræðingar
segja að Bakhmút hafi
lítið sem ekkert hern-
arlegt mikilvægi.
Vilja koma í veg fyrir stórfelldan olíuleka
Sameinuðu þjóðirnar hafa keypt olíuskip sem mun hafa það
verkefni að arlægja 1,1 milljón tunnur af hráolíu úr skipi
undan strönd Jemen til að koma í veg fyrir umhversslys.
Heimildir: UNDP, CEOBS, Reuters Myndir: SÞ, Apple Maps © GRAPHIC NEWS
J E M E N
Sana
ÓMAN
ERÍTREA
SÁDI-ARABÍA
EÞÍÓPÍA
DJÍBÚTÍ
S Ó M A L Í A
125 mílur
200 km
Bab-el-
Mandeb
Adenói
INDLANDS-
HAF
Rauðahaf
Skipið geymir órum sinnum meira
af olíu en það magn sem fór í sjóinn
við Alaska í Exxon Valdez slysinu 1989.
Olíuleki myndi hafa stórfelld áhrif
á skveiði, menga næsta umhver
og hindra utning á nauðsynlegum
matarbirgðum til Jemen.
Kostnaður við hreinsun á lekanum
myndi nema 20 milljörðum dala.
SÞ vara við því að burðarvirki
skipsins sé að brotna niður og
gæti skipið sprungið.
Olíuskipið FSO Safer
Óhrey¢ síðan 1988 og yrgeð
þegar borgarastríðið í Jemen
hófst árið 2015
129$m.
Heildarkostnaður
Móttekið
75$m.
Lofað
20$m.
Vantar
34$m.
Maí 2023: Olíuskip sem
keypt var af Euronav á
55 milljónir dollara kemur
frá Kína.
J E M E N
Hodeida
R A U Ð A H A F
Ras Isa-
olíustöðin
FSO Safer
6 mílur
10 km
Achim Steiner, framkvæmdastjóri Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir að olíuleki myndi hafa gríðarleg áhrif í Rauðahafi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Olíuskipið SFO Safer hefur
marað yfirgefið í Rauðahafi
undan ströndum Jemen, með
milljón tunnur af olíu um
borð. Sameinuðu þjóðirnar
vara við því að skipið gæti
sprungið og ætla að fjarlægja
olíuna úr því.
helgisteinar@frettabladid.is
JEMEN Sameinuðu þjóðirnar festu
nýlega kaup á risastóru olíuskipi
í von um að afstýra stórfelldu
umhverfisslysi undan ströndum
Jemen. Skipið mun hafa það verk-
efni að fjarlægja rúmlega milljón
tunnur af hráolíu úr öðru yfir-
gefnu olíuskipi sem gæti mögulega
sprungið í loft upp.
Olíuskipið FSO Safer var smíðað
árið 1976 fyrir japanska olíufyrir-
tækið Hitachi Zosen og fékk þá
nafnið Esso Japan. Skipið var svo
selt til jemensku ríkisstjórnarinnar
árið 1987 og breyttist þá í SFO Safer.
Olíuskipið var svo yfirgefið þegar
borgarastríðið í Jemen hófst árið
2015 og var á þeim tímapunkti með
heilmikla olíu um borð. Síðan þá
hefur burðarvirki skipsins rýrnað
töluvert.
Árið 2020 vöruðu Sameinuðu
þjóðirnar, SÞ, við því að skyldi FSO
Safer springa yrði olíulekinn fjórfalt
meiri en þegar olía lak úr Exxon Val-
dez-skipinu við strendur Alaska árið
1989. Lekinn myndi hafa gríðarleg
áhrif á sjávarlíf en rúmlega 1,7 millj-
ónir manna á þessu svæði reiða sig á
fiskveiðar. Þar að auki myndi lekinn
hindra bráðnauðsynlega matarað-
stoð sem tæplega helmingur íbúa í
Jemen gæti ekki lifað án.
SÞ hafa undanfarin ár reynt að
finna lausn á vandamálinu og óskað
eftir fjárhagsaðstoð. Núverandi
áætlun um að færa hráolíuna frá
einu skipi yfir í annað mun kosta
tæplega 130 milljónir Bandaríkja-
dala. SÞ hafa þegar fengið rúmlega
60 prósent af þeirri upphæð og mun
fyrsti leggur verkefnisins hefjast
í maí á þessu ári þegar nýkeypta
skipið á að sigla frá Kína þar sem
það er í slipp.
Achim Steiner, framkvæmdastjóri
Þróunaráætlunar SÞ (e. UNDP), segir
kaupin á skipinu marka mikilvægt
skref í áætlun SÞ um að fjarlægja
olíuna sem er um borð. Hann segir
að einnig þurfi að fjarlægja olíuna á
öruggan hátt til að forðast umhverf-
isslys.
„Stórfelldur olíuleki myndi gjör-
samlega rústa fiskveiðisamfélögum í
kringum Rauðahaf þar sem 200 þús-
und störf við fiskveiðar hyrfu sam-
stundis. Þar að auki myndi mengun-
in hafa bein áhrif á milljónir manna
þar í kring sem væru berskjaldaðar
fyrir öllum þeim eiturefnum sem
eru um borð.“
Í mars 2022 veitti svo Mohammed
al-Houthi, leiðtogi stjórnarsvæðis
Húta í vesturhluta Jemen, Samein-
uðu þjóðunum leyfi til að dæla olí-
unni yfir í annað skip.
„Ég skal vera fullkomlega hrein-
skilinn, þetta er áhættusamt verk-
efni og margt gæti farið úrskeiðis.
Það gæti líka gerst að við þurfum að
hætta við ef við náum ekki að safna
nægu fjármagni,“ segir Steiner. n
Tifandi tímasprengja í Rauðahafinu
helgisteinar@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Bæði Rússland og Úkraína
hafa greint frá töluverðu mann-
falli seinustu daga í orrustunni við
Bakh mút í austurhluta Úkraínu.
Rússneski herinn hefur nú reynt í
marga mánuði að hertaka bæinn.
Volodímír Zelenskíj, forseti Úkra-
ínu, greindi frá því að 1.100 rúss-
neskir hermenn hefðu látið lífið
á seinustu dögum. Að sama skapi
sögðu rússnesk yfirvöld að þau
hefuð drepið 220 úkraínska her-
menn á einum sólarhring. Hvorug
talan hefur þó verið staðfest af
þriðja aðila.
Hernaðarsérfræðingar segja að
mannfallið sé í engu samræmi við
hernaðarlegt mikilvægi Bakhmút,
sem sé lítið sem ekkert.
Hins vegar virðist sem bærinn
hafi breyst í nokkurs konar sál-
fræðilegan miðpunkt í augum rúss-
neskra yfirvalda sem vonast til að
geta notað hann til að gefa almenn-
ingi í Rússlandi einhverjar góðar
fregnir af gangi stríðsins. n
Rússar og Úkraínumenn stráfalla í orrustunni við Bakhmút
Bandarískir hermenn á heræfingum
rúmlega hundrað kílómetrum
sunnan við suður-kóresku höfuð-
borgina Seúl. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
helgisteinar@frettabladid.is
SUÐUR-KÓREA Stærstu sameiginlegu
heræfingar bandaríska og suður-
kóreska hersins síðan árið 2018 hóf-
ust í gær. Æfingarnar voru ákveðnar
í ljósi vaxandi spennu sem ríkir nú á
Kóreu skaganum og vegna aukinna
um svifa kín verska sjó hersins.
Norður-Kóreumenn héldu sínar
eigin heræfingar í mótmælaskyni og
skutu meðal annars tveimur lang-
drægum f lugskeytum úr kaf bát.
Þarlendir ríkismiðlar segja að flug-
skeytin hafi f logið í tvær klukku-
stundir og geti slík f lugskeyti hæft
skotmörk í 1.500 kílómetra fjar-
lægð. n
Aukin spenna á
Kóreuskaganum
arnartomas@frettabladid.is
INDLAND Tveimur namibískum
blettatígrum, sem f luttir voru til
Indlands á síðasta ári, hefur nú
verið sleppt út í náttúruna. Rúmir
sjö áratugir eru liðnir síðan bletta-
tígrar voru úrskurðaðir útdauðir á
Indlandi.
Tólf aðrir blettatígrar voru fluttir
til Indlands frá Suður-Afríku í síð-
asta mánuði en yfirvöld stefna að
því að flytja inn um hundrað þeirra
á næsta áratug.
Talið er að síðasti blettatígurinn
sem lifði frjáls í Suður-Asíu hafi
verið veiddur árið 1947 af indversk-
um prins. Var tegundin úrskurðuð
útdauð á Indlandi árið 1952.
Bhupender Yadav, umhverfis-
ráðherra Indlands, sagði á Twitter-
aðgangi sínum að dýrin bæru sig vel
eftir að þeim var sleppt í Kuno-þjóð-
garðinum. n
Blettatígrar aftur í
náttúru Indlands
Úkraínskur
stórskotaliðs-
hermaður tekur
á móti hnitum
um mögulegar
staðsetningar
á rússneskum
hersveitum í
Bakhmút.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Tegundin var úrskurðuð útdauð á
Indlandi árið 1952. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
10 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 14. MARS 2023
ÞRIÐJUDAGUR