Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 30
Eva Margrét Guðnadóttir horfir árlega á Óskarsverð- launahátíðina með tvíbura- systur sinni og frænku í teiti sem verður sífellt metnaðar- fyllra. Eva segir hátíðina hafa verið gott sjónvarpsefni þó að Will Smith hafi engan slegið. odduraevar@frettabladid.is „Við erum alltaf þrjár og höfum hist núna allar Óskarshátíðir síðan 2019,“ segir Eva Margrét Guðna- dóttir, formaður Rafíþróttasam- bands Íslands og kvikmyndaséní, en hún horfir á Óskarsverðlaunin ár hvert ásamt tvíburasystur sinni Ölmu og frænku þeirra Halldísi Unu Hreiðarsdóttur. Eva segir þríeykið vera vel undir- búið undir Óskarskvöldið ár hvert. „Um leið og það er ljóst hvaða myndir eru tilnefndar þá tökum við okkur góðan tíma í að horfa á þær allar,“ útskýrir Eva. „Þetta er Óskarsklúbburinn okkar, sem enginn annar kemst í,“ bætir hún við hlæjandi. „Við tökum okkur margar vikur í þetta. Við hittumst kannski sirka einu sinni í viku og horfum á hverja mynd. Svo reynum við að ná að minnsta kosti alltaf einni þeirra í bíó.“ Í ár mætti Eva í búningi Naavi- manns úr stórmynd James Came- ron Avatar: The Way of Water, á meðan Alma mætti sem Michelle Yeoh í íkonískum búningi úr Every- thing Everywhere All At Once. Una mætti síðan að sjálfsögðu sem Elvis í anda ástralska stórleikarans Austin Butler. „Við ákveðum alltaf búninga upp á eigin spýtur án þess að segja hver annarri hvað við ætlum að vera,“ segir Eva hlæjandi. „Þannig að það er alltaf gríðarlega fyndið þegar við hittumst og opinberum hvað varð fyrir valinu.“ Eva segir metnaðinn hafa farið stigvaxandi með hverju árinu sem líður. „Fyrsta árið vorum við bara með góðan mat og kræsingar og létum það duga,“ segir hún hlæj- andi. Spurð hvort það sé ekki brekka að vaka svo lengi fram eftir á sunnu- dagskvöldi, segir Eva að þær stöllur séu heppnar að geta mætt seinna til vinnu daginn eftir. „En ef það væri ekki þannig held ég að við myndum bara fórna okkur í þetta, því þetta kvöld er orðið heilagt hjá okkur,“ útskýrir Eva. Þær Eva, Alma og Halldís hafa svo að sjálfsögðu getraunaleik þar sem þær skjóta á það hvernig verðlauna- hátíðin fer. „Engin okkar var með allt saman rétt en við erum alltaf að verða betri og betri í að giska og núna munaði bara einu stigi á okkur. Við nefnilega pössum okkur að gúggla ekkert og erum orðnar mjög góðar í að meta þetta sjálfar.“ Eva segir þær hafa haldið mikið með Brendan Fraser sem vann til verðlauna fyrir leik sinn í The Whale. „Hann átti þetta svo mikið skilið,“ segir Eva sem bætir því við að lítið hafi komið á óvart í ár og enginn Will Smith mættur til að gefa Chris Rock einn á kjammann eins og í fyrra. „Við vorum einmitt að rifja upp í gær hvernig þetta var í fyrra. Við vorum allar hálfsofandi og trúðum ekki okkar eigin augum og vorum alveg í góðan tíma að velta fyrir okkur hvort þetta hefði verið svið- sett eða hvort þetta hefði gerst í alvörunni,“ segir Eva sem segir það hafa verið engu líkt að sjá þetta í beinni. „Við vorum einmitt að ræða það í gær. Ég man að þetta var svo- lítið seint í þættinum í fyrra og við vorum allar hálfsofandi. Við sáum þetta gerast og sögðum ekki neitt í smá stund og vorum alveg í góðan tíma að velta fyrir okkur hvort þetta hefði verið sviðsett eða hvort þetta hefði gerst í alvörunni. Það var auð- vitað geggjað að verða vitni að þessu í beinni, annað en flestir Íslendingar sem sáu þetta daginn eftir. Þetta var svakalegt.“ n Við ákveðum alltaf búninga upp á eigin spýtur án þess að segja hver annarri hvað við ætlum að vera. Koma hver annarri á óvart ár eftir ár í Óskarsbúningi Stelpurnar fögnuðu því vel og innilega þegar Brendan Fraser átti endurkomu lífs síns á Óskarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Halldís tók Elvis, Eva Naavi-geimveru úr Avatar og Alma einn frægasta búning Michelle Yeoh úr Everything Everywhere All At Once. MYND/AÐSEND 26 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 14. MARS 2023 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA Fréttavaktin býðum landsmönnum upp á fjölbreytta fréttaumfjöllun í opinni dagskrá. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti að ræða helstu mál líðandi stundar. Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga á Hringbraut, dv.is og frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.